Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 14
Tímarit Mdls og menningar stýra sérfræðingar og valdamenn hugboði almennings um merkingu og æskileg viðhorf til þróunar þjóðfélagsmála. Hver hefur ekki heyrt verð- hækkunum líkt við bólgu, eftirspurn eftir vinnuafli við þenslu og þjóðar- framleiðslu við köku. Með því að tala um þjóðarkökuna, sem er til skipt- anna og endilega þarf að stækka, er gefið í skyn að í þjóðarframleiðslu felist eingöngu verðmæti, eitthvað eftirsóknarvert, eitthvað sem hægt sé að skipta á milli sín og njóta. Svo er ekki. Vinna við að byggja hús og rífa reiknast jafngildur þáttur í þjóðarframleiðslu. Þegar hagfræðingarnir reikna út þjóðarframleiðslu og hagvöxt milli ára þá taka þeir með bæði niðurrif og uppbyggingu, raunverulega velferðarþjónustu og kostnað við að verjast vandræðum og áföllum. Reyndar eru það kostnaðarliðir af ýmsu tagi sem hækka mest seinni árin, kostnaður við heilbrigðiskerfið, dómskerfið, löggæslu, sorphreinsun og heilbrigðiseftirlit svo dæmi séu nefnd. Kostnaður við að koma vöru á markað og selja hana. Þar sem útgjöld við að berja í brestina í þjóðfélaginu og kostnaður vegna harðrar samkeppni á markaði hækkar hlutfallslega mest á seinni árum þá sýnir aukning þjóðarframleiðslu og hagvaxtar ekki aukna verðmætasköpun. Það er ruglandi að tala í þessu sambandi um „framlag til þjóðarbúsins“ eins og oft er gert. Sú árátta stjórnmálamanna, hagfræðinga og ýmissa sérfræðinga, sem hafa tamið sér að tala sífellt í sömu setningunni um þjóðarframleiðslu og verðmætasköpun er afar villandi. Það er ekki verið að baka gómsæta köku. Ef við höldum líkingunni má segja sem svo að þjóðarkakan lyfti sér af því að sett er meira ger í hana, hún verður loftkenndari. Og svo sest utan á hana sífellt meiri mygla! Hagsæld þjóða og farsæld stendur ekki í beinum tengslum við það sem hagfræðingar, stjórnmálamenn og fjölmiðlungar kalla þjóðarframleiðslu. Og framfarir eru ekki bundnar hagvexti. En áður en lengra er haldið skul- um við athuga hvernig þessi hugtök eru skilgreind. Þjóðarframleiðsla, eða öllu heldur verg þjóðarframleiðsla, er alla jafnan skilgreind frá svokallaðri notkunarhlið, eða ráðstöfunarhlið framleiðslunn- ar. Er þá átt við summuna af einkaneyslu, samneyslu, fjármunamyndun, birgðabreytingum og verðmæti útflutnings mínus verðmæti innflutnings. Þegar búið er að draga frá afskriftir höfum við svokallaða hreina þjóðar- framleiðslu. Þetta er dálítið erfið skilgreining er hana má einfalda nokkuð til að auð- veldara sé að átta sig á kjarna málsins: Verg þjóðarframleiðsla, eða brúttó þjóðarframleiðsla, er eiginlega summan af verðmæti allrar vöru og þjónustu sem gefið er verð í hagkerfi á ákveðnum tíma. Þjóðarframleiðsla er það sem hægt er að nota í neyslu og fjárfestingu. Samanburður á raungildi þessara stærða milli ára lýsir svo hagvexti, aukningu hans eða rýrnun. 148
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.