Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 53
Gubmundur Andri Thorsson „Eilífur kallar/kvenleikinn oss. cc Að undanförnu hefur þess orðið vart að höfundar vilji enn færa út höf- undarréttinn. Þeir virðast vilja stjórna viðtökum verka sinna, virðast telja það hlutverk bókmenntafræðingsins að finna þann innbyggða lesanda sem til er í hverju verki og ganga inn í hann. Svava Jakobsdóttir skammar bókmenntafræðinga fyrir að vera alltaf að flokka bækur og stefnur og höfunda. Einar Már Guðmundsson viðraði hér í síðasta hefti nokkurs kon- ar tossakenningu og þótt mér sýndist að með hugtakinu tossabandalagið ætti hann kannski fremur við tiltekið hugarástand og tilhneigingu í tíðinni en einstakt fólk, gælir hann engu að síður við samsærishugmyndir. Það er nánast að verða frasi í viðtölum við höfunda hversu vitlausir bókmenntafræðingar séu. Auðvitað má sjá þetta sem viðleitni til að hrista af sér klafa og smjúga undan smækkandi skilgreiningum; kröfu um frelsi. En málið er því miður ekki einfalt. Höfundarrétturinn getur aldrei orðið neitt annað en eitthvert peningaþvarg; þegar höfundur hefur sleppt hend- inni af verki sínu á hann í andlegum skilningi ekkert meira í því en til dæmis ég. Hann hefur hleypt út í andrúmsloftið hugsunum og kenndum; hver sem er má fanga eina slíka og fara með að vild. Allt fellur í eitthvert samhengi. Bókmenntafræðingurinn skáldar það ekki upp, hann sér það, bendir á það, en þröngvar því ekki upp á neinn. Oll bókmenntaverk eru dæmd til að túlkast, en hitt er annað að samhengið gliðnar og nýtt mynd- ast. Túlkunina veljum við, en við erum misnæm að hlusta á verkið og tala við það. Hér ætla ég að hugleiða grein Helgu Kress í síðasta hefti TMM um Tímaþjófinn eftir Steinunni Sigurðardóttur. Ég er ekki sammála Helgu, hún fellir túlkun sína í tiltekið samhengi og allt litast það vitaskuld af lífsskoðun hennar. Eg hef aðra lífsskoðun og ég held að ég lesi bækur öðruvísi en hún. Eg ætla ekki að reyna að finna heildartúlkun á Tímaþjóf- inum og leggja hana fram sem valkost við Helgu túlkun - á slíku hefur reyndar Árni Bergmann tæpt í ágætri Þjóðviljagrein 20.3. sl. Ég ætla aðeins að reyna að koma á blað alls kyns hugrenningum sem grein Helgu vakti hjá 187
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.