Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 8
Tímarit Máls og menningar með sér atvinnuleysi og kjararýrnun. Verkefni sósíalista er hér að eggja til baráttu sem beinist gegn auðvaldinu. Umbótaflokkarnir gera hins vegar hið gagnstæða. Þeir keppast um að segja alþýðu manna að auðvaldskerfið geti verið mannúðlegra og betra. Þeir letja verkalýðinn að treysta á eigin mátt; nei, hann skal treysta á ríkisvaldið — beina kjarabaráttunni ofan í kjörkassann. í þessum skilningi eru umbótaflokkarnir, hvort sem þeir heita Alþýðubandalagið eða Alþýðuflokkurinn, hemill á vitundarþróun verkalýðs í byltingarsinnaða átt. Það er pólitískur geðklofningur að lýsa sig andsnúinn auðskipulagi en leggja jafnframt ofurkapp á að fá að stjórna því, en íslenskir sósíalistar hafa verið haldnir þessari sálsýki a.m.k. frá lýðveldisstofnun. Reyndar eru fylgjendur kapítalisma betur fallnir til að stjórna honum en andstæðingar hans, en mergur- inn málsins er sá, að slík iðja bæði byggir og elur á skaðlegum tálsýnum um möguleika umbótastefnu. Alþýðuflokksmenn boða nú harðvítug átök við Alþýðubandalagsmenn um verkalýðshreyfinguna. Á vissan hátt njóta þeir fyrrnefndu góðrar vígstöðu. Báðir aðilar eru sammála um að reka „ábyrga“ verkalýðsbaráttu, þ. e. taka fullt tillit til „getu atvinnuveganna". Einungis er deilt um það, hver sú geta er, og þar geta Alþýðuflokksmenn kvatt sér margfalt öflugri liðsauka frá opinberri hagsýslu. Hér skiptir þó meginmáli, að verkalýðshreyfingin er félagslega stein- dauð; á meðan er tómt mál að tala um sterk ítök sósíalista, heldur eru alþýðu- samtökin nú upplagður leikvöllur fyrir þingrteðislegan loddaraleik í prófkjöra- stíl, þar sem hin ýmsu borgaralegu öfl eru á heimavelli. í verkalýðshreyfingunni er þó að finna tilhneigingar í gagnstæða átt. Sem dæmi má nefna kröfur Verkamannasambandsins varðandi útflutningsbannið, en þar var hin endanlega viðmiðun ekki geta atvinnuveganna, heldur hags- munir verkamanna. Jafnframt hafa störf BSRB einkennst af sannara lýðræði og meiri fjöldavirkni en vani er í fjöldasamtökum, en einbeitrustu tilhneiging- arnar er þó að finna í svonefndri „órólegri deild“, sem vill treysta innviði hreyfingarinnar með auknu grunnlýðræði og láta af undanslætti í baráttunni við auðvaldið. Það er komið undir vexti þvílíkra strauma, hvort stéttasamvinna verður alráð innan íslenskrar verkalýðshreyfingar á næstu árum. Gegn kratískri umbótahyggju dugar lítt að tefla fram eilítið herskárri umbótahyggju. Það er ekki hægt að stytta sér leið til sósíalismans með brellum þingræðis og þjóðernisstefnu. Það verður að byggja á þeirri stéttarbaráttu sem á rætur í grunneiningum verkalýðsstéttarinnar, einkum vinnustöðum, og þróast áfram til samhæfðrar baráttu stéttarinnar, er heggur stöðugt markvissar að rótum auð- skipulagsins. Verkalýðsleiðtogar geta ekki tekið það ómak af stéttinni, né heldur þeir sem spranga um þingsali og álíta sig fara með umboð verkalýðsins í borg- aralegri pólitík. Gestur Guðmundsson. 230
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.