Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 94
burðarins, eða hvað annað sem vera skal. Jafnvel þótt hægt yrði að komast til botns í þeirri sundurgreiningu verður óvissuþátturinn aldrei fullkomlega afmáður. Það verður samt sem áður einhver talandi til staðar, einhver ómissandi, algert frumkvæði, nýtt upphaf heimsins. Þótt það leysist upp við greiningu að lokum, eða verði að gjalti, er það samt ögn af einhverju sem er algert. Saga Frakklands, menning, trúarbrögð og tungumál eru sprottin af aðkomufólki, einkumþó af börnunum semýmistvoru innflytjendabörn eða ekki, en altént algert aðkomufólk. Verkefni heimspekings og þar með hvers sem er, til dæmis borgaranna, er að reyna að rýna eins djúpt og kostur er í atburðinn, gera hann skiljanlegri, þar til greiningin nær til þess sem kemur. Það sem gerir eitthvað nýtt, er ekki frekar þetta en hitt, heldur sú staðreynd að allt sem er dagsett gerist aðeins einu sinni, (staður og stund) og það er alltaf annaðhvort fæðing eða dauði sem sem við merkjum á þennan hátt. Enda þótt menn sæju fall Berlínarmúrsins fyrir, gerðist það einn góðan veðurdag, og það kostaði nokkur mannslíf til viðbótar (áður en hann var rifinn og meðan á því stóð) og einmitt þess vegna verður sá atburður ekki aftur tekinn. Það eina sem ekki er hægt að greina til hlítar er fæðing og dauði: ávallt upphaf heimsins og endir ... — Erþað sem stendur eftir, þegar viðburður hefur veriðgreindur, hið óafbyggj- anlega? Er eitthvað óafbyggjanlegt til, og hvað mundi það þá vera? J.D.: Ef eitthvað er ekki hægt að afbyggja, er það réttlætið. Réttarfarið, réttarkerfið er hins vegar sem betur fer hægt að greina sundur og saman, það má endalaust bæta. Sem stendur hallast ég helst að því að réttlæti sé besta dæmið um fyrirbæri sem ekki er hægt að afbyggja, það sem knýr afbygging- una áfram, réttlætir hana. Það er jákvæða reynslan af því þegar hið ókunna birtist sem slíkt: það er heilladrýgra að það gerist en ekki (þetta er reynsla af viðburðinum sem ekld er hægt að gera grein fyrir með aðferðum veru- fræðinnar: að eitthvað verði, að eitthvað sé fremur en ekkert). Það er betra að vera opinn gagnvart framtíðinni, þetta er það sem afbyggingin gefur sér, það sem hún hefur ævinlega sótt hreyfiafl sitt til og tengir hana, rétt eins og sjálfa framtíðina, við það sem er annað, við takmarkalausa reisn þess sem er annað. Þá er ég einnig að tala um lýðræðið sem koma skal. Það má ímynda sér allskyns mótbárur gegn þessu. Þessa til dæmis: „Stundum er betra að þetta eða hitt gerist alls ekki. Réttlætið krefst þess að þessi eða hinn atburð- urinn (það sem „að höndum ber“) eigi sér ekki stað. Viðburður er ekki æskilegur sem slíkur, framtíðin er ekki „skilyrðislaust ákjósanlegri““. Vissu- lega, en það má alltaf sýna fram á að þegar maður vill síður að þetta gerist en hitt sé maður með réttu eða röngu að loka sjóndeildarhring, eða draga sjóndeildarhring (orðið merkir ystu mörk), loka á allt sem framandi er, loka á sjálfa framtíðina. Hér er á ferðinni messíönsk formbygging (jafnvel messí- anismi — í kveri því sem ég skrifaði um Marx geri ég greinarmun á hinu 92 TMM 1994:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.