Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 9
Gunnar Harðarson Trönurnar fljúga LJm bókagerð íslenskra myndlistarmanna I fyrstu bók Sigurðar Pálssonar, Ijóð vega salt, er kafli sem ber yfirskriftina „örstyttur“. Þar er meðal annars að finna eftirfarandi texta: taka hvíta dúfu undir áhrifum svefnlyfja. halda á henni í lófunum, hausinn veltur til þegar fingurnir reisa hann upp til þess að skoða hann. skilja hana svo eftir á gangstéttinni í fyrstu snjókomu haustsins. þegar alhvítt er orðið og frostið harðnandi, þá sést ekki hvar dúfan liggur í hvítri breiðunni. síðan fara áhrif svefnlyfsins minnkandi og loks rankar hún við sér og flýgur upp úr hvítri breiðunni og fyrir skemmstu hætt að snjóa.1 Hætt er við að margur mundi ekki hika við að kalla þennan texta forskrift að gjörningi (performans) eða viðburði (event) og flokka til myndlistar fremur en kalla hann ljóð í viðteknum skilningi. Atburðurinn sjálfur og myndrænir eiginleikar hans eru hér augsýnilega í fyrirrúmi en ekki stíllinn, og engin tilraun er gerð til þess að beita líkingum eða myndhverfingum né leika á merkingu orða svo sem títt er í ljóðlist. Hvort ber þá heldur að skoða þennan texta sem myndlist eða ljóðlist? Því er til að svara, að á síðustu áratugum hafa mörk listgreina orðið á ýmsan hátt óljósari en fyrr. Upp hafa sprottið ný afbrigði listsköpunar sem liggja á mörkum viðtekinna listgreina. Dæmi um þetta er einmitt gjörningurinn svokallaði sem er á mörkum leik- listar og myndlistar en er þó jafnan talinn til hinnar síðarnefndu. En það eru ekki einungis ný afbrigði listsköpunar sem hér eiga í hlut, heldur geta jafnvel viðteknar listgreinar leynt á sér svo sem textinn hér að ofan ber vitni um. Sumir hafa gengið svo langt að tala ekki um margar, sjálfstæðar listgreinar, heldur aðeins um eina skapandi listgrein sem beinist í fjölmarga mismunandi farvegi. Nýlistin svokallaða er samkvæmt þessu ekki aðeins nýstefna á einu sviði eða í einni grein listar, heldur felur hún í sér allt aðra heildarhugmynd um list og listsköpun en menn eiga að venjast. Það er í sjálfu sér ekkert nýmæli að skáld dragi teikningu á blað eða að myndlistar- maður yrki ljóð. Mörk listgreinanna hafa alltaf verið ótvíræð eftir sem áður. En sé alls ekki ljóst hvort skáldið hafi verið að yrkja ljóð eða skapa myndlist horfir málið öðruvísi við og hefðbundnar skilgreiningar missa marks. En skáldin eru ekki ein um að henda gaman að hrekklausum lesendum. Mynd- 143
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.