Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 121
Umsagnir um bœkur Mömmu Döggu gengur ekki eins vel og Döggu að laga sig að lífsháttum fólksins á Brekku þegar hún kemur af sjúkrahúsinu og þolir illa óreiðuna og framkomu barnanna. En þó að það séu ættingjar Döggu á Breiðuvík sem eru hreinlætispostular er höfundi umhugað að sýna fram á að Brekkubúar séu engir sóðar. Tvisvar eru gerðar rækilegar til- tektir og allir vinna saman þannig að hreingerningarnar verða mjög skemmti- legar. Höfundur virðist ætla að láta fullt jafnrétti ríkja á Brekku, en það tekst þó engan veginn. Mamma og amma bera hita og þunga heimilisverkanna og alla ábyrgðina. Þótt hreingerningin, hundr- að stykkja herferðin, sé undir stjórn pabba er hún greinilega gerð fyrir mömmu! Þessar misheppnuðu jafnrétt- istilhneigingar sjást best ef litið er á krakkana Femu og Fannar. Það kemur fram að Fannar er duglegri í elda- mennskunni en Fema (bls.103). Henni finnst „ekkert sérstaklega gaman að elda mat“, hún vill „miklu heldur taka til á verkstæðinu hans pabba“ (bls.104). Ekki fást við verkfæri og vélar heldur taka til kringum karlmennina. Brekka er eiginlega paradís á jörðu. Húsið með öllum sínum skúmaskotum og garðinum umhverfis er ævintýralegt. Þar dvelur Dagga líka í góðu yfirlæti og dafnar vel. Undir regnboganum segir því frá barni sem er sent til Reykjavíkur til að mannast. Hefðin í barnabókum er hins vegar sú, að vandræðabörn eru send í sveit þar sem þau verða að mestu sómakrökkum. Þessi tilbreyting er skemmtileg en ekki nógu sannfærandi, þar sem umhverfi Brekku líkist meira sveit en borg. Það er greinilegt að höfundur vill að tekið sé fullt tillit til óska og þarfa barna. Gamla fólkið gleymist heldur ekki. Það á sín vandamál og hefur sínar tilfinningar sem ber að virða, sbr. sam- band Dagnýjar ömmu og Runka. Þessar tvær sögur, Lyklabarn og Undir regnboganum, eru að mörgu leyti líkar. Höfundar þeirra virðast báð- ir ætla sér að skrifa sögur sem eigi sér stoð í veruleikanum. Báðir bera þeir hag barna fyrir brjósti og eru uggandi um framtíð þeirra í heimi þar sem ekkert pláss er ætlað þeim. Þetta er kannski ekki að undra, þegar haft er í huga að báðar eru bækurnar sendar í samkeppni um verðlaunabækur á barnaári. Þær fjalla báðar um vandamál sem margir hafa allt of lengi reynt að leiða hjá sér, þ. e. samband foreldra og barna og rétt barnanna. Hins vegar er í hvorugri bók- inni reynt að grafast fyrir um rætur vandans en skuldinni skellt á einstakl- inga, sem verða allt að því illmenni í sögunum. I Undir regnboganum er það Krist- björg, föðuramma Döggu, sem virðist uppspretta alls ills í sögunni. Hún er áreiðanlega myndarhúsmóðir og hefur mótað Birnu, tengdadóttur sína, eftir sínum skoðunum. En hvers vegna verða þær þessar „hryllilegu fyrirmyndarhús- mæður“? Því reynir höfundur ekki að svara, en ætli ástæðan sé ekki sú að þetta er eini vettvangur þeirra til skapandi starfs og eina von um viðurkenningu í starfi (sjá bls. 88 og 90—91). Boðskapur beggja bókanna er að mannlegar tilfinningar skipti meira máli en allt annað. Ast á og eftirsókn eftir dauðum hlutum, ásamt endalausri bar- áttu við ryk og skít, þarf að ryðja úr vegi svo að tilfinningar fólks fái notið sín. Þema og boðskapur beggja bók- anna er því hinn sami, en stíll og frá- sagnarháttur ólíkur. 367
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.