Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 16
27. júní 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR Ég finn mikla þörf til að tala um leikgleði, mikilvægi þess að leika sér einn eða með öðrum í einhverju sem veit- ir manni hamingju og gleði. Leik- urinn gegnir mikilvægu hlutverki í þroskaferli heilans. Hann er hluti af greind. Ungviði flestra dýra eyðir miklum tíma í leik. Leikurinn undir- býr þau undir áskoranir seinna meir en virkar líka eins og líkamsrækt fyrir huga þeirra. Fólk er börn lengur en önnur dýr. Folald sebrahestsins tekur á sprett með hjörðinni nokkrum klukkutím- um eftir að það kemur í heiminn á meðan mannsbarnið er nær algjör- lega ósjálfbjarga fyrstu ár i n . Nú væri auð- velt að draga þá ályktun, byggða á hugmy nd- um okkar um þroskaferli heil- ans og almennu gildismati um greind, að sebrahestar væru tölu- vert gáfaðri en mannfólkið. Þeir þurfa frá fæðingu að læra að bjarga sér, vera úrræðagóðir og vinna undir álagi. Sebrahestar þurfa að hafa athyglisgáfuna í lagi til að lifa af. Þriggja mánaða folald er tölu- vert meira sjálfbjarga en jafnaldrar þess í mannheimum. Á meðan folald sebrahestsins hleypur um á allt að 50 kílómetra hraða á fjórum fótum er mannsbarnið bara rétt að byrja að skríða um og kann ekki alveg að nota sína tvo fætur. En það breytist fljótt. Með tímanum verður þetta saklausa og varnarlausa barn að gáfuðustu skepnu á jörðinni sem ber höfuð og herðar yfir sebrahesta. Og undirstaða greindarinnar er einmitt lögð á þessum fyrstu árum. Heil- inn fær frið og tíma til að þroskast. Og þar skipta kæruleysi og leikur mestu máli. Mörgum finnst erfitt að skilja þetta. Leikgleði Börn og leikur eru nátengd. Börn leika sér. Leikgleðin skiptir miklu meira máli í mannlegu samfélagi heldur en við gerum okkur almennt grein fyrir. Leikgleðin er grundvallaratriði í öllu skapandi ferli. Líf okkar hefst á leikgleði. Leikirnir sem við lékum sem börn eru líka oft einhverjar þær skemmtilegustu minningar sem við eigum. En þegar við eldumst þá hætt- um við að leika okkur. Leikurinn verður jafnvel skammarlegur og „barnalegur“. Við viljum sýna öðrum að við séum fullorðið fólk en ekki börn. Leikurinn verður þá gjarnan tengdur heimsku og greindarskorti. „Fíflagangur!“ Og við hættum að „láta eins og bjánar“ og verðum fullorðið fólk sem er alvarlegt og með áhyggjur. Ástæðan fyrir því að við eyðum svo löngum tíma í að slíta barns- skónum getur ekki verið til að und- irbúa okkur undir langt og alvar- legt líf. Getur verið að heili okkar sé uppfullur af alls konar auð- æfum sem við sjáum ekki, hvurs verðmæti við skiljum ekki og kunnum ekki að virkja eða nota? Hvað er hugmynd? Hvaðan kemur hún ef ekki innan úr okkar eigin huga? Að finna hugmynd er að mörgu leyti eins og að finna gull- eða demantanámu. Sumt fólk lifir góðu lífi alla ævi á einni góðri hug- mynd, fyrirtæki, listaverki, upp- götvun eða jafnvel einu lagi. Fífl agangur Rannsóknir sýna að fólk sem leikur sér er hamingjusam-ara en fólk sem gerir það ekki. Fólk sem hefur leikgleði sem hluta af sínu lífi nær meiri árangri en fólk sem hefur það ekki. Að vera duglegur, sjálfstæður og úrræðagóður er mjög gott. En eitt og sér dugar það skammt. Það er bara einn hluti af greind okkar. Leikgleðin er annar hluti. Eitt úti- lokar ekki annað. Þegar hin lógíska og praktíska hugsun vinna saman með skapandi leikgleði þá erum við yfirleitt upp á okkar besta. Leik- gleði fullorðinna er samt yfirleitt bundin við frítíma, með fjölskyldu eða vinum og nær oft hámarki í kynlífi. En fyrr en varir er kom- inn mánudagur og fólk fer aftur til vinnu og alvara lífsins tekur við. Það eru mjög fáir vinnustað- ir sem hafa einhverja sérstaka afstöðu til leikgleði. Á flest- um vinnustöðum er hún illa séð og glatt fólk jafnvel hvatt til að brosa minna og vinna meira. En þegar við skoðum þau fyrir- tæki sem eru að ná hvað mest- um alþjóðlegum árangri þá vekur það athygli hversu mörg þeirra leggja mikla áherslu á leik. Google er líklega besta dæmið. Leikur er mikilvæg- ur hluti af starfsdegi og starfs- menn eru næstum því hvattir til leti og fíflagangur er hluti af því að vinna hjá Google. Það hefur svo líka komið skemmtilega á óvart að starfsmenn eru yfirleitt afkastamestir þegar þeir eru í pásum. Þá léttir á spennu og í afslappaðri leikgleði fær heilinn tækifæri til að láta sér detta eitt- hvað nýtt í hug. Mér finnst að við ættum að gefa þessu meiri gaum í sam- félagi okkar. Ekki af því að það sé huggulegt eða næs heldur vegna þess að það er fjárfest- ing til framtíðar. Það er eins og að finna og kaupa land þar sem maður er viss um að leynist nátt- úruauðlindir neðanjarðar. Það sést ekki á yfirborðinu en undir því er gull. Skapandi hugmynd- ir eru náttúruauðæfi framtíðar- innar. Þeir sem gera sér grein fyrir því verða leiðandi og munu bera höfuð og herðar yfir aðra á meðan þeir sem gera það ekki munu hlaupa um eins og stressað- ir en mjög duglegir sebrahestar. Stressaðir en mjög duglegir sebrahestar R eimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, telur óæskilegt að nýútskrifaðir lögmenn starfræki eigin lögmannsstofur. Í nýlegu viðtali veltir Reimar fyrir sér hvort ekki sé æskilegt að gera kröfu um starfsreynslu áður en lögmenn hefja sjálfstæða starfsemi. Laganám á Íslandi hefur oft verið gagnrýnt fyrir íhaldssemi og skort á hagnýtri nálgun. Nokkur breyting varð þó til batnaðar með tilkomu lagadeilda í fleiri skólum en Háskóla Íslands. Sam- keppni heldur fólki á tánum, þótt deila megi um hvort okkar litla samfélag þurfi alla þessa háskóla. Lögfræðingur þarf að ljúka bæði BA-gráðu og meistaragráðu í lögfræði. Þá tekur við nokkurra vikna námskeið til að öðlast rétt- indi sem héraðsdómslögmaður. Að námskeiði loknu teljast lög- lærðir fullgildir lögmenn, geta hafið störf á því sviði, og jafnvel stofnað eigin stofur. Fólk hefur þá bóklega reynslu, en stundum alls enga praktíska. Reimar bendir á að ekki tíðkist í öðrum starfsgreinum að hleypa reynslulausu fólki út á markaðinn. Hann nefnir hárgreiðslufólk sem ekki geti opnað stofu án þess að hafa verið á samningi hjá rakara. Læknar hafa sitt kandídatsár og iðnaðarfólk sína samninga. Það er dýrt fyrir samfélagið ef lögmenn eiga að fá að ljúka þjálfun sinni fyrir dómstólum. Mistök geta valdið frávísunum með tilheyrandi kostnaði og tímasóun fyrir alla sem málið varðar. Nóg er álag á dómstóla fyrir. Íslenskt laganám virðist líka skera sig úr. Í Noregi og Dan- mörku þurfa nýútskrifaðir að vinna í tvö til þrjú ár á lögmanns- tofu undir handleiðslu reyndra lögmanna áður en þeir fá titilinn og geta unnið sjálfstætt. Í Bretlandi þurfa lögmenn ekki háskólapróf í lögfræði; þeir geta verið sagnfræðingar, leikarar, fornleifafræðingar, tannsmiðir eða hvaðeina. Að lokinni háskólagráðu fara þeir í sérstaka lögfræði- skóla og nema þar eitt ár eða tvö – eftir því hvort þeir útskrifuðust úr háskóla með lögfræðigráðu eða eitthvað annað. Loks tekur við tveggja ára starfsnám á stofu. Að því loknu telst lögmaður full- numa, solicitor eða barrister eins og það heitir í Bretlandi. Breska kerfið eykur fjölbreytni í stéttinni. Fjölbreytileikinn hefur ekki komið í veg fyrir að ensk lög verði oftast allra fyrir valinu í stórum alþjóðlegum samningum, og að enskir dómstólar hafi alþjóðlegt orðspor fyrir snjallar og fyrirsjáanlegar úrlausnir. Hér er reynslulitlu fólki hleypt út á markaðinn. Það elur líka á heimóttarskap. Ungu fólki er haldið í átthagafjötrum á háskólaár- unum. Hættan er að þannig verði allir steyptir í sama mót og lítil gerjun verði í faglegri umræðu. Hvar stæði íslensk læknisfræði ef læknar sæktu ekki þekkingu út í heim? Gilda önnur lögmál um lögfræði? Reimar hefur rétt fyrir sér en bendir bara á einn þátt af mörgum. Það ætti að stytta háskólanámið, auka vægi starfsreynslu, hvetja unga lögfræðinga til að líta út fyrir landsteinana, og síðast en ekki síst forðast það eins og heitan eldinn að steypa alla í sama mótið. Þarf að endurhugsa laganám: Steyptir í sama mót Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -1 E F C 1 6 2 B -1 D C 0 1 6 2 B -1 C 8 4 1 6 2 B -1 B 4 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.