Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 99
GAMANBRÉF TIL GÓÐKUNNINGJA MÍNS uðu“ þeir ekki mál sitt með tökuorðum eins og kirkja, prestur og biskup, jafnvel krossl Og fóru að syngja á Saltarann, þrælbeinin! Og hvað með karlana sem tóku að færa í letur biskupatal og konungaævir? Var íslenskan sem lærðir menn á Þingeyrum töluðu í scriptorium ókrydduð? Toluðu þeir ekki um bók, penna, letur, bréf og punkt, jafnvel kommu? Og hvað með síðari tíma menn? Kryddaði Jón Arason ekki mál sitt? Eða Jón Indíafari. Eða Hallgrímur Pétursson? Eða Guðbrandur Þorláksson? Eða Árni Magnússon? Eða Jón Steingrímsson? Æijú, það gerðu þeir nú, blessaðir karlarnir. Og þá komum við nú að spurningunum miklu: Hverjir mega krydda íslensku sína og með hverju? Einhverjir kynnu að lesa svo í mál mitt, sem ég væri að núa þér því um nasir, að karlar mættu krydda mál sitt en konur ekki, þar sem umrædd grein þín fjallar um tvær konur sem ræðast við. Það ætla ég þér alls ekki, Ólafur, og því er best að sneiða hjá spurningunni um það „hverjir“ megi strá erlendum krásjurtum í tungutak sitt. Víkjum heldur að sjálfu kryddinu. Ég skil grein þína svo, að þú teljir orð mismunandi vel ættuð, án þess þú útskýrir nánar í hverju göfgi og ógöfgi orðsifjanna sé fólgin. Þann skilning minn byggi ég á því sem stendur á bls. 95, þar sem þú ræðir um nafnorðið „upplifun“ og sögnina að „upplifa,“ sem þér er afar illa við vegna þess hvað orðin eru „illa ættuð.“ Danir hafa gert okkur þann greiða að taka þessi orð úr þýsku og færa þau í danskan málbúning sem íslendingar hafa síðan gleypt við og aldrei áður tekið sér í munn annað eins hnossgæti, enda þótt þessi orð séu í rauninni illa œttuð. (Leturbreyting mín). I æsku las ég bók um hraustan, norrænan dreng sem lenti í miklum ævin- týrum í Ameríku. Nafni bókarinnar hef ég gleymt, en lýsingu á kynblendingi sem þar var hef ég ekki gleymt, þar stóð nefnilega: „hann var sorablanda indjána og negra!“ (Og auðvitað hinn versti maður). Eru orðin upplifun og upplifa sorablanda dönsku og þýsku, og því brott- ræk úr „hreinu máli?“ Er orðið prestur, sem barst úr grísku í þýsku og þaðan í íslensku við kristni, betur ættað en upplifa. Er orðið bíll, sem var myndað úr latínusproki, eins og nafn á svo mörgu fjölmúlavílinu á okkar dögum, og barst trúlega úr þýsku í dönsku um síðustu aldamót og þaðan í íslensku, betur ættað en módernismP. Er orðið kommúnismi, sem barst úr þýsku í dönsku og þaðan í íslensku, verr ættað en prósP. TMM 1997:3 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.