Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar þeirra, en ekki eitthvað altækt. Þótt ég sé ekki mikill ítölskumaður þykist ég viss um að ítalskan sé alveg ótvíræð um þetta: ef Eco hefði meint „einstaklingsinnsæi“ hefði hann sagt „l’intuizione dell’individuo“, ekki „dell’individuale" sem er lýsingarorð og merkir „hið einstaka“. Lítum á eftirfarandi kafla í íslensku þýðingunni, þar sem Vilhjálmur af Baskerville er búinn að segja Adso undan og ofan af hugmyndum Rogers Bacon um „nýja mannlega guðfræði sem er náttúruheimspekin og hvíti- galdur“ og Adso spyr hverju Vilhjálmur trúi sjálfur: Eg hef átt fjölmargar samræður [,,í Oxford", vantar í þýðinguna] við vin minn Vilhjálm af Ockham sem er nú í Avignon. Hann hefur sáð efasemdum í hug mér. Vegna þess að sé einstaklingsinnsæið eitt rétt þá er staðreyndin sú að erfitt er að sanna þá fullyrðingu að sömu orsakir hafi samskonar afleiðingar. Sami hluturinn getur ýmist verið heitur eða kaldur, sætur eða beiskur, rakur eða þurr, á einum stað þetta — á hinum staðnum hitt. Hvernig get ég fundið allsherjartengslin sem raða öllum hlutum í kerfi ef ég get ekki lyft fingri án þess að skapa óendanlegan fjölda af nýjum þáttum þar sem slík hreyfing breytir öllum afstæð- um milli fingurs míns og allra annarra hluta? Afstöðurnar eru eini mátinn til þess að hugur minn geti metið tengslin milli einstakra þátta, en hvar fæst trygging fyrir því að þessi máti sé algildur og varanlegur? (194) Eins og fyrri helmingur þessa kafla stendur í íslensku þýðingunni — og þetta á raunar við um öll orðaskiptin þar sem „einstaklingsinnsæi" kemur við sögu — liggur beinast við að túlka hann sem svo að hver maður sé fjötraður við sína einstaklingsbundnu upplifun. Málið um allsherjartengslin sem á eftir kemur hlýtur maður að reyna að skilja á þá leið að vegna þess að upp- lifunin sé einstaklingsbundin sé það orðin ráðgáta hvernig þekking á algildum lögmálum er hugsanleg. Þessi túlkun passar þó illa við framhaldið og heildar- útkoman er því fremur grautarleg hugsun. En ekkert var Ockham fjær. I þessum kafla og framhaldinu er í raun verið að setja fram skoðanir Ock- hams á orsökum og afleiðingum og vísindalegri þekkingu, og sýna hvernig þær eru rökrétt afleiðing af kenningu hans um beina skynjun á einstökum hlutum sem hornstein allrar þekkingar. Hvernig eru vísindi sem eiga að vera traust þekking á algildum lögmálum yfirleitt möguleg, ef hin eina trausta þekking er bein skynjun á hinu einstaka? Hvernig getum við fullyrt eitthvað um að eitt orsaki annað, þegar beinar skynjanir á hinu einstaka eru allt sem við höfum til að byggja á og orsökun sem slík getur bersýnilega aldrei verið gefin í beinni skynjun? Aðeins í ljósi reynslunnar, segir Ockham: við hljótum að gefa okkur að líkir hlutir hafi líkar afleiðingar eða eins og Vilhjálmur af Baskerville orðar það, „sama þykkt glers hlýtur að jafngilda [þ. e. „svara til“] sama styrkleika sjónar" (194). En ólíkt því sem flestir á undan honum og margir á eftir honum hafa trúað, taldi Ockham að staðhæf- 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.