Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 39
Séra Magnús var vinur Magnúsar Eiríks- sonar og fylgdist með trúarlegum og heim- spekilegum deilum erlendis. Það er ekki fyrr en kemur fram um 1880 að Benedikt lætur eftir sig heimildir um afstöðu sína til kirkju og trúar. Má vera að bygging hinnarnýju Þverárkirkju 1878-79 valdi þar nokkru um. Fyrstu athugasemdir hans varðandi þessi efni benda ekki til ann- ars en mjög hefðbundinnar, uppreisnar- lausrar trúarafstöðu. Þannig skráir hann í almanak sitt 9. nóv. 1879: „Messað á Þverá, tókum sakramenti.“ Ári síðar var hann m.a.s. kosinn í sóknamefnd Þverársóknar, en þá bókar hann í almanak sitt 1. ágúst 1880: „Messað á Þverá. Nefndarfundur í Múla. Safnaðarfundur, kosið í nefndina J[ón á] Þverá, S[igurður í] Hólum, B[ene- dikt á] Auðnum." Það er líka á næstu árum, einkum 1883-84, sem Benedikt sýnirmest- an áhuga á að efla messusöng í Þverár- kirkju, og lengi áfram var hann þar for- göngumaður um söng. Þó að Benedikt tæki þennan þátt í safnaðarstarfi, hlýtur afstaða hans til kirkjunnar að hafa verið orðin mjög tvíbent þegar upp úr 1880 því að í bréfi til Kristjáns Jónasarsonar 11. sept. 1882 kveðst hann hafa villst „[...] lengra og lengra frá brjóstum blessaðrar kreddu-rík- is-kirkjunnar, og nú hata ég hana og fyrirlít af öllu hjarta!!"6 Naumast er unnt að hugsa sér að maður, sem svo mælir, hafi staðið heilshugar að kirkjulegu starfí í sóknamefnd og líka mætti gera ráð fyrir að Benedikt hafi ekki síður iðkað kirkjusöng sakir ástar á tónlist en vegna umhyggju fyrir útbreiðslu guðs ríkis. Það er þó fyrst og fremst eftir stofnun leynifélagsins Ófeigs í Skörðum og félaga 1888 og eftir að það tekur að kaupa erlendar fagurbókmenntir og rit um heimspeki, þjóðfélagsmál og trúarefni að kirkjuand- staða og gagnrýni á viðteknar trúarhug- myndir verða áberandi þættir í lífsviðhorf- um Benedikts. Það er líka jafnvel eins og hann hafi gert sér vonir um að leiða mætti prestana til betri vegar. Þannig segir hann í bréfi til Valdimars Ásmundssonar 31. mars 1890: Við höfum hér nú eins konar lestrarfélag sem nær yfir alla Suður-Þingeyjarsýslu og kaupum það besta sem við getum af Norð- urlanda-Literatur. Fjórum prestum höfum við náð í félagið til þess að knýja þá til að lesa og, ef mögulegt væri, kenna þeim mannúðlegt umburðarlyndi.7 Og enn heldur hann áfram í bréfi til Valdi- mars 28. jan. 1891: Eg er hræddur um að prestunum lítist ekki á blikuna hér nyrðra. Við manntalið í haust kom það upp, að ekki svo fáir neituðu ekki einungis að vera lútherskir heldur einnig að hafa nokkur trúarbrögð, og komu þó færri í ljós en til var ætlast sökum þess að svo víða var ekkert spurt um trúarbrögð. Ann- ars eru sumir prestar hér búnir að læra „tolerance“ (t.d. sra Á[mi]) og vinna í bróð- emi og félagsskap með mönnum sem játað hafa þeim að þeir væru trúlausir. Sra Á[mi] er t.d. í stjóm kaupfélagsins með okkur Pétri Gauta og hefur fullkomið traust á okkur í siðferðislegu tilliti, engu síður en sínum best kristnu sóknarbömum. Þetta hefði þótt fim mikil fyrir nokkmm tíma. En ekki kemur þetta af kæringarleysi, því allir erum við heitir hver fyrir sinni skoðun. Þetta sýnist mér vera vottur um andlegan þroska. Fjórir prestar eru í bókafélagi okk- ar, en það er hémmbil alveg heiðin „litera- tur“ sem það félag kaupir og les.8 Hér dregur Benedikt ekki úr trúleysi sýsl- TMM 1991:4 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.