Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 61
Unglingar í Reykjavík aldirnar. Ég lýsi því hvernig hlutverk fjölskyldunnar breytist með iðnvæðingu samfélagsins, hvernig hún verður neyslueining í stað þess að vera framleiðslueining, hvernig hún minnkar og breytist. Ég rek sem sagt í grófum dráttum sögu íslensku fjölskyld- unnar frá Ingólfi Arnarsyni til okkar tíma þar sem fjölskyldan er stöðugt meir í hlutverki hins óvirka móttakanda. Hins vegar lýsi ég svo fjölskyldunni í nútíma samfélagi, sam- skiptum unglinga og foreldra 1976, eins og þau birtust í könn- uninni. Það kom í ljós, sem ekki ætti að koma á óvart, að við- horf foreldra til barna sinna, skilningur á þörfum þeirra og hlýja hafa mikil áhrif á fjölskyldulífið. Ef foreldrar láta í ljós áhuga sinn og ást á börnunum verður fjölskyldan samhentari, eyðir meiri tíma í að tala saman og gera eitthvað saman og börnunum gengur betur í skólanum. Rannsóknin sýndi að þessir reykvísku unglingar búa við afar ólík uppvaxtarskilyrði og að það eru fyrst og fremst kjör fólks sem hafa áhrif á þetta. Island er stétt- skipt samfélag og það hefur áhrif á allt líf einstaklingsins, ekki síst uppeldið. I heild má segja, að rannsóknin hafi sýnt að þeir foreldrar sem höfðu einhverja framhaldsmenntun að baki eða höfðu komið sér vel fyrir í lífinu höfðu að jafnaði undirbúið börn sín betur fyrir það skólanám og þá samkeppni sem beið þeirra. Þessir unglingar bjuggu oftar með báðum foreldrum, höfðu betra húsrými og höfðu mun oftar langskólanám í hyggju en ungl- ingar úr verkamannastétt. Sömuleiðis gerðu foreldrar úr fyrrnefnda hópnum meira af því að útskýra hlutina fyrir börn- um sínum og tala við þau um vandamál þeirra. Hér er alls ekki verið að segja, að foreldrar úr verkamannastétt séu verri foreldr- ar en hinir. Niðurstöðurnar styðja öllu fremur þá staðreynd, að það þarf tíma og orku aflögu til að sinna börnunum. Sömuleiðis er hæfileikinn til að tjá sig munnlega og áhersla á langskólanám uppeldisatriði, sem koma betur til móts við kröfur og væntingar skólakerfisins, vinnumarkaðarins og hins ríkjandi lífsmynsturs í þessu samfélagi en reynsluheimur barna úr verkamannastétt yfirleitt gerir. En um hvað skrifar Hugo? Hugo Skólann, tengsl fjölskyldu, skóla og samfélags. Ég reyni m. a. að 307
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.