Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 73
Bókmenntagagnrýni dagblaðanna baráttubók" fyrir rétti þeirra sem í annarra óþökk er kippt út úr „hinu hæfa og afkastamikla kapítalíska þjóðfélagi sem við búum í. . Illugi Jökulsson (Tíminn 13. des.) leggur áherslu á „ákaflega fallegt mál og vandað — engan veginn hástemmt, vel að merkja . . en ræðir líka um „innsæi“ í „þröngan heim sjúkrahússins og inn í enn þrengri heim konunnar Sigrúnar.“ Gunn- laugur Astgeirsson (Helgarpósturinn 11. des.) segir bókina snerta lesanda „vegna þess að hún fjallar af innsæi um raunverulegt fólk í aðstæðum sem engum eru óviðkomandi." Rannveig G. Ágústsdóttir (DV 29. des.) tekur í svipaðan streng, segir bókina fletta ofan af ýmsum vandamálum og gera þau deginum ljósari. Ætla mætti að ritdómarar færu nánar út í það sem þeim finnst öðru fremur bera uppi verkið. Því fer þó stundum fjarri. Illugi segir ekki orð til viðbótar þeim sem vitnað var til um mál og stíl verksins, þó hann lofi þetta umfram annað. Jóhanna hefur hins vegar eftirfarandi orð um aðal verksins, þ. e. stílinn: Bók Fríðu hefur marga kosti. Hún er ákaflega vel skrifuð, höfundur hefur frábært vald á máli og skrifar eðlileg samtöl, prýðilegar eru lýsingar hennar á vanlíðan Sigrúnar og þó sérstaklega á samskiptum sjúklinganna innbyrðis. Allt eru þetta beinar fullyrðingar, enga frekari lýsingu á stílnum er að finna, hvað þá að tekin séu dæmi úr textanum. Lesandi hefur sem sagt ekkert að styðjast við, hann verður bara að gjöra svo vel að trúa gagnrýn- andanum. Við sjáum raunar í þessum tilfellum hversu varasamt slíkt getur verið, því orð Illuga og Jóhönnu um stíl verksins geta virkað beinlínis villandi svona ein sér og óstudd dæmum og frekari umfjöllun. Fullyrðingar um mál sem er „engan veginn hástemmt“ og stíl sem er „léttur og fyrirhafn- arlaus" geta gefið alranga hugmynd um texta sem á köflum er töluvert hátíðlegur (sjá t. d. bls. 30, 33) og má iðulega teljast ljóðrænn prósi. Nægir að nefna upphafslínur verksins: Hún beið. Augnablikið umlukti þau. Varð endalaust eins og eilífðin þar sem þau stóðu á þessum hvíta, langa gangi. (5) I stuttum ritdómi minnist Jóhanna á góðar viðtökur fyrstu bókar höfundar, rekur framþróun sögunnar, ræðir um hversu ótrúlegt henni þyki framferði læknanna í sögunni og segir svo að henni þyki aðalbrotalöm sögunnar vera „kenningin um að sjúkleikann megi rekja til erfiðleika í hjónabandinu“ og telur þessa móðursýkislausn ósannfærandi. Jóhanna álít- ur semsé skoðun söguhöfundar falla að áliti læknanna, en það samræmist afar illa allri hneigð sögunnar, sem beinist ótvírætt gegn læknunum. Ekki er ólíklegt að Rannveig hafi þetta í huga er hún skrifar sinn ritdóm: „Það 439
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.