Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 27
Ég + unglingaheimilið hafa það gott og skemmtilegt, en núna gekk ég með fullan vasann af pillum, allt „dáns“, og hakkaði í mig þennan viðbjóð afþví mér leið illa, hrikalega illa. Eg sofnaði auðvitað hér og þar af öllu þessu „dánsi“, en best fannst mér að éta pillur og drekka vín með, því þá mundi ég ekki neitt daginn eftir og gat talið mér trú um að fyrst minnið væri horfið og ég myndi ekki hvað ég hefði gert kvöldið áður þá hlyti allavega að hafa verið gaman. Það var best að hafa það þannig. Þrátt fyrir þetta pilluát stundaði ég vinnuna samviskusamlega, hefði ég ekki gert það hefði mér fundist ég vera að svíkja báða aðila, þau þurftu virkilega á mér að halda og mér fannst gott að finna það, einnig þurfti ég mikið á þeim að halda því okkur þótti mjög vænt hverju um annað. Vinnan var eini tíminn sem mér leið sæmilega — ég át aldrei pillur fyrren eftir vinnu. Það var engum nema mér að kenna þetta pilluát, ég át þær í flest skiptin ein. Skemmtistaðina stundaði ég með slæmri samvisku. Til hvers samkunduhús til að húkka einhvern blindfullan getulausan karlmann framkvæma tilgangslausar ófullnægjandi samfarir kannski bara þessa einu nótt kannski verður þessi eina nótt upphafið að fáránlegu ástarævintýri kannski verður þessi ókunni getulausi karlmaður faðir barnsins þíns Hver er tilgangurinn með þessum skrípaleik? Að hverju ertu að leita? Casanova eða Don Juan eða bara einhverjum sem er ekki blindfullur og getulaus? Góður vinur minn sem hefur haft lítið annað að gera síðustu árin en að sukka og ganga inn og útúr fangelsum komst að þessu pilluáti mínu, enda var ég ekkert sérstaklega að fela það og svoleiðis hlutir fara varla framhjá fólki sem hittir mann daglega í allavega ástandi. Jæjja, þessi maður bað mig um að snarhætta þessu. Eg hló bara að honum og rak útúr mér tunguna, fannst honum ekkert koma það við og síst af öllu hafa efni á því að skipta sér af því þar sem hann var ekkert betri sjálfur. 273
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.