Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 71
Dómurinn gekk fagnandi um heiminn, lauk við samninga sem ég hafði lagt grunninn að, veltist um af ánægju og gekk burt með lokað andlit heiðursmanns, að föður sínum ásjáandi. Heldurðu að ég hafi ekki elskað þig, ég sem þú ert getinn af?“ „Nú ætlar hann að beygja sig fram,“ hugsaði Georg, „ef hann dytti og mölbryti sig!“ Orð þessi þutu gegnum höfuð hans. Faðir- inn beygði sig fram en datt ekki. Þar eð Georg kom ekki nær, einsog hann hafði búist við, rétti hann aftur úr sér. „Vertu kyrr þar sem þú ert, ég þarfnast þín ekki! Þú telur þig enn hafa afl til að koma hingað og heldur aftur af þér einungis af því að þú ætlar þér það. En skyldir þú ekki hafa rangt fyrir þér! Enn sem fyrr er ég ofjarl þinn. Einn hefði ég ef til vill orðið að hopa, en móðirin gaf mér afl sitt, ég er kominn í dýrlegt samband við vin þinn, viðskiptavini þína er ég með í vasanum.“ „Hann er meira að segja með vasa á serknum!“ sagði Georg við sjálfan sig og hélt að hann gæti með þessari athugasemd gert hann ómarktækan um víða veröld. Einungis andartak kom honum þetta í hug því að hann gleymdi öllu jafnharðan. „Hengdu þig bara á brúði þína og komdu fram á móti mér! Eg svipti henni burt frá þér, þú getur ekki ímyndað þér hvernig!“ Georg gretti sig, einsog hann tryði þessu ekki. Faðirinn lét sér nægja að kinka kolli út í hornið til Georgs, til að hnykkja á sann- leiksgildi orða sinna. „Hve mér var skemmt yfir þér í dag, þegar þú komst og spurðir hvort þú ættir að skrifa vini þínum um trúlofunina. Hann veit allt um þetta, strákbjálfinn þinn, hann veit allt saman! Eg skrifaði hon- um, því að þú gleymdir að taka af mér skriffærin. Þessvegna hefur hann ekki komið árum saman, hann veit þetta allt hundrað sinnum betur en þú sjálfur, bréf þín krumpar hann ólesin saman í vinstri hendi um leið og hann heldur mínum bréfum á loft í þeirri hægri og les!“ Hann sveiflaði handleggnum af eldmóði yfir höfði sér. „Hann veit allt þúsund sinnum betur!“ hrópaði hann. „Tíuþúsund sinnum!“ sagði Georg í því skyni að skopast að föð- urnum, en orðin öðluðust grafalvarlegan hljóm í munni hans. „Arum saman er ég búinn að bíða eftir að þú kæmir með þessa spurningu! Heldur þú að ég hafi áhyggjur af einhverju öðru? Held- 205
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.