Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 55
blandið, og allir geta séð hvemig sú dyggð tæki sig út í líkræðu. Mikið vildi ég gefa til þess að fá að heyra ræðuna prestsins þegar ég verð jörðuð. Ég skil ekki sjálfa mig. Mér finnst ekki að guð sé til, ekki bara stundum, heldur alltaf, nærri því. Einstöku sinnum held ég að hann sé til, og hljóti að heyra til mín ef ég bið hann af öllu hjarta. En af hverju veitir hann mér aldrei neina bón, þó að það sé ekkert ljótt í henni? Ég veit, þá er farið að grandskoða tilganginn. En bón er bón, ég sé ekki betur en faðirvorið sé eigingjöm bæn, gef oss í dag vort daglegt brauð, það hefur komið fyrir að ég hef gefið skít í það, og samt aldrei hlotið bænheyrslu, að minnsta kosti ekki svo ég muni. Fótaferðin sem ekki er leyfð er lang sætust. Ég fór fram í borðstofu, þar var verið að spila lander: Gunnlaugur, Þórhallur, Magga Guðmunds, Bjössi Magg og Kristján spiluðu. Gunnlaugur stóð upp með 8 eldspýtustokka í gróða, Þórhallur með 9 og 4 í láni, þar fóru bitin upp í 385. En í öðru holli spiluðu þau Ragna Helga, Aðalsteinn, Guðmundur Ólafs, Ingólfur Kárason og Ás- mundur, þar stigu bitin upp í 700. Þetta er nú glæfralegt. 1938 21. febrúar Mánudagur er þekktur að því að safna leiðindum tveggja daga, þar sem sunnudagur bróðir hans er betri í sér. Ég finn það nú að það var merkisvið- burður að fjallið var opnað á föstudaginn. Nú er átta manns komið í bæinn. Heiða er mikið veik. Ég sit í borðstofunni núna, þrjú borð eru upptekin af spilamönnum, þeir spila lander, það eru stundum 40-50 stokkar í borði. Það er ekkert sérkennilegt við þá, ekkert fallegt, ekkert ljótt. Engin hugsun virðist vera í andlitum þeirra. Þeir virðast halda á spilunum án þess að taka eftir því, og spila af gömlum vana, hlæja af því að þeir eru alltaf að reyna að hlæja og hjálpa hver öðrum að halda reikninginn vegna þess að það tilheyrir spilinu. Eins og álagaböm. Illar nomir hafa reiðst þeim og lagt það á að þeir TMM 1990:1 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.