Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 47
Krafa um afnám skóla — Aðrar menntaleiðir nýjasta sem hefur verið skrifað og gefið út um efnið hér á landi. Þar segir m.a.: Alhæfingunum er erfitt að kyngja. . . En það sem dregur mann áfram í lestri bóka þeirra afskólunarmanna er þetta: Hvað kemur þá í staðinn? Og þá fer vart hjá því að manni finnist botninn verða eftir í Borgarfirðinum. Og síðar segir: Ef skólaskylda og skólar eru lögð niður verða það þá ekki enn frekar en nú hinir ríku sem njóta góðs af? A fjölskyldan að sjá um menntun? Er hún oft ekki gerræðislegri en nokkur skóli? Er þetta ekki stórt spor aftur á bak? Slíkar spurningar vakna óneitanlega þegar þessu máli öllu er velt fyrir sér. En verður hægt að svara þeim fyrr en afskólun hefur verið reynd? Eg held ekki.1 Sjálfur held ég að unnt sé að gera sér nokkra hugmynd um svör við slíkum spurningum án þess að bíða eftir því að skólinn syngi sitt síðasta, t. d. með eigin athugunum og með því að kynna sér athuganir, rannsóknir og tillögur annarra. Að loknum lestri greinarinnar verður lesandinn væntanlega fær um að mynda sér eigin skoðanir á því hvort um óljósan afturhaldsboð- skap eða skýr lausnarorð nýrra tíma er að ræða. Brugdist við breyttum uppeldisskilyrðum: Paul Goodman. Þegar um og eftir 1960 byrja menn í Bandaríkjunum að spyrja áleitnari spurninga um gildi og áhrif skólagöngu en áður hafði tíðkast. Þær fara að beinast að sjálfum grundvelli skólanáms og réttmæti skólaskyldu og langrar skólagöngu yfirleitt. Vantrúin beinist bæði að gildi hennar fyrir einstakl- inginn og samfélagið. Þegar árið 1956 gaf félagsfræðingurinn Paul Good- man út bókina Growing up Absurd sem sumir telja eins konar upphaf nútíma skólagagnrýni. Þar lýsir höfundurinn uppvaxtarskilyrðum í iðnað- ar- og neyslusamfélagi af svo skörpum skilningi að það markaði tímamót. Hann greinir hversu torvelt er fyrir ungu kynslóðina að leita þroska og taka á sig ábyrgð sem fullorðnar manneskjur. Að áliti Goodman á skólinn t. d. þátt í að skapa aðgerðarlitla og ósjálfstæða einstaklinga og vekja með þeim firringartilfinningu. Eins og fleiri félagsfræðingar á þessum tíma tók Good- man eftir að fjöldi þeirra, sem gáfust upp og hættu skólanámi, var mikill og vaxandi og bilið breitt milli þess fagurgala sem einkenndi opinberar stefnu- yfirlýsingar í skólamálum og þess sem gerðist í raun innan skólaveggjanna. Eins og vænta mátti reyndist flestum erfitt að skilja hina nýju hrópendur á vettvangi félags- og mannfræða. I aðalriti Paul Goodman um skóla og menntun, Compulsory Miseducation, sem kom fyrst út 1962, lýsir hann 397
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.