Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 134

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 134
Tímarit Máls og menningar skefjalausri nýlendukúgun 17. aldar, skuli athyglin ekki hafa beinst að þjáningum mannsins eða böli Einokunarverslunar- innar, heldur pínu og dauða Jesú Krists. Skáldin mæna grátandi á síðusár kross- hangans en æfikjör almennings snerta þá ekki nema sem mátuleg ráðning fyrir erfðasyndina og aðrar voðalegar syndir sem lénskirkjan átti á lager handa fólki. I auðvaldsþjóðfélaginu hefur kross- pynding Jesú vikið fyrir páskaegginu og fagnaðarerindi þess. Allt á að stefna í huggulegan smáborgaraskap og kvein- stafir verða ósmekklegir. „Keep smiling" er boðorðið, gretta sig í brosi. Að barma sér jafngildir yfirlýsingu um að maður sé heimskur: allir eiga að geta „komist áfram“. Sú hrcmming sem er leyfð er einkum sálfræðileg: ástarsorgir, mann- vonska, o. s. frv. Nú þegar kapítalisminn er rétt eina ferðina kominn á gjörgæslu, fer ekki hjá því að sjúkdómurinn birtist m. a. i sívax- andi gagnrýni á hið borgaralega samfélag. Stundum er að vísu eins og skipt hafi verið um á krossinum, verkamaðurinn hengdur upp í staðinn fyrir Jesú, eða kvenmaðurinn og alltaf á túr. Hver tími á sínagagnrýni, áherslur flytjast til og menn steyta ekki alltaf á sama steininum. Nú um stundir virðast persónulegar játningar ríkja, höfundurinn leggur sjálfan sig á borðið, bókstaflega eða tilbúinn. Með því að ljóstra upp um kröm sína kemur hann um leið höggi á samfélagið. „Almennt velsæmi" stendur eftir eins og upp- sprengdur peningaskápur og fækkar óð- um þeim tabúum sem ekki hefur verið flett ofan af. Eins og að líkum lætur eru púðurkell- 124 ingarnar misjafnlega öflugar, sumar hendir ófreskjan jafnvel á lofti og bryður sem vítamín. A síðustu flugeldasýningu var margt urn góða hvelli og af þeim ljós- um sem ennþá eru á lofti vildi ég nefna fyrstu bók Normu E. Samúelsdóttur: Næstsíðasta dag ársins. Undirtitill verks- ins er „Dagbók húsmóður í Breiðholti“, en í reynd virðist bókin vera skáldsaga um konu sem ætlar að halda dagbók. í upp- hafinu situr söguhetjan Elísabet ásamt manni sinum Degi, i tveggja daga pásu á Selfossi. Sumir fara i tvær vikur til Spánar, en þessi stundarfriður dugir Betu til að horfa úr fjarlægð á það lif sem hún annars er á kafi i og hún ákveður að halda dagbók á árinu sem fer i hönd: „A næsta ári ætla ég að skrifa dagbók um konu eins og mig mér til gagns og ánægju. Mér finnst ég hafa svo mikið að skrifa um.“ (12) Dagur og Beta eru verkafólk, foreldrar þriggja barna og hafa nýverið fest kaup á þriggja hérbergja íbúð i Breiðholti. Sem- sagt þrælvenjulegt fólk i þrældómi íslands i dag. Og eins og allt venjulegt fólk skera þau sig einhversstaðar úr, Beta þjáist af migreni, börnin hafa ofnæmi fyrir gerfi- efnum. En þar sem leiðir skilja með þeim og okkur hinum, er að frúin er siskrifandi: „Ef fólk svona almennt sæi hvað ég skrifa, að ég minnist nú ekki á Dag, þá . . . það er eins gott að setja skrifbókina hátt uppi skáp— fólk myndi sálgreina mig svo um munaði. Eg er einfær um það; til þess er leikurinn gerður!" (116) Samt er það ekki þessi skrifbók sem lesandinn hefur á milli handanna, heldur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.