Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 38
FÓLK|HELGIN Samvinna tónlistarmannanna Krist-jönu Stefánsdóttur og Svavars Knúts varð til út frá umræðu við eldhúsborð sameiginlegs útgefanda þeirra beggja um að láta ólíka tónlistar- menn leiða saman hesta sína. „Það varð úr að við Svavar Knútur héldum saman miðsumarstónleika í Viðey. Við smullum svo vel saman að miðsumarstónleik- arnir verða nú haldnir í sjöunda skiptið á morgun. Fyrstu þrjú skiptin vorum við í Viðey en höfum síðan verið í sjóminja- safninu Víkinni,“ segir Kristjana. „Við eigum vel saman á tónlistarsviðinu en urðum líka perluvinir, hann er eiginlega eins og bróðir minn. Þetta er mjög fal- legur vinskapur og skemmtilegur, við erum svo ólík en alveg frábær kokteill. Raddirnar okkar smella saman eins og flís við rass og tónlistarsmekkurinn er svipaður. Við náum ekki saman alls stað- ar en það koma mjög stórir og skemmti- legir fletir sem við eigum sameiginlega.“ ANGURVÆRÐ OG FÍFLAGANGUR Kristjana og Svavar hafa unun af því að syngja saman dúetta og gáfu þau út dúettaplötuna Glæður árið 2011 sem hlaut góðar viðtökur. Á tónleikunum á morgun mun ríkja bæði gleði og angur- værð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Nick Cave og Páli Ísólfssyni, auk frumsaminna laga. „Það ægir öllu saman hjá okkur, við höfum haft þetta þannig hjá okkur að það eru tvær raddir og gítar en ég hef verið að færa mig upp á skaftið og spila á píanó líka. Þetta er að þróast hægt og rólega hjá okkur,“ útskýrir Kristjana. ÓSTAÐSETJANLEG PLATA Kristjana segist hafa verið að semja eig- in tónlist frá því hún var barn en hefur fundið útrásina fyrir það undanfarin ár í leikhúsinu. Hún samdi tónlistina fyrir tvær farsælar sýningar í Borgarleikhús- inu, Jesú litla og Hamlet litla. „Nú erum við Bergur Þór Ingólfsson að vinna að nýju verki sem verður frumsýnt í haust, það heitir Sókrates og er trúðaópera. Ég geri tónlistina og Bergur skrifar hand- ritið. Ég er líka með sólóplötu í smíðum og er eitt lag af henni komið út. Ég fer í tökur á næsta lagi í byrjun júlí og tek svo alla plötuna endanlega upp í byrjun næsta árs,“ segir hún en lendir í nokkr- um vandræðum þegar hún er beðin um að lýsa tilvonandi plötu. „Þetta er að minnsta kosti ekki djass eða blús eins og ég er þekktust fyrir. Ég veit hreinlega ekki hvar ég get staðsett hana, ég hlusta mikið á klassíska tónlist og nútímatón- list og þetta er einhvers konar bland í poka. Einhver samsuða.“ TYLLIR SÉR Á BEKKI Auk þess að halda tónleika á morgun býst Kristjana við að kíkja út úr bænum en hún sækir innblástur í náttúruna og veit fátt skemmtilegra en að vera úti í ís- lenskri náttúru á sumrin. „Það þarf ekki að fara langt út fyrir bæinn til að komast í íslenska náttúru og fá gott súrefni. Ég fór til dæmis í vikunni í Haukadalsskóg við Geysi með erlendum vini, vildi sýna honum að það væru til skógar á Íslandi og það var alveg dásamlegt. Það eru ekki margir sem vita af þessum skógi en það er eins og að vera í útlöndum þar. Að fara í fjallgöngur er eitthvað sem ég gerði mikið af sem barn og mig langar að gera meira af því. Ég er þó ekki þessi fjallgöngutýpa sem þarf að klífa sem flesta tinda eða fara sem hraðast yfir, ég vil frekar staldra við og njóta. Tylla mér á bekki á leiðinni og borða hundasúrur,“ segir Kristjana og hlær. Aðspurð hvort hún eigi sér fleiri áhugamál segir hún að sér finnist gaman að fara á tónleika og í leikhús. „Tónlistin og leiklist tvinnast saman sem atvinna og áhugamál hjá mér. Mér finnst líka svakalega skemmtilegt að ferðast, að skoða önnur lönd og menningu, að elda góðan mat og svo sauma ég stundum út og prjóna ef ég hef tíma. Aðalmálið er þó móðurhlutverkið en ég á tólf ára dóttur sem ég deili með barnsföður mín- um. Við höfum farið einu sinni saman til útlanda og stefnum á að gera meira af því. Annars reynum við alltaf að gera eitthvað skemmtilegt í frítímanum okkar, bökum, fáum vini í mat og fleira.“ ■ liljabjork@365.is INNBLÁSTUR ÚR NÁTTÚRUNNI Kristjönu finnst nauðsynlegt að komast út í íslenska náttúru og fá gott súrefni í lungun. MYND/ANDRI MARINÓ VILL HELST STALDRA VIÐ OG NJÓTA TÓNLISTARSAMSUÐA Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur hafa gaman af því að syngja dúetta saman. Þau verða með tónleika á morgun í Víkinni. GÓÐIR VINIR „Við eigum vel saman á tónlistar- sviðinu en urðum líka perluvinir, hann er eiginlega eins og bróðir minn. Þetta er mjög fal- legur vinskapur og skemmtilegur, við erum svo ólík en alveg frábær kok- teill.“ Njóttu sumarsins með Veiðikortinu 2015 og búðu til þínar minningar! 38 vatnasvæði! www.veidikortid.is Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS P R E N T U N .IS Flatur magi á sjö dögum One Week Flat dregur úr lofti í maga og gerir þaninn kvið flatari. ” “ Ég mæli með því að nota vandaða meltingargerla eins og frá OptiBac Probiotics til að viðhalda heilbrigðri meltingu og bæta almenna heilsu Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -A 9 3 C 1 6 2 B -A 8 0 0 1 6 2 B -A 6 C 4 1 6 2 B -A 5 8 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.