Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 84
Tímarit Máls og menningar vægasti þátturinn í uppeldinu. Kynlíf vildi óhjákvæmilega leiða til barneigna og til þess að sjá fyrir konu og börnum þurftu menn að eiga eitthvað til, a.m.k. nokkrar rollur og helst jarðnæði ef vel átti að vera. Fátækir vinnumenn náðu því marki seint eða aldrei og margir bænda- synir ekki fyrr en tiltölulega seint á ævinni, þeim veitti því ekki af ærlegri bælingu til að hafa hemil á náttúrunni. Selmatseljan Þessi saga er í 5—6 gerðum, söguþráður í öllum megindráttum sá sami. Bóndadóttir/prestsdóttir er selráðskona á sumrum, kemst þar í kynni við fríðan og fallegan huldumann og verður ástfangin af honum. Þar kemur að heimafólki sýnist hún þykkna grunsamlega undir belti, hún neitar öllu slíku, er oftlega höfuðsetin og vöktuð en tekst engu að síður að fæða barnið án þess að nokkur verði var við, annaðhvort úti á víðavangi eða í selinu. Huldumaðurinn kemur henni til hjálpar, situr yfir henni og tekur barnið með sér svo ekkert sannast á stúlkuna. Hún kemst þó ekki framar í selið og innan skamms er reynt að gifta hana einhverjum mennskum manni. Hún þráast við í lengstu lög, biður um frest, þverneitar, er þetta sárnauðugt, o.s.frv. Stundum hefur hún lofað að bíða huldumannsins einhvern tíma, oftar ekkert á það minnst, en alltaf verður hún að láta undan að lokum, setur þá það skilyrði að eiginmaðurinn taki aldrei vetrarmenn né lofi ókunnugum mönnum að gista án hennar leyfis. Hann gengur að því. Svo líður tíminn, hjóna- bandið er friðsamt, hún er góð við manninn og hann við hana en enginn maður sér hana glaða. Loks kemur að því að tveir menn beiðast gisting- ar eða veturvistar, bóndi segist verða að spyrja húsfreyju en er þá hæddur fyrir að búa við konuríki, hvað hann ekki þolir og tekur við mönnunum. Konan bregst illa við; af því eru ýmsar útgáfur en alltaf forðast hún gestina, talar ekki við þá, sér þá jafnvel ekki allan veturinn. Fyrr eða seinna kemur þó að því að bóndi hennar þvingar hana til að hitta þá, jafnvel kveðja þá með kossi eða eitthvað þ.h. Þá fallast þau í faðma, eldri maðurinn og húsfreyja, og springa bæði af harmi. Einhver ijóstrar þá upp leyndarmáli konunnar og að þetta hafi verið huldumað- urinn að vitja unnustunnar með son þeirra með sér. Þessi saga fellur engan veginn að ævintýramynstrinu, enda harmsaga en ekki ævintýr. Hér er stillt upp sem andstæðum áifheimum og mannheimum, selinu og sveitinni, frelsinu og föðurvaldinu. I selinu ræður stúlkan sér sjálf, þar velur hún sér ástmann, þar er hamingjan, 330
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.