Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 55
Skáldið eina! Gunnarshólmi er ættjarðarljóð eins og Island en þessi ljóð eru eins ólík og svart og hvítt. Island er stefnuskrá, Gunnarshólmi er þroskað og ákaf- lega persónulegt uppgjör skáldsins við þjóðernishyggjuna. Sumarið 1837 var Jónas heima á Islandi. Þetta var fyrsta heimferðin eftir fimm ára dvöl í Kaupmannahöfn. Um haustið fór Jónas utan aftur. Gunn- arshólmi er trúlega ortur veturinn 1837-1838 og birtist í fjórða árgangi Fjölnis, 1838-heftinu. I dagbók frá Islandsferðinni 1837 lýsir Jónas því hvernig Vestmannaeyjar rísa úr hafi og smám saman sést Eyjafjallajökull í fjarska. Hann talar um hve kostulegt það væri að geta séð yfir landið frá sjónarsviði fuglsins.21 Þetta er skrifað löngu, löngu áður en svo til hvert mannsbarn hefur flogið yfir löndin og séð þau í loftmynd og draumurinn um að fljúga hefur tekið á sig aðrar og stundum háskalegri myndir. Tersínuhluti22 Gunnarshólma hefst á loftmynd og stórbrotnum umritun- um; sólin er persónugerð, Eyjafjallatindur er „sú hin mikla mynd“ í austri og síðan fæðir mynd af sér mynd. Tindurinn er persónugerður, hann svalar höfðinu í þriðju umrituninni þar sem himninum er líkt við tæra lind. Fjall- ið er byggt trölli og goðsögulegum dvergum og dulúð þess er undirstrikuð með þversögnum; „beljandi" fossinn „hjalar" við hamrabúann. Sjónar- hornið er að ofan og niður fjallið. Loftmyndinni er haldið en sjónarhornið færist, nú er horft í vestur: Tindafjöll eru persónugerð, þau standa „föstum fótum“ klædd „blásvörtum feldi“ og dalamótin verða að „grænu belti“ þessarar stæðilegu fornsagnahetju. Aftur færist sjónarhornið og við horfum í norður á Heklu, sem lýst er í voldugum andstæðum: ís - eldur, hátt - lágt, rautt - svart; ógnarjafnvægi fjallsins er undirstrikað með tilvísunum til norrænnar goðafræði, „skelfing og dauði“ eru drepin í dróma, bundin eins og Fenrisúlfur. Heimsendaspá- in, óhugnaðurinn og um leið hið lokkandi, seiðandi við öfl eyðingarinnar, er fryst í kynngimagnaðri ljóðmynd: „En spegilskygnd í háu lofti ljóma/ hraftinnu-þökin yfir svörtum sal. . .“. Myndin sýnir Heklu eins og turn (höll eða kirkju) sem gnæfir yfir borgarþökin en borgin er gerð úr svörtum spegli, húsin full af myrkri.23 Sjónarhornið, myndavélaraugað, færist niður fjallshlíðarnar, blóm og tré koma inn í myndina; græni og guli liturinn bætast við hvíta, svarta, bláa og silfraða liti fjallanna. Hljóð byrja að heyrast: fuglasöngur og þytur í skógi. Og í tólftu vísu ljóðsins fáum við svipmynd úr byggð: „Þá er til ferðar fák- um snúið tveimur, úr rausnargarði háum undir Hlíð. . .“ Það er klippt og myndin þrengd eða „súmmað“ á tvo hesta sem er snúið til suðurs, þetta er snögg hreyfing, þolmyndin beinir athyglinni að viðfanginu, hestunum, reiðmennirnir sem taka í taumana sjást ekki. En sjónarhornið fylgir augum 181
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.