Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 60
Sumarið 1904 var Joyce enn um kyrrt í Dyflinni, lifði á slætti og stundaði drykkjusamkvæmi af kappi milli þess sem hann samdi sögur eftir pöntun fyrir lítilsvirt tímarit sem nefndist Irish Homestead. Til að firra sig ámæli fyrir að birta verk sín í svo lítilmótlegu tímariti notaði hann höfundarheitið Stephen Dedalus. Fyrsta sagan sem hann birti var „Systurnar". Síðar komu „Eveline11 og „Eftir keppnina". Meðan hann var að semja þessar sögur mótaðist með honum hugmyndin um að setja saman bók með sögum um Dyflinni, sem afhjúpa skyldu „sál þessa heilablóðfalls eða lömunarsjúkdóms sem margir telja vera borg“. Fíann var þegar búinn að ákveða aðferðina, sem átti að vera í því fólgin að birta með „ráðvandri kvikinsku" það sem hann nefndi „mikilvægi lítilsverðra hluta“ og lýsa á hlutlægan hátt undirgefni borgarbúa við fjölskyldu, kirkju og ríki. í september 1904 spurði Joyce Noru hvort hún væri reiðubúin að yfirgefa írland í fylgd með sér og leggja útí „áhættusamt líf‘. Hún kvað já við og Joyce fór strax að slá fyrir farinu til meginlandsins. Hann var búinn að fá loforð fyrir starfi tungumálakennara við Berlitzskólann í Zurich. Þau sigldu frá Norðurbakka í Dyflinni 9nda október. I París sló Joyce annað lán og komst til Zurich llta október, en þar var ekkert starf að hafa, svo þau hjónaleysin hröktust áfram suðurábóginn, alla leið til Trieste. Þarmeð hóf James Joyce 22 ára gamall 37 ára langa útlegð sem leiddi af sér fjögur af öndvegisverkum heimsbókmenntanna á þessari öld: í Dyflinni, A Portrait ofthe Artist as a YoungMan, Ódysseifog Finnegans Wake. Á þessum 37 árum kom hann tvívegis til heimalandsins, 1909 og 1912. Hann hafði skorið á þau bönd sem hverjum einstaklingi reynist erfiðast að slíta, böndin við ætt og fósturjörð, en þau bönd verða menn að slíta vilji þeir verða heilir og óháðir einstaldingar, segir Erich Fromm í frægri bók. 50 TMM 1994:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.