Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 8
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Hvað þarf að vinna lengi til þess að kaupa eftirfarandi? Bíó, popp og kók í Smárabíói iPhone 6 hjá Nova*Pylsa og kók á Bæjarins bestu Fæðingarár 1999 2000 2001 Mosfellsbær 3,5 tímar 4,5 tímar 5 tímar 1 tími 1,5 tímar 1,5 tímar 25 dagar & 6 tímar 34 dagar & 3 tímar 39 dagar 1999 2000 2001 1999 2000 2001 27 dagar 34 dagar & 6 tímar 38 dagar & 6 tímar 3,5 tímar 4,5 tímar 5 tímar 1 tími 1,5 tímar 1,5 tímarGarðabær 14 dagar & 2 tímar 22 dagar & 1 tími 27 dagar & 5 tímar 0,5 tími 1 tími 1 tími 2 tímar 3 tímar 3,5 tímarFjarðarbyggð MÖGULEG HEILDARLAUN Í VINNUSKÓLUM REYKJAVÍK 1999 62.790 kr. 2000 47.145kr. AKUREYRI 2000 53.025kr. 2001 46.410kr. ÁRBORG 1999 144.344kr. 2000 101.192kr. 2001 45.668kr. KÓPAVOGUR 1999 111.254kr. 2000 66.710kr. 2001 33.391kr. HAFNARFJÖRÐUR 1999 46.800kr. 2000 35.256kr. 2001 31.200kr. GARÐABÆR 1999 100.340kr. 2000 77.677kr. 2001 33.852kr. SELTJARNARNES 1999 118.972kr. 2000 44.688kr. 2001 39.690kr. REYKJANESBÆR 1999 88.480kr. 2000 64.288kr. MOSFELLSBÆR 1999 66.660kr. 2000 41.768kr. 2001 20.852kr. ÍSAFJARÐARBÆR 1999 144.000kr. 2000 97.500kr. 2001 60.000kr. FJARÐABYGGÐ 1999 308.280kr. 2000 84.720kr. 2001 45.200kr. Ýmir Bragi Gíslason fæddur 2000 Reykjavík Það er gott að vera með vinnu yfir sumarið. Launin eru betri en ekk- ert þannig að ég ætla ekki að kvarta en þau mættu samt alveg vera betri. Sandra Kaiser fædd 2000 Reykjavík Það er mjög gaman hérna og launin eru mjög góð. Ég vildi samt frekar vera að vinna í búð í sumar en hérna. Ævar Uggason fæddur 2000 Reykjavík Það er æðislegt að vinna hérna. Launin eru alveg ágæt. Ég er bara sáttur við þau og við vinnuna líka. Það er gott að vera með sumarvinnu. Miklu betra en að gera ekkert. ➜ Þetta höfðu starfs- mennirnir að segja KJARAMÁL Börn fædd árið 1999 sem vinna í Vinnuskóla Fjarða- byggðar eiga möguleika á að vinna sér inn tæplega sjö sinn- um meiri pening en jafnaldrar þeirra í Vinnuskóla Hafnarfjarð- ar í sumar. Þetta kom í ljós við úttekt Fréttablaðsins á launum starfsmanna Vinnuskóla ellefu sveitarfélaga á landinu. Við úttektina kom í ljós að mikill munur er á launakjörum starfsmanna Vinnuskóla sveit- arfélaganna í sumar og virð- ist lítil samræming vera milli sveitarfélaga. Munur er milli sveitarfélaga í launum og launa- mun árganga. Einnig er mikill munur á því í hversu marga tíma árgangarnir fá að vinna auk þess sem sveitarfélögin dreifa tíman- um ójafnt á árganga. Sums staðar fá árgangar jafn marga tíma en annars staðar er munurinn meira en þrefaldur. Tímakaup starfsmanna í Fjarðabyggð fæddra 1999 er að sama skapi næstum tvöfalt tímakaup starfsmanna í Garða- bæ fæddra 1999. Austfirðingur- inn fær 1.101 krónu á tímann en Garðbæingurinn 580 krónur. Sveitarfélögin sem úttektin nær til eru sveitarfélög höfuð- borgarsvæðisins auk Ísafjarðar- bæjar, Árborgar, Akureyrar, Fjarðabyggðar og Reykjanes- bæjar. Þeir starfsmenn Vinnuskól- anna sem Fréttablaðið ræddi við kváðust ánægðir með vinnuna og sögðu hana betri en enga. Sömu- leiðis sögðu þeir ágætt að hafa eitthvert kaup, sem þó mætti vera betra. Starfsmenn Vinnuskólans í Fjarðabyggð fá hæsta tímakaup- ið í öllum aldursflokkum sem úttektin nær til, það er að segja börn fædd frá árinu 1999 til 2001. Lægsta kaupið hjá starfsmönnum fæddum 1999 og 2000 fá börn í Garðabæ en börn fædd 2001 fá minnst í Hafnarfirði. Sömuleiðis fá starfsmenn mis- margar klukkustundir af vinnu yfir sumarið. Elsti árgangur- inn fær mest í Fjarðabyggð, 280 klukkustundir, en minnst í Hafnarfirði, 78 klukkustundir. Árgangurinn fær ekki vinnu á Akureyri. Börn fædd 2000 fá mesta vinnu í Árborg, 182 klukkustundir, en minnsta í Hafnarfirði, 78 klukku- stundir. Yngsti árgangurinn fær mesta vinnu í Ísafjarðarbæ, 120 klukku- stundir, en minnsta í Mosfellsbæ, 52 klukkustundir. Árgangurinn fær hvorki vinnu í Reykjavík né Reykjanesbæ. Möguleg heildarlaun eru lang- hæst hjá elsta árganginum í Fjarðabyggð, rúmar 300 þúsund krónur. Næsthæst heildarlaun fá jafnaldrar þeirra í Árborg, rúmar 140 þúsund krónur. Lægstu heildarlaunin fá börn fædd 2001 í Mosfellsbæ, um 20 þúsund krónur. Næstlægst heildarlaun fá jafnaldrar þeirra í Hafnarfirði, rúmar 30 þúsund krónur. Þau börn sem sóttu um starf í Vinnuskólum sveitarfélaganna fengu öll störf í ár. Hæstu laun sjöfalt hærri en þau lægstu Mikill munur er á launum vinnuskólastarfsmanna milli sveitarfélaga. Börnin sem lægst laun fá yfir sumarið þéna sex prósent af þeim launum sem launahæstu börnin eru með. Fjarðabyggð borgar besta tímakaupið í öllum aldursflokkum. ➜ Við úttektina kom í ljós að mikill munur er á launakjör- um starfsmanna Vinnuskóla sveitarfélaganna í sumar og virðist lítil samræming vera milli sveitarfélaga. LAUNAMUNUR Miklu munar á launum starfsmanna vinnuskóla landsins eftir sveitarfélögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK *Miðað er við 8 stunda vinnudag Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 69 77 7 26. okt í 10 nætur Stærsti sólstrandarstaður Marokkó Agadir Upplifðu Heimsferðir bjóða nú sólarferð til Agadir í þriðja sinn en Agadir er einn af þessum einstöku áfangastöðum sem maður verður að upplifa. Agadir hefur hlotið afar góða dóma meðal farþega okkar en hingað kemur fólk til að njóta sólarinnar og skyggnast inn í einstaka menningu þessarar yndislegu og stoltu þjóðar. Ekki þarf að fara langt til þess að upplifa menningu heimamanna, sem gjarnan er gjörólík því sem við þekkjum. Agadir er staður andstæðna þar sem ferðamaðurinn mun upplifa eitthvað nýtt og áður óþekkt. Öll verðdæmi eru með bókunarafslætti. Frábært verð Frá kr. 152.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 152.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 164.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Royal Atlas Frábært verð Frá kr. 138.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 138.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 184.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Iberostar Founty Beach Frábært verð Frá kr. 121.900 m/hálfu fæði Netverð á mann frá kr. 121.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 134.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Tulip Inn Oasis Frábært verð Frá kr. 179.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 179.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 201.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Sofitel Royal Bay Allt að 15.000 kr. bókunar afsláttur til 13. jú lí 2015. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -6 D F C 1 6 2 B -6 C C 0 1 6 2 B -6 B 8 4 1 6 2 B -6 A 4 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.