Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 95
Umsagnir um bœkur sem fórust í hinu hryllilega og ástæðu- lausa slysi. Sögumaður segist í lokin vona að sín saga hafi orðið öðruvísi en aðrar sögur af Selatöngum og sýni öfugt við þær að „öll séum við einsdæmi." (168) Hann fordæmir líka fegrandi frá- sagnir af Selatöngum, frásagnir sem stefna frá upphafi að niðurstöðunni: „einu sinni var gleðibragur yfir litlum plássum.“ (159) Honum er í mun að draga upp einlæga mynd af Selatöngum og vinum sínum þar, sbr. tilvitnun hér að ofan (Eg hef gert það sem í mínu valdi stóð. . .). En svo er það hvernig til tekst. Egill og fólkib á Selatöngum Egill fer frá Selatöngum í Mennta- skólann á Akureyri u. þ. b. 16 ára gamall og á ekki afturkvæmt. Hann er barn og unglingur ár sín á Selatöngum og sjónar- horn hans takmarkast af því. Frásögn hans er sjálfhverf, hann er miðpunktur sögu sinnar eins og maður er á þessu tímaskeiði ævinnar. Fullorðna fólkið á Selatöngum og líf þess er bara til kring- um þroskaferil Egils sjálfs og skiptir hann ekki meginmáli af því að þeir fullorðnu grípa ekki inn í líf hans á afgerandi eða óþægilegan hátt. Egill spyr ekki gagnrýninna spurninga, frekar en önnur börn og unglingar, yfirborð þorpslífsins dugir honum fullkomlega. Við fáum fjörugar lýsingar á deilum þorpsbúa um trúmál, pólitík og bók- menntir og spírafylliríið mikla er dill- andi skemmtilegt. Sömuleiðis stéttabar- áttan í frystihúsinu. Hinar dekkri hliðar lífsins í litlum plássum koma lítið fram s. s. baktal, öfund, geðveiki, grimmd og stöðug þörfin fyrir blóraböggla, en Egill sér þessu andliti þorpsins bregða fyrir í aðförinni að Fúsa með nefið. Fúsi biður þorpsbúum bölbæna og óttinn sem gríp- ur Egil tengist bæði formælingunum og tilefni þeirra, grimmd þorpsbúa. Að öðru leyti veitist Agli létt að víkja vand- ræðum þorpsbúa frá sér. Konurnar sem hann umgengst eru traustir og stæðilegir kvenskörungar eins og móðirin, Beta og Inger. Færri orðum er hins vegar farið um konur eins og Laugu hans Kela kokks, sem fær eftirvinnu í frystihúsinu út á það að Drési verkstjóri fer „upp á hana inni í kassageymslu." (144) Og hvaða stöðu í þorpinu hefur „Lauga neðrikoja“, sem svo er kölluð af því að hún stundaði skip? . . . (70) Egill hlustar opinmynntur á gáfu- mannafélag þorpsins þenja sig í skúrnum hjá Tóta frænda — en hann hlustar ekki á það sem karlarnir tuldra lágmæltir við Hildi, móður hans, þegar þeir eru búnir að vera gáfaðir hjá Tóta. (124) Og hvernig skyldi sambandi þeirra Kjartans og Tóta vera háttað? Hver er Tóti frændi — ef út í það er farið. Egill elskar og dáir Tóta frænda sinn mjög. Tvisvar er samskiptum þeirra lýst af svo mikilli næmi, svo fallega, að það er engu líkt. Þetta er þegar Egill leitar til Tóta yfirkominn af sinni fyrstu ástar- sorg (110) og þegar móðirin deyr (129 — 130). En þessar tvær lýsingar eru und- antekningar — að öðru leyti kemur Tóti fram eins og nokkurs konar „gúrú“ sem talar í upphöfnum orðskviðum sem Eg- ill vitnar til í tíma og ótíma: Pólitíkin, sagði frændi, hún er allt- af eins því miður. Hún lýtur sínum eigin lögmálum. Samt held ég að þeir sem þykjast yfir hana hafnir séu miklu ómerkilegri en allir flokkar til samans." (120) 445
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.