Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 48
Gyrðir Elíasson John Cowper Powys Þegar litið er yfir rit um enska bókmenntasögu tuttugustu aldar, ber sjaldnast mikið á nafninu John Cowper Powys. Það er fremur að bræður hans tveir, þeir Llewelyn og Theodore Francis, séu nefndir í framhjáhlaupi innan um „stóru nöfnin“. Þó er til það bókmenntafólk í Englandi og víðar sem telur John Cowper eiga skilið sæti í grennd við þau Virginiu Woolf, D.H. Lawrence og James Joyce. Gagnrýnandinn George Steiner, sem meðal annars er þekkt- ur fyrir skrif sín um Tolstoj, hefur skrifað greinar um John Cowper Powys, þar sem hann talar um hann sem „vanræktan risa“. Kanadíski rithöf- undurinn Robertson Davies hefur einnig ritað greinar um Powys þar sem hann lætur í ljósi furðu sína yfir núverandi stöðu hans í heimi bókmennt- anna. Hitt er síðan annað mál, að það er ekki alltaf víst að best sé að sitja á fremstu bekkjunum. John Cowper Powys gekk ævinlega heldur andstreymis þeim módernisma sem ríkti fyrr á öldinni. Verk hans áttu að ýmsu leyti fleira sameiginlegt með verkum Hardys, Dostojevskís og fleiri höfunda sem áttu sinn heimareit í nítjándu öldinni. Skáldsögur hans eru flestar mjög langar, allt upp í 1100 þéttprentaðar síður, svo sem einsog höfuðrit hans, A Glastonbury Romance, sem kom út 1932. Þær eru á vissan hátt lausar í sniðum, honum er meira í mun að draga fram innra líf persónanna en að afhjúpa framvindu, og þar skarast aðferð hans helst við módernisma, en það er ekki af því honum sé sáluhjálparatriði að losna við eldri frásagnarmáta, heldur krefst persónugerð hans sjálfs þessa sniðs. Stíllinn hægur og lotulangur, ber að nokkru leyti keim gamals tíma, án þess þó að votti fyrir stjarfa. Af einhverjum ástæðum lenti John Cowper fljótlega upp á kant við allt sem kalla mætti „akademíu“, einsog flestir þeir sem svamla gegn straumi tímans (því módernisminn var, þegar öllu var á botninn hvolft, „straumur tímans“). í þeim herbúðum var hann fljótlega talinn af, sú þokukennda samkoma hefur síðan haldið honum hæfilega neðanjarðar, en þó grær torfan hans ekki, því enn er hann lesinn af mörgum sem ekki vilja trúa því að ensk bókmenntasaga sé slíkur bláþráður sem fram kemur í fræðiritum; þar sem 46 TMM 1994:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.