Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar bands. „Þú veist hvað ég meina“ segir skáld-Rósa, og gerir okkur öll hin sem liggjum á skráargatinu hvumsa, læsir vísuna í dulmál sitt og elskhuga síns og enginn táknfræðingur gæti nokkurn tímann fundið lykilinn. „I dansinum dansar hann ekki við sig og ég við mig, heldur ég við hann og hann við rnig“, eins og segir í Tímaþjófinum (bls. 38) um fyrsta dans þeirra Antons og Oldu. Samband. Þegar fólk elskar í meinum er það annað hvort vegna þess að það hefur á einhverri stundu náð þessu sambandi við þann sem ástin beinist að, og finnst óþolandi og óskiljanlegt að hinn vilji ekki mynda það aftur, ellegar þá þykist sjá í hinum eitthvað sem gefur mögu- leika á þessu einstæða sambandi. Hvað sem því líður eru einu átorítetin sem til eru um ástina ástfangið fólk, vegna þess að hún er ný í hvert sinn sem hún kviknar. Það eru einkum hugmyndir Juliu Kristevu um lífið og tilveruna sem Helga Kress byggir á í grein sinni. Þetta er metafýsík og bíólógísk mengja- fræði, eins og Helga túlkar þær. Metafýsík að því leyti til að öll tilveran er skýrð út frá einni meginhugmynd, sem fremur er frjór heilaspuni en niður- staða athugana og maður annað hvort fellst á eður ei, líkt og stjörnuspeki. Bíólógísk mengjafræði að því leyti að gert er ráð fyrir tveimur mengjum tilverunnar: karlegu og kvenlegu. I því kvenlega er allt það sem jákvætt getur talist í mannlífinu, fallegt og gott, en í því karllega er allt sem er ljótt og leiðinlegt. Sniðmengið er alltaf að minnka, femínísk umræða undan- farinna ára hefur í raun verið stöðug tilfærsla úr því. Og í grein Helgu má enn sjá flutning þaðan yfir í hið kvenlega. Hún virðist telja það sérkvenlega reynslu að vera svikin í ástum, elska í meinum - raunar yfirleitt að elska. Og nauðhyggjan í greininni er sú að ást kvenna á körlum hljóti alltaf að vera kastað á glæ, þar sem karlar séu ekki gæddir þessum hæfileika, nema þeir séu kvenlegir, og er Roland Barthes kallaður þar til vitnis, en látið hjá líða að taka fram að í tilvitnuðum orðum er hommi að tala um sjálfan sig. Karlleg ást er óhugsandi, þeir elska ekki, heldur girnast, glápa og káfa. Konur þurfa að gangast inn á þessar forsendur vilji þær ekki farast - hvergi er gert ráð fyrir að ástin sé samspil. Julia hafnar að sögn Helgu „hugtakinu kona“ en vill þess í stað tala um hið kvenlega, sem vitaskuld sé meira af í konum en körlum, og er þetta nokkurn veginn alveg sama hugmyndin og kvenhatarinn Otto Weininger viðraði í byrjun aldarinnar, þótt með öfugum formerkjum sé reyndar. En undanskildir eru þeir karlar sem eru svo lánsamir að tilheyra „þjóðfélags- legum útlagahópum“ svo sem skáldum og menntamönnum og - af ein- hverjum ástæðum - sálgreinendum, kannski vegna þess að ekki er litið á sálgreininguna sem vísindalega aðferð í vestrænum karlaskilningi, heldur 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.