Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 5
Gunnar Karlsson Ádrepur Eigum við ekki að leggja niður hjálenduviðhorfið, Islendingar? Okkur íslendingum er tjáö að Atlantshafsbandalagið hafi áhuga á að leggja hér á landi nýjan flugvöll fyrir eina tíu milljarða króna. Það er álíka mikið fé og tvöföld ársútgjöld íslenska ríkisins til allra samgöngumála samkvæmt fjárlaga- frumvarpi fyrir árið í ár. Ef flugvöllurinn yrði lagður á tveimur árum yrðu það semsé álíka mikil eða heldur meiri umsvif en allar síma-, vega-, hafna- og flug- vallaframkvæmdir þjóðarinnar. Og það er auðvitað ekki nóg að leggja völlinn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins 23. febrúar síðastliðinn mun það kosta að minnsta kosti 75-100 milljónir króna á ári að starfrækja hann, líklega mun meira. En þó að við höldum okkur bara við 100 milljónir er það álíka mikið og rekstur Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi kostar á ári. Af því má kannski gera sér örlitla hugmynd um hvers konar fjarstæða það er að slíkt mannvirki rúmaðist á bakka Laxár í Aðaldal án þess að valda þar óbætanlegum spjöllum. Við erum einmitt nú að súpa seyðið af þeirri skammsýni að setja þá verksmiðju niður í jaðri höfuðborgarinnar. En okkur íslendingum er ekki ætlað að standa undir rekstrarkostnaði flug- vallarins. Ekki samkvæmt því sem Morgunblaðið segir 23. febrúar. Þar er það haft eftir utanríkisráðherra að hann vilji ná samningum við Bandaríkjamenn um að þeir sjái um það. Umræður um þetta mál hafa þróast svo undarlega upp á síðkastið að þær hafa snúist mest um hvort flugvöllurinn yrði hernaðarmannvirki eða ekki. Eg á að vísu erfitt með að skilja hvernig hann getur orðið nokkuð annað. Eg óttast að flugvöllurinn sé liður í aukinni vígvæðingu Atlantshafsbandalagsins á Norð- ur-Atlantshafi. Hún hlýtur aftur að kalla á aukinn vígbúnað Sovétmanna á þessum slóðum. Og það er allt annað en við þurfum mest á að halda hér í Norðurhöfum. Hvort sem við trúum því að aukin vígvæðing auki hættuna á ófriði eða ekki, þá fer ekki hjá því að fleiri kjarnorkuvopn á svæðinu auki hætt- una á kjarnorkuslysi. Það gæti orðið á fiskimiðum okkar, og - við verðum að horfast í augu við það þó að það sé sárt - það gæti valdið geislun sem eyði- 131
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.