Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 116
Tímarit Máls og menningar tagi, þá fer allt að snúast í höfðinu á manni. „Huggerðirnar“ (bls. 247) fá á sig álfamyndir með ákveðna „lífslengd“ (bls. 41). Þær hafa „umskiptanleika“ (bls. 255) eða „staðkvæmd" (bls. 255); þær „um- formast" (bls. 241) og eru ýmist „eins- leitar" (bls. 255), „misleitar“ (bls. 255) eða undirleitar og stíga „formvals" (bls. 28) eða jafnvel „vöruvalsfrelsi“ (bls. 48). Rangfarslur. Mér finnst alltaf leiðinlegt að verja borgaralega hagfræði, en Birgir er slíkt ofstopamenni í gagnrýni sinni að hjá því verður ekki komist. Það gladdi mig að vísu að sjá að Birgir hefur gert sér grein fyrir nauðsyn þess að gagnrýna ný- klassíska hagfræði og bendir réttilega á tengsl þessarra kenninga við frjálshyggjuna. Hjá honum verður frjálshyggjan aftur á móti að einhvers konar samheiti sem ekki nær bara yfir hugmyndir Olafs Björnssonar, Jónasar Haralz, Gunnars Thoroddsens, Fried- mans, von Haycks og Thatchers, held- ur einnig yfir hugmyndir allra tals- manna markaðsskipulagsins. John Locke, sem verður næsta óþekkjanlegur í meðförum Birgis, Adam Smith, Keynes og jafnvel Galbraith virðast lenda í þessum hóp. Malthus, sem vesa- lings Keynes leit á sem upphafsmann margra þeirra hugmynda sem í dag kall- ast keynesismi, verður að helsta tals- manni frjálshyggjunnar, en J.S. Mill er dreginn fram á sviðið og gerður öllum á óvart að „fyrirrennara keynesismans“ (bls. 200). Aumingja Sókrates virðist dæmdur í frjálshyggjuhópinn, en læri- sveinn hans og málpípa, Plató, sleppur. Sósíaldemókratískur keynesisti eins og Gylfi Þ. Gíslason verður hvorki meira né minna en einn helsti talsmaður frjáls- hyggjunnar á íslandi. Og ef ég hef skilið Birgi rétt, þá eru það ekki bara Tómas Arnason og Framsóknarmenn sem eiga það á hættu að verða dæmdir í frjáls- hyggjuhópinn. Lúðvík Jósepsson, sem lengi hefur talað gegn þjóðnýtingum, — og var reyndar einnig sá viðskipta- ráðherra sem gerði fríverslunarsamning- inn við EBE—, nýklassisti eins og Ragnar Arnason og fleiri Alþýðubanda- lagsmenn eru hætt staddir. Eg er ekki viss um hvort ég yrði dæmdur í frjáls- hyggjuhóp Birgis en ljóst er að Karl Marx, einkum í hinni frægu ræðu um frjálsa verslun — Rede úber die Frage des Freihandels — hreinlega heimtar að lenda í frjálshyggjuhóp Birgis. Látum nú þetta vera og snúum okkur að gagnrýni Birgis á nýklassíska hag- fræði. Til að útskýra þessi mál er best að byrja á að útskýra hvernig franski hag- fræðingurinn Leon Walras hugsaði sér markaðsskipulagið. Walras nefndi helst dæmi af verðbréfamörkuðum en betra dæmi eru markaðir eins og þeir sem haldnir voru til forna einu sinni eða tvisvar á ári. Fólk kom á þessa markaði með þær vörur sem það ætlaði að selja og síðan var skipt á þessum vörum þangað til menn höfðu fengið það sem þeir vildu og höfðu efni á. Enski hag- fræðingurinn Joan Robinson telur reyndar að besta dæmið um walrasískan markað sé það sem skeður í stríðsfanga- búðum þegar sending kemur frá Rauða krossinum. Eins og gengur þá þykir einum góðar rúsínur en öðrum súkkulaði, einn reykir og annar ekki. Það á sér því stað vöruskiptaverslun þar sem fangarnir skipta á innihaldi pakkanna. Ef einhver á eitthvað, t.d. rúsínur, sem hann vill síður en t.d. súkkulaði sem einhver annar býður fyrir rúsínurnar, nú þá skipta þeir og 482
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.