Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 6
Tímarit Máls og menningar að velta vöngum vítt og breitt, einsog um það hvort engin takmörk séu á því að útlendir sjóðir styrki útgáfu á þýddum bókum frá Islandi. Ekki er því að neita að mörg stór mistök urðu við þýðingu og útgáfu þessarar bókar á norsku, svo jafnvel mætti tala um fúsk, og þetta sýnir Helga skilmerkilega frammá í sinni grein. Það er í rauninni ekkert vafamál að þegar slíkar villur eru gerðar, þá er nauðsynlegt að vekja athygli þeirra sem málið er skylt á þeim. Spurningin er hinsvegar hvernig það er gert. Lengd greinarinnar, hin gífurlega vinna sem hlýtur að hafa farið í þessa rannsókn, og öll stóryrðin, vekja nokkra furðu. Hver getur verið ætlunin með því að birta grein uppá samtals þrjátíu og sjö síður með smáu letri um þessa norsku útgáfu, í íslensku tímariti? Nú er ljóst að sá sem hefur ekki tök á að kynnast bók einsog Leigjandanum nema í lélegri þýðingu mun fara á mis við ýmsa af kostum hennar og þar af leiðandi meta hana rangt. Að vekja athygli þeirra sem hafa neyðst til að vanmeta verkið á því hvernig málið er í pottinn búið verður að teljast gustuka- verk. En hitt liggur svo í augum uppi að þetta getur ómögulega hafa verið tilgangur Helgu, því slíkir lesendur hafa enga hugmynd um það sem skrifað er í íslensk tímarit. Einu útlendingarnir sem fylgjast með því eru líklega þýðand- inn sjálfur og kollegar hans. Annar tilgangur getur verið sá að gera ívar Eskeland, sem þýddi bókina, ærulausan hér á landi, og má mikið vera ef það hefur ekki tekist. Eg á bágt með að ímynda mér að Helga Kress trúi því að ætlan þýðandans hafi beinlínis verið að fremja skemmdarverk; eyðileggja orðstír Svövu Jakobsdóttur og íslenskra nútímabókmennta. En hvað ætli hún eigi þá við með orðum einsog þessum: „Þýðendur njóta þess sem höfundar gjalda, að ísland er lítið málsamfélag." Hvernig njóta þýðendur þess? Telur Helga að þýðendur hafi einhvern hag af því að gefa út rangar og villandi þýðingar á íslenskum bókmenntum? Ég held þeir gætu ómögulega notið þess, nema þeir gengju til verksins af ein- skærri illgirni. Og fyrirgefið mér ef ég er svona bláeygur; það getur ómögu- lega verið af illkvittni í garð þjóðarinnar sem menn leggja á sig að læra okkar fáheyrða tungumál og kynna menningu okkar í öðrum löndum. Kannski held- ur Helga að vegna þess að enginn geti þefað uppi hroðvirknina álíti þýðendur það vera fljóttekinn hagnað að snara úr íslensku, en ég hélt að öllum væri ljóst að ætli einhver sér að græða á því að þýða bækur og gefa þær út mun hann ekki velja sér íslenskar nútímaskáldsögur, og eru þær þó ekki verri fyrir það. Það er varla nema dónaskapur að gefa eitthvað þessu líkt í skyn; ég er hræddur um að margir yrðu langleitir hérna uppá íslandi ef það fréttist að t. d. Samar og Grænlendingar væru farnir að úthrópa Einar Braga sem einhvern sérstakan fjandmann sinn og gera honum upp ýmsar illar hvatir um sókn eftir auðtekn- um hagnaði og frægð á þeirra kostnað, afþví hann hefur fengist við að kynna íslendingum bókmenntir þessara þjóða. Einsog ég sagði bendir Helga á margar stórar villur í norsku þýðingunni, til 268
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.