Fréttablaðið - 23.07.2015, Síða 1

Fréttablaðið - 23.07.2015, Síða 1
FRÉTTIR Miðbæjarstíll Svanhildur Heiða Snorradóttir vekur oft athygli fyrir skemmti-legan klæðaburð.SÍÐA 2 Konur og mótorhjól Nú stendur yfir sýning á Akur-eyri á mótorhjólum og munum sem tengjast þeim. SÍÐA 4 U nnur Sara Eldjárn, söng-kona, gítarleikari og lagahöfundur, bjó sér til fatastíl sem tónlistarmaður sem er ólíkur því hvernig hún klæðir sig dagsdaglega. Hún spilar mjög mikið og við alls konar tilefninýbúi ð GÍTARÓLIN VEKUR ALLTAF ATHYGLIMEÐVITUÐ Unnur Sara Eldjárn, söngkona og lagahöfundur, klæðir sig öðru- vísí þegar hún kemur fram sem tónlistarmaður en þegar hún fer í partí. Hún hefur gaman af áberandi fylgihlutum og þar er gítaról í miklu uppáhaldi.60% f l TÆKIFÆRISGJAFIR TILBOÐ - mikið af frábærum boðumtil Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 Hnífaparatöskur – 12 manna 14 tegundirVerð frá kr. 24.990 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Fimmtudagur 20 SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 23. júlí 2015 171. tölublað 15. árgangur SKOÐUN Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinn- ar, skrifar um Grikkland. 22 SPORT Bestu kylfingar landsins hituðu upp fyrir Íslandsmótið við bryggju. 2 VERSLUNARMANNAHELGARTAPPINN Unnið er að undirgöngum við Aðaltún í Mosfellsbæ og eru framkvæmdir nýlega hafnar. Áætlað er að verkinu ljúki í nóvember. Um aðra helgi er mesta ferðamannahelgi sumarsins en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist ekki hafa áhyggjur af því að þarna muni skapast vandi. „Oft er hæg umferð út úr bænum þannig að það er ekki víst að það tefji meira en ella,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÚRVAL AF VÖRUM FRÁ IITTALA MIÐASALA Á DALURINN.IS #DALURINN KOMDU OG UPPLIFÐU ÞJÓÐHÁTÍÐ MENNING Þórdís Erla fegrar plan í Kópavogi fríhendis. 28 VIÐSKIPTI „Þeir búa til kerfi sem er greinilega til þess ætlað að knýja þá á kné sem eru í samkeppni við MS.“ Þetta segir Þórólfur Matt- híasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan er ákvörðun verðlags- nefndar búvara um að heildsölu- verð gerilsneyddrar mjólkur í lausu máli, sem er ekki innpökkuð, verði 105 krónur en mjólk í fernu kosti 121 krónu. Í grein í Frétta- blaðinu í dag fullyrðir Þórólfur að mismunurinn dugi ekki fyrir inn- pökkunarkostnaði og því sé verið að ofrukka samkeppnisaðila MS, sem þurfa að eiga í viðskiptum við stórfyrirtækið. „Þetta er opinber nefnd sem setur verðlag og þarna er hún að gera það skakkt. Þetta er bara til þess að þrýsta Ólafi út af mark- aðnum,“ segir Þórólfur og á þar við Ólaf M. Magnússon, framkvæmda- stjóra mjólkurbúsins Kú. Kú hefur kært verðlagshækk- un nefndarinnar og segir að með ákvörðuninni sé verðlagsnefnd búvara að leggja á 17,44 prósenta samkeppnisskatt sem renni til MS. Hækkun á mjólkurafurðum um 3,58 prósent og á smjöri um 11,6 prósent hefur verið gagnrýnd síðan ákvörðunin var tekin þann 17. júlí síðastliðinn. Í gær sendu Sam- tök verslunar og þjónustu frá sér ályktun gegn hækkuninni. Ari Edwald er varaformaður samtakanna en jafnframt forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hann segist ósammála ályktun samtakanna og hafa sjálfur verið í minnihluta við atkvæðagreiðslu um hana. „Ég held að þessi umræða sem er búin að vera um landbúnaðarmál og mjólkurframleiðsluna síðustu daga sé ákaflega yfirborðskennd.“ Hann segir að þeir sem gagnrýni hækkunina vilji mjólk á almennan samkeppnismarkað. „Aðalatriðið er að ef menn ætla ekki að hafa opinbera íhlutun um verðlagn- ingu, hvað ætti þá að taka við? Það er alveg ljóst að við þær aðstæður væri ekki landbúnaður á Íslandi eins og við þekkjum hann.“ - snæ Segir reynt að bola Kú burt Hagfræðiprófessor segir að verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. DÓMSMÁL „Þrátt fyrir skýrslur erlendu sérfræðinganna virð- ist sem saksóknari ætli að halda áfram með málið, sem er hrikalegt,“ segir Annþór Krist- ján Karlsson sem ákærður var ásamt Berki Birgissyni fyrir að hafa beitt fanga á Litla-Hrauni ofbeldi árið 2012 sem leiddi til dauða hans. Bæði Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. Nú þegar rúm þrjú ár eru frá andláti fangans hafa allir þeir erlendu sérfræðingar, sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fangans að ósk verj- enda Annþórs og Barkar, skilað niðurstöðum sínum. „Það er ekk- ert eðlilegt við það að rannsókn- in sé búin að taka svona langan tíma. Okkur hefur þótt rosalega sárt að hafa yfir okkur ákæru fyrir að hafa myrt vin okkar sem við gerðum bara alls, alls ekki.“ Annþór segir allar skýrslur erlendu sérfræðinganna vera á skjön við það sem þeir félagar eru ákærðir fyrir. Hann spyr hvers vegna saksóknari sjái ekki sóma sinn í að fella niður ákæruna. Annþór og Börkur voru báðir vistaðir á öryggisgangi á Litla- Hrauni í eitt og hálft ár vegna málsins. Hólmgeir Elías Flosason, verj- andi Annþórs, segir að niður- stöður erlendu sérfræðinganna séu allar algjörlega öndverðar niðurstöðum íslensku sérfræð- inganna. Hann vildi ekki svara því hvort hann teldi líklegt að saksóknari myndi falla frá ákærunni. - ngy Erlendir sérfræðingar hafa nú skilað niðurstöðum sínum um andlát fanga á Litla-Hrauni: Finnst sárt að hafa ákæruna yfir sér Okkur hefur þótt rosalega sárt að hafa yfir okkur ákæru fyrir að hafa myrt vin okkar sem við gerðum bara alls alls ekki. LÍFIÐ Roger Taylor, trommuleikari Queen, tjáir sig um tónlistina. 46 Skildu Ísland útundan Fimm ríki gerðu með sér samning um veiðar á norðurheimskautinu án aðkomu Íslands. Að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins eiga aðeins ríki með efnahagslögsögu að pólnum aðild að samningum. 8 Með sjaldgæft heilkenni Feðgarnir Hlynur Gestsson og Gestur Hreins- son ætla að ýta Sindra Pálssyni, sex ára frænda sínum, tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar blindum börnum. Sindri er með svokallað Warburg-heilkenni. 2 Leita að gulli í Hveragerði Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. Kanadískt námufyrirtæki fjármagnar leitina. Óljóst hvort það er í vinnan- legu magni. 10 Nýtt lán Gríska þingið greiddi atkvæði í gærkvöldi um lög sem tryggja ríkissjóði Grikkja aðgang að frekari lánum. 12 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K N Ý.p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 9 -B E E C 1 5 8 9 -B D B 0 1 5 8 9 -B C 7 4 1 5 8 9 -B B 3 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.