Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 74
Einar Kárason Af þremur sagnamönnum Hér koma, meira til gamans, þrír stuttir pistlar sem eiga það sameiginlegt að vera um einhver tiltekin skáld, og einnig að ég hef verið pantaður til að skrifa þá. Tilefnin eru ólík. Klausan um Steinar Sigurjónsson er þannig til komin að Matthías V. Sæmundsson var að gera útvarpsþátt um Steinar, sumarið ’84 ef ég man rétt, og ég var annar tveggja sem beðnir voru að krydda þáttinn með nokkrum orðum frá eigin brjósti um skáldið. Töluna um Hamsun gerði ég fyrir orð Sigurðar G. Valgeirssonar útgáfustjóra AB, en það fyrirtæki setti í fyrravetur saman dagskrá um Hamsun í samvinnu við Norræna húsið. Upp- haf þess máls að ég fór að setja eitthvað á blað um Guðberg var hinsvegar það að nokkrir góðvinir mínir höfðu með sér hálfgert leynifélag sem stund- um var kallað Fílabeinsturninn. A fundum þessa félags skiptust menn á að halda framsöguræður um tiltekin málefni sem yfirleitt voru bókmenntalegs eðlis og tengdust á einhvern hátt stúdíum eða sérsviði frummælandans. Svona gekk þetta um hríð, þar til menn áttuðu sig á því að flestir í hópnum voru búnir að hafa framsögu oftar en einu sinni, nema undirritaður sem notið hafði þeirra forréttinda að vera einungis áheyrandi og þiggjandi. Hófu því margir vísifingur á loft samtímis, bentu á þann sem setið hafði með pókerfésið, og sögðu: Hvernig væri að þessi maður legði eitthvað til mál- anna? Síðan var mér úthlutað því verkefni að hafa framsögu um skáldsögur Guðbergs á næsta fundi. Einsog það var ofangreindum tilviljunum háð að ég skyldi fara að setja einhver orð á blað um nákvæmlega þessa höfunda þrjá, ræðst líka lengd og eðli pistilsins af hverju tilefni. Þannig var mér uppálagt í útvarpsþættinum um Steinar að tala í svona fimm mínútur, á fundinum um Hamsun svona tíu mínútur korter, en hafði nokkuð frjálsar hendur í Guðbergserindinu. Það myndi virka eins og upplogin prófgráða að láta getið um heimildarrit, og frumútgáfur tilvitnaðra verka, eða að skarta númeruðum neðanmálsgrein- um í spjalli einsog þessu, en þó verð ég að nefna að sumar hugmyndanna í Hamsungreininni eru fengnar að láni frá Halldóri Guðmundssyni og aðrar frá Torkild Hansen. Og svona voru erindi þessi lítil þrjú: Knut Hamsun I desember 1947 stóð Knut Hamsun fyrir rétti ákærður um föðurlandssvik. Hann var áttatíu og átta ára gamall og hafði lengi verið heyrnarlaus. Nú var hann líka að tapa sjóninni, og sérfræðingur hafði úrskurðað eftir nokkurra 208
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.