Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 32
— Þeir eru kannski tilbrigði við svipað stef. — Svo eru Gloría, Guðný og Nanna tilbrigði við annað stef. Þær eru bragðarefir, óútreiknanlegar, og upphaf sagna vegna þess að hjá þeim er söguþráðurinn, hnykillinn og hnoðað. Þær eru líka lauslátar og brjóta allar reglur um löggilta meðalhegðun. — Þær eru ekki lauslátar, en karlmennirnir í sögunni ætla þeim ýmislegt sem kemur þeim ekkert við heldur er sprottið úr hugarheimi karlanna. Þær eru allar séðar frá sjónarhóli þeirra. Það er viss kvenmynd sem karlar hafa búið til og eltast svo við, eins og Frontín og Diafanus sem eltast við Gloríu. — Þriðja og mikilvægasta horn þríhyrningsins er svo Diafanus, Stefán og „ég“. Þessar persónur eru bæði gerendur og þolendur í sambandi við valds- mennina eða „hið karllega“ annars vegar og hinar brögðóttu konur eða „hið kvenlega“ hins vegar. Þetta er þríhyrningur í þríhyrning í þríhyrning eða riddarasaga í reisubók í póst-móderne skáldsögu? Sem er söguleg skáldsaga? Eða hvað? Er ég nú búin að rekja of mikið ofan af söguþráðar-hnykli þínum, Álfrún, og orðin rammflækt? — Nei, bara svolítið. Sagan af Diafanusi er ekki riddarasaga þó að viss minni í henni sæki til riddarasagnanna. Ég get ekki neitað að hafa haft „yngri“ riddarasögur í huga, þær hafa alltaf heillað mig. En fyrst og fremst leik ég mér að þessari bókmenntagrein. Sagan af Diafanusi er heldur ekki miðaldasaga og Hvatt að rúnum er ekki söguleg skáldsaga. — Nú? — Söguleg skáldsaga er saga sem sett er niður á ákveðnu, atmörkuðu tímabili þar sem sögulegar persónur ganga um garða. Sá sem skrifar sögulega skáldsögu verður að vinna heimildavinnu, vera afar nákvæmur í meðferð sinni á staðreyndum og slíkur höfundur notar sögulega rétt smáatriði til að búa til umhverfi. Ég geri ekkert af þessu í Hvatt að rúnum. Við vorum áðan að tala um mörkin sem ég reyni að leysa upp, ég áskil mér frelsi til að láta skáldskapinn ráða yfir sögulegum aðstæðum en það getur maður ekki nema að vissu marki ef maður skrifar sögulega skáldsögu. Þú getur ekki breytt atburðum mannkynssögunnar. — Það sem er sögulegt við Hvatt að rúnum er þá kannski fremur bók- mennta-sögulegt? — Það væri kannski frekar. Það má líka líta á það að mannkynssagan getur komið til manns í formi samtímaskáldsagna. — Heyrðu Álfrún, við erum búnar að búa til nýtt hugtak: „bókmennta- söguleg skáldsaga“! — }á, en eigum við nokkuð að vera að flíka því? 22 TMM 1994:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.