Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 31
Ilmur af nafni rósarinnar að hið altæka megi leggja að jöfnu við tegund og fylkingu og líka við eðli hlutanna: að vera maður — sem er tegundarheiti — er það sem Sókratesi, Xanþippu, Jóni og Gunnu er sameiginlegt; að vera dýr — sem er fylkingar- heiti — er hið sameiginlega með manninum, asnanum og ljóninu (og þar með sameiginlegt öllum einstaklingum þessara tegunda). Ennfremur er eiginleikinn að vera maður eðli Sókratesar, sem til að mynda geðprýði hans eða ófríðleiki eru ekki. Þetta hefur þá afleiðingu meðal annarra að vísindaleg þekking er þekking á tegundum og fylkingum og sambandi þeirra og sú þekking er jafnframt þekking á eðli hlutanna. Þar með er ljóst orðið að tegund og fylking eru ekki bara einhver flokkunarfræðihugtök, heldur skipa þau þann virðulega sess að vera hugtök um það sem öll þekking er þekk- ing á. Um leið og maður fer að velta því frekar fyrir sér hvað tegundir og fylk- ingar séu vakna ýmsar spurningar sem ekki er auðsvarað. A til dæmis að skilja það alveg bókstaflega þegar sagt er að „að vera maður“ sé sameiginlegt- öllum einstaklingunum sem undir tegundina falla? Ef svarað er játandi, þá fylgir að einn og sami hluturinn er bæði í Sókratesi og Xanþippu í bókstaf- legum skilningi. Því hefur mörgum fundist erfitt að kyngja: hvernig getur einn og sami hluturinn verið víða? En ef ekki í bókstaflegum skilningi, í hvaða skilningi þá? Eitt svar er að í rauninni sé Sókratesi og Xanþippu sjálfum ekkert sameiginlegt, heldur sé hið sameiginlega í hugsun okkar um þau (og aðra menn): þegar við hugsum um manninn almennt eða um Sókrates og Xanþippu sem menn, þá er altækt hugtak, hugtakið „maður“, virkt í hugum okkar. Hið altæka býr sem sé í hugsun vitsmunavera og hvergi annars staðar. En ef svo er og ef hið altæka er viðfang þekkingarinn- ar, hvernig má þá vera að viðföng þekkingar okkar búi alls ekki í hlutunum sjálfum sem þekkingin virðist vera þekking á, heldur séu þau bara fyrirbæri í huga okkar sjálfra án samsvörunar í ytri veruleika? Hvernig má það vera að þegar ég segi að Sókrates sé maður og Platón sé maður, og segi þetta satt, þá eigi hugtakið sem ég felli þá báða undir sér enga samsvörun í Sókratesi og Platóni sjálfum? Heimspekingar á borð við Porfýríus, Boetíus og Abelard sem aðhylltust í höfuðatriðum rökfræði Aristótelesar, eða tóku hana í arf, rökræddu spurn- ingar af þessu tagi. I Isagoge greinir Porfýríus þrjár slíkar spurningar, sem ekki verða tíundaðar hér. I ritskýringu sinni á ritskýringu Boetíusar bætir Abelard við fjórðu spurningunni, sem hann reyndar gefur í skyn að Porfýríus kunni að hafa haft sjálfur í huga á einum stað þar sem orðalag er óljóst. Spurning Abelards er á þá leið „. . .hvort til verði að vera einhverjir hlutir sem undir fylkingu og tegund falla eða hvort vera megi að jafnvel þegar hlutirnir sjálfir sem vísað er til eru forgengnir þá fylgi enn eitthvað 165
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.