Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 37
Hreyfing medal farandverkafólks áratugum. Ekki síst vegna þess að umræða og deilur um skipulagsmál innan hópsins stóðu i tvo mánuði áður en honum tókst að sameinast um þau fátæklegu lög sem fylgja með í þessu hefti. Athyglisvert er að bera þessa þróun saman við þær tilraunir sem gerðar hafa verið til að stofna baráttuhreyfingar meðal verkafólks, s. s. Baráttusamtök launafólks og tilraunir til að gera Rauða verkalýðseiningu að slíkum samtökum á sínum tíma, þær tilraunir hófust á deilum og rifrildi um skipulagsform og stefnumið, og svo hélt fram þar til enginn nennti lengur að rífast og tilraunin lognaðist út af án þess nokkur verkamaður eða kona hefði frétt af því að slík tilraun stæði yfir. Stofnun félags farandverkafólks í Danmörku og tilraunir til að koma á samtökum meðal íslensks farandverkafólks í öðrum löndum og hugmyndir hópsins um fjölþjóðlegt samstarf farandverkafólks og innfiytjenda, sem víða sæta nú vaxandi andspyrnu og kúgun vegna aukins atvinnuleysis og dýpkandi kreppu í þróuðu auðvaldslöndunum, verða einnig settar fram. Staða kröfu- gerðar farandverkafólks í dag er e. t. v. raunsannasti mælikvarðinn á árangur af starfi þessarar hreyfingar, en stöðu krafnanna verður að bera saman við aðrar þær kröfur sem verkalýðshreyfingin hefur fyrir nokkuð löngu sett fram og hvað þeim hefur miðað. Er skemmst frá því að segja, að þær kröfur sem verkalýðs- hreyfingin hefur sett fram fyrir hönd farandverkafólks standa alveg óbreyttar, þeim hefur ekkert þokað frekar en öðrum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Hins vegar hefur nú þegar náðst örlítill árangur í gegnum starf þeirrar nefndar sem skipuð var af félags- og heilbrigðismálaráðherra á sínum tíma og hefur það verkefni að kanna kjör og aðbúnað farandverkafólks, þar með talið erlent farandverkafólk, og gera tillögur til úrbóta. Má því þegar fullyrða að þeir félagar, sem með ríkisstjórnaraðild Alþýðubandalagsins fengu yfirstjórn félags- og heil- brigðismála í sínar hendur, hafi með aðstöðu sinni unnið farandverkafólki nokk- urt gagn, þó skoðanir séu skiptar innan hópsins um hvort ríkisstjórnaraðild Alþýðubandalagsins hafi heillavænleg áhrif á baráttu verkalýðsstéttarinnar í heild. I þeirri nefnd var reglugerð um verbúðahúsnæði rædd á fyrstu fundunum, en aðeins á almennum grundvelli, og áður en sú umræða nálgaðist ákveðin atriði var samþykkt í nefndinni að gera ýtarlega úttekt á öllu verbúðahúsnæði sem til er í landinu. Hefur fulltrúi frá Heilbrigðiseftirlitinu unnið að þessu verkefni, og fullvíst má telja að þessar upplýsingar, sem unnar eru mjög rækilega, munu verða vopn í höndum farandverkafólksins í framtíðinni, þar sem þær gefa möguleika á beinum tillögum um ákveðnar breytingar á ver- búðahúsnæði á einstökum stöðum og umræðum og samvinnu við verkalýðs- félög þar um þessi mál. 163
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.