Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 32
HJALMAR BERGMAN Völundarhúsið Imiðri stórborginni er völundarhús. Það er gert af götum, hringlaga, S-laga og með mörgum hornum, götum sem eru allavega í laginu nema beinar. Og þó — þar er reyndar ein löng og örmjó gata sem er alveg bein. Ef einhver gengur inn í þessa götu, eru líkur til að hann sleppi útúr völundarhúsinu. Auðvitað eiga ekki allir jafn erfitt með að átta sig í rangölum völundar- hússins. Þótt undarlegt sé, er það kannski erfiðast fyrir þann sem er kunnugur, gagnkunnugur völundarhúsinu, að finna réttu leiðina út. Þetta fer greinilega hvorki eftir góðri þekkingu á staðháttum eða ratvísi, heldur allt öðrum sálar- gáfum. Að minnsta kosti fá menn þá hugmynd, þegar þeir athuga fólkið sem stöðugt ranglar um göturnar; eins og það eigi sér ekkert takmark, engan vilja og enga von. Fólkið? Já, á daginn er það ennþá fólk, en strax og bregður birtu er það ekki annað en skuggar. Nú jæja, það er víst mest að kenna lélegri götulýsingu. Strjál og dauf ljóskerin virðast ekki til annars en gera göngumanninn ennþá ruglaðri. Hálfrökkrið verður alloft mikið rökkur. Húsaportin og skúmaskotin veita myrkri sínu út í götuna. Myrkri sínu og skuggum. Stundum getur manni fundizt, að myrkrið sé svart vatn, gatan eyðilegt feneyjasíki og skuggarnir reköld sem berist hægt með straumi. En það eru líka Ijósir blettir í myrkrinu. Hér og hvar eru litlar sölubúðir sem halda sýningu á dóti sínu í dauflega lýstum gluggum. Þessir gluggar laða til sín skuggana, skína á þá, ylja þeim og koma þeim til að tala, pata höndum og brosa, næstum eins og þeir væru fólk. Fyrst og fremst á þetta við um litlu skuggana, barnsskuggana, skuggabörnin. Til eru lika mannabústaðir sem kosta því til að hafa Ijós í stöku glugga. Til dæmis eru tvö nokkuð björt ljósker yfir nafnskiltinu á Hótel Flore. Sennilega er matstaðurinn góði stoltur af sínu fína, franska nafni — nafni sem einhver dóni hefur þó klórað í með krít og breytt í hið miður fína: Flór! 222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.