Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 112
Ljóðið „(maður)(lifandi!)“ vísar líka í annað ljóð, „maður lifandi!“ er ljóðlína í ljóðinu „(úr rauðu)(í grænt)“ (16) sem sýnir skáld við skrift- ir og er eins konar kjarni bókarinnar, þar sem lýst er sköpunarferli skáldskaparins, skáldið sit- ur upprétt við glugga „en úti er blár himinn/og himinblátt haf‘ og bíður eftir skáldgyðjunni væntanlega, sem ekki bregst og gula bókin verður til „á morgun fæ ég gula+gulan+gult“. Blái himinninn og himinbláa hafið eru eitt og hið sama að vanda, og ljóðið vísar áfram í ljóðið „(mig dreymir)(mig dreymdi)" sem hefur „rautt herbergi/grænt herbergi“ kyrfilega milli stjama, og það ljóð vísar síðan enn áfram; ljóðlínan „ferja og farþegi“ er titill á ljóði (ferja)(og far- þegi) sem sýnir ferð á ferju, kannski fyrst og fremst ferð skugga og speglana, skuggi ljóð- mælanda ferðast um salinn og „staðnæmist á manninum/andspænis mér/og við siglum aftur á bak/til borgarinnar/frá borginni“. Maðurinn í skugganum andspænis verður spegill ljóðmæl- anda þar sem hann sér borgina íjarlægjast um leið og hún nálgast. Og enn er ferðast neðan- sjávar, ferjan er sokkin: „fjöllin voru gegnsæ og hafið slétt“, spegilmyndir fjallanna í vatninu eru gegnsæjar. Þessi samruni hafs, himins og lands er mynd- rænn, séður en ekki sagður, myndir renna sam- an og hverfast hver inn í aðra, svo þær togast og teygjast og taka endalausum breytingum innan ljóða og milli þeirra. Himins- og hafsmyndirnar eru yfirleitt kyrrstæðar og fljótandi í einskonar tímalausu rúmleysi, „milli sólseturs og kvölds", „í skugga einhvers/sem varpar ekki skugga“. Óður sólaróður „(café selsíus)“ er sólaróður, í 21 hitaverslar farþeginn samt við regnfatabúðina, sér mambó- vofu og getur verið viss um að villast eftir götukortinu. Hann er óður, með sólsting sjálf- sagt „(samanber minnisatriði farþegans: gleymið ekki að staðfesta farið til baka)“. 1 ljóðinu er tíma- og rúmskynjunin sett í for- grunninn, tími og rúm teygð og toguð líkt og speglanir og skuggar áður. Á klukkustundar- ferðalagi út fyrir borgina þarf að „staðfesta farið til baka“, en það kemur ekki í veg fyrir að borgin minnki og breytist á meðan „: hún hefur minnk- að en ég er með götukort/og get verið viss um að villast“. Ferðamannsins sem snýr heim eftir klukkustundar fjarveru bíða „engar minningar“ en eitthvað situr í honum varðandi komur og brottfarir, en enginn sérstakur munur er á. Tím- inn líður mishratt, „ekki nógu hratt/milli klukk- an fimm og sex“, og nærsýni hefur áhrif á vegalengdir og sólin sest ekki um kvöldið. Tím- inn er afstæður eins og allir vita og enginn gmndvallarmunur á klukkutíma og mannsævi, borgir gerbreytast jafnt á klukkutíma sem mannsævi og minningar fölna á einni hélunótt og ferðalag er ferðalag hvort sem komið er eða farið. Fjarlægðir fylgja sjón, nærsýni styttir leiðir jafnt og hægt er að teygja höndina út um glugg- ann að völdu húsi sem sést út um hann. Hin myndræna ögun Sjóns gengur því ekki út á samfellda miðsækna heild, heldur út á útleitna upplausn táknrænnar heildar, myndræn heild Sjóns er sundurleit, og miðjan er ginnungagap. Þetta er hin hreina fantasía sem smokrar sér úr öllum viðjum götukorta og annarra útskýr- inga, einföld og skýr eins og nunnurnar sjö í stræti Bosch sem vita ekki hvort skáldinu er alvara. Orð sem mynda einstaka ljóðlínu í einu ljóði em orðin að titli annars staðar (og þar með heilu ljóði) og þannig gegna þau tveimur hlut- verkum, annars vegar sem orð í ljóði (merking innan ljóðsins) og hins vegar sem titill ljóðs (tilvísun útfyrir það). Hið fantastíska er útleitið eins og hin myndræna heild ég man ekki eitt- hvað um skýim, það er einungis hluti — reyndar stór hluti — ljóðanna sem kallast á og em ofin saman, sum ljóðin standa alfarið utan vefsins. Heildarsvipur bókarinnar er tvíafmiðjaður með þessum hætti, það er aðeins hluti hennar sem myndar þessa heild, og hún er losaraleg. Þau ljóð sem ekki tengjast vefnum finnast mér reyndar síst, og stendur það væntanlega í beinu sambandi við það álit mitt að þessar tengingar 110 TMM 1992:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.