Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 30
Tímarit Máls og menningar skera úr um það hve mörg þeirra skopkvæða sem ganga þegar manna á milli í fjölrituðu kveri, nefndu Jóns bók Helgasonar, eigi að koma upp á yfirborðið og prentast í virðulegu bókarformi. Að sjálfsögðu þarf að sýna tillitssemi gagnvart öllum sem í hlut eiga og skyldmennum þeirra, jafnt þeirra sem hafðir eru að skotspæni sem og þess sem skeytin sendi, því þess konar skeyti eru í ætt við vopn þau sem eiga til að hitta sendandann sjálfan á endanum. Auðvitað eiga skopljóð sem slík fullan rétt á sér, einkum ef þau eru ort af þeirri heilögu bræði og vandlætingu sem einkenndi til dæmis skáldskap Júvenals. Slíkt verður hins vegar vart sagt um skopljóð Jóns, því þau virðast oftast ort af fremur smávægilegu tilefni, líkt og höfundur þeirra hafi tileinkað sér það háttalag Þorgeirs Hávarssonar að vega að mönnum fyrir þær sakir einar að standa vel við höggi. Það sem hann beinir spjótum sínum að eru sjaldnast eða aldrei neinir meiri háttar lestir eins og fanta- skapur eða fúlmennska heldur einatt minni háttar ávirðingar eins og sýnd- armennska, grobb, hégómleiki og yfirlæti, en það er kannski, þegar öllu er á botninn hvolft, ekkert undarlegt að einmitt sá sem er ofurnæmur fyrir fánýti og fáfengileika mannlífsins skuli síst af öllu geta unnt mönnum þess að vera yfirmáta hrifnir af eigin ágæti og góðir með sig. En mergurinn málsins er sá að hér er yfirleitt um að ræða kvæði sprottin af stundarkerskni sem fremur eru ætluð og fallin til að ganga manna á milli innan ákveðins hóps en að koma fyrir almennings sjónir í ^eymilegri bók. Að vísu birti Jón nokkur slík kvæði í fyrstu útgáfunni af Ur landsuðri, og þau var auðvitað sjálfsagt að birta hér, þótt þeim hafi verið sleppt í annarri útgáfu, enda standa þau öll fyrir sínu í listrænu tilliti. Hins vegar var lítil ástæða til að draga fram í dagsljósið sjö áður óbirt kvæði af þessu tagi, þótt öll séu þau fremur græskulaus. Aflog þeirra Gólons og Ursusar eru kannski í sjálfu sér ekkert ómerkilegra viðfangsefni en margar fólkorrustur og vígaferli fyrri tíma, og ráp danskra manna um hálendi Islands hlýtur að vera íslenskum skopskáldum kærkomið yrkisefni og raunar klassískt eftir að Jónas orti Annes og eyjar. En snilldin er víða meiri í áðurnefndri Jóns- bók en í einmitt þessum kvæðum, og þau hefðu því ásamt öðrum mátt bíða neðanjarðar enn um sinn síns vitjunartíma. Það skal því eftirlátið öðrum að vega þau og meta, enda mál til komið að huga að þýðingum Jóns, þótt það verði að vísu að bíða til næsta heftis. 164
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.