Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 92
GUÐNl ELÍSSON um greinasafh Kristjáns í Lesbók Morgunblaðsins segir hann að nú hafi hið fátíða gerst; „íslenskur fræðimaður fari með fræði sín út fyrir fílabeinsturn- inn“ (Karl 8B). Ég verð að viðurkenna að þessi niðurstaða Karls þykir mér undarleg. I menningarumræðu Kristjáns er fátt sem gefur til kynna að hann taki yfirvegað á málefnum samtímans. Ádeila Kristjáns á póstmódernismann hefur vakið sterk viðbrögð og margir hafa svarað honum opinberlega, jafnt á síðum Morgunblaðsins sem í Ríkisútvarpinu. Gagnrýni mín beinist þó að öðrum þáttum í skrifum hans. 1 grein sinni „Að lifa mönnum“ segir hann eitt mikilvægasta hlutverk kennara og fræðimanna vera að „koma æsku landsins til nokkurs þroska“ og búa „hana undir líf og starf í nútímaþjóðfélagi“ (a 253). Ég er þeirrar skoðunar að kenningar Kristjáns uppfylli seint það hlutverk og sé mér ekki annað fært en að deila á margar þær fullyrðingar, rökfærslur og niðurstöður sem hann setur fram í grein sinni um háskólakennarann. 1. Úti áystu snös í upphafi greinarinnar skiptir Kristján skyldum háskólakennara í tvennt. Þeim ber að hafa hliðsjón af almannahag við val rannsóknarefna og sinna fræðslu- eða vegsagnarskyldu gagnvart almenningi. Með þessar skyldur að leiðarljósi hafnar Kristján fræðakenningu sem hann nefnir .snasarkenning- una‘, en hún kveður á um að „hver snös í klungrum þekkingarinnar sé athugunarverð“, óháð notagildi og að hana „beri að rannsaka eingöngu af því að hún er þarna og gildi rannsóknarinnar sé eingöngu það að vera rannsókn“ (a 256-57). Að mati Kristjáns vanrækir slík fræðastefha þarfír samfélagsins, eflingu „lands og lýðs“ (a 254). Kristján viðurkennir reyndar að til séu fræðigreinar sem gefi snasarkenn- ingunni vægi, s.s. eðlisffæði, þar sem off er ómögulegt að vita hvort rann- sóknir á líðandi stund komi að notum í framtíðinni. Óvissan um ff amtíðarnýtingu getur því réttlætt sumar rannsóknir en þó ekki vegna þess að rannsóknin sé „góð sem slík“ (a 257) enda gangi sú skoðun þvert á nytjakröfuna: „Höggstokkur getur líka verið góður sem slíkur - gott eintak af tegundinni höggstokkur - en það eitt getur naumast talist fullnægjandi ástæða til að framleiða hann“ (a 257). Kristján tengir slíkar höggstokksrann- sóknir í nútímanum forn-grísku sófistunum: Sókrates kenndi okkur í samræðunni Gorgíasi að til væru „fleðulistir": starfsemi sem væri hvorki holl fýrir iðkandann né göfug út á við [...] Rétt eins og til eru fleðulistir sé ég ekkert því til fýrirstöðu að til geti verið „fleðufræði“: fræði sem hvorki eru heilnæm né virðingarverð, 82 TMM 1998:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.