Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 109
Þórunn velti fyrir sér heild eða samhengi. Upp- talning á því sem gerðist á alþingi árið 1734, með það í huga að hugsanlega hafi Snorri þá verið sveinn Odds Sigurðssonar breytir litlu um það (101-103). Almenn atriði þjóðarsögunnar notar hún sem uppfyllingu eða inngang að ein- hverju sem varðar Snorra, í stað þess að athuga hvaða ályktanir rannsóknin á Snorra leyfir að dregnar séu um landið allt og öldina. Til dæmis hefði verið hægt að skrifa dásamlegan kafla um nýjungabrölt yfirvalda á síðari helmingi 18. aldar með því að taka bráðfyndið kvæði séra Snorra „Kæsis dilla“ til ítarlegrar greiningar. í kvæðinu dregur hann nýútgefna bók um smjör- og ostagerð sundur og saman í háði, enda marg- ar hugmyndir framfarasinna prýðilega til þess fallnar. Snorri var afturhald, en húmoristi, og skrifaði fleira í sama dúr. Þórunn lætur við það sitja að nefna fáein atriði um Innréttingamar og framfarahug, birtir síðan nokkur vers og segir: „Kvæði Snorra gefa hugmynd um viðbrögð hans við nýjungunum á seinni hluta átjándu aldar.“ (240) Þessu hefði þurft að fylgja eftir í ljósi ágætrar setningar á blaðsíðunni á undan: „Menntamaður alinn upp í heimi rétttrúnaðar og djúprar rótfestu hæðist að brölti nýrra tíma.“ Hjá Þórunni er þetta endastöð, en að mínu viti eru svona setningar fyrsta skrefið. Ekki á það síður við um önnur rit séra Snorra. Rímur hans fá fróðlega umfjöllun í fílólógískum anda, en ekki treystir Þómnn sér til að draga víðtækari ályktanir um samhengi þeirra við tíðaranda en þessa: „Sá sem leggur við eyru og innri augu nær trylltara flugi en hægt er að ná undir lestri sígildra íslenskra bókmennta. I söguheimi rímna og fomaldarævintýra felast nokkrar grunnlínur hugarfars síðari alda.“ (285) Mér hefði fundist upplagt að höfundur ævisögu eins helsta rímnasmiðs 18. aldar tækist á við að skilgreina þær línur öllu nánar. Lesendum er látið eftir það sem erfiðast er og höfundur hefði átt að annast. Vísindagrúski Snorra em gerð svipuð skil og sama marki brenndar em álykt- anir um fegurðarskyn. Þómnn birtir langan kvæðabálk sem Snorri skrifaði um konur og segir: „Eg sé ekki betur en átjándu aldar karl- menn hafi haft nákvæmlega útfærðar hugmynd- ir um fegurð kvenna.“ (70) Hvaða hugmyndir vom það? Hvemig á að lesa kvæði Snorra til að komast að því? Hún ræðir það ekki frekar, en slær fram álíka fullyrðingu nokkm síðar: „VÖxtur, limaburður og fríðleiki — sambland af föstum smekk og forskrift aldarfarsins — skiptir máli þegar karlar taka sér konu til ekta.“ (151) Náttúran fær álíka útreið: „Fegurð náttúr- unnar talar sömu tungu þetta miðsumar 1757 og hún gerir í dag, ef við ferðumst frá Gilsbakka yfir Gráhraun, Norðlingafljót, að Kalmans- tungu, yfir Hvítá, Geitá, Kaldá og gegnum Húsafellsskóg. Snorri les náttúmna á annan hátt en við gemm, landgæði em í brennipunkti." (213) Hvaða sömu tungu talaði náttúran til hans og „okkar“? Hvað er það sem „við“ sjáum en hann sá ekki? Naut Snorri ekki fegurðar í lands- lagi og hefði hann kannski ekkert botnað í nátt- úrulýsingum sagnaritara síns: „Heitu litimir brjótast út. Rautt, gultog brúnt lokastef sumars- ins málað um landið er eins og óp visnandi grasa. Einn morgun er birtirhefur snjóað í fjöll- in.“ (105) Greining í anda Frances Yates og Michel Foucault hefði verið við hæfi. Þómnn vitnar til þeirra beggja, en um aukaatriði. Þessi skortur á greinandi sýn verður til þess að hún gerir of lítið af gaumgæfilegum athugunum, en meira af því að semja athugasemdir eða hug- dettur við lestur skjala: „Til er skýrsla um hung- urdauðann í fimm sýslum á Suðvestur-, Vestur- og Norðurlandi . . . Handan við tölumar em margar ljótar ósagðar sögur sem enda með því að mjúk eða gödduð jörðin er opnuð með graf- tólum, magrir kroppar settir í moldu og prestur syngur yfir.“ (202) Af sömu sökum verða sögu- legar skýringar sálfræðilegar, til dæmis þegar hún ræðir um flótta hórsekra: „Sveinn og Sig- ríður sigla fyrir fjóra firði og Djúpið. Em leyni- lega burtstrokin frá Fífústöðum í Amarfirði. Otti við refsingu og niðurlægingu rekur þau áfram, en kjark, stolt eða ósvífni þarf jafnframt TMM 1990:3 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.