Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2015, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 23.07.2015, Qupperneq 40
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 12.00 Steingrímur Þórhallsson, organ- isti Neskirkju verður gestur Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í kvöld. Steingrímur mun meðal annars frum- flytja verk sitt Dialogus og með honum verða Pamela de Sensi, flautuleikari. Miðaverð er 2.000 krónur. 20.00 Corpo di Strumenti leikur fiðlu- sónötur eftir Heinrich Ignaz Franz von Biber á Sumartónleikum í Skálholti. 20.30 Sætabrauðsdrengirnir Gissur Páll Gissurarson, Bergþór Pálsson, Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson flytja dægurlög úr ýmsum áttum og tíma- bilum í Álfakaffi á Borgarfirði eystri í kvöld. Miðaverð er 3.900 krónur. 21.00 Tilraunaverkefni djasshópsins 23/8, Björkologi, hefur tónleikaferðalag sitt á Bryggjunni í Grindavík í kvöld. Hópurinn tekur fyrir vel valin lög úr safni Bjarkar og útsetur á djassvísu. Aðgangur ókeypis. 21.00 Sölvi Kolbeinsson, saxófónleikari og Magnús Trygvason Eliassen trommu- leikari koma fram í Mengi í kvöld og leika ýmsa djassstandarda í nýjum búningi. Miðaverð er 2.000 krónur. 21.00 Þormóður Dagsson leikur lög hljómsveitar sinnar Tilbury upp á eigin spýtur á Hlemmur Square í kvöld. 21.00 Sara Blandon og Akan spila á Café Rosenberg í kvöld. 21.00 Hljómsveitin Ensími efnir til útgáfutónleika á Græna hattinum, Akureyri í kvöld en sveitin gaf nýverið út sína fimmtu breiðskífu, Herðubreið. Ensími leikur Herðubreið í heild sinni ásamt eldra efni. Miðaverð er 2.500 krónur. 21.00 Hljómsveitin Grísalappalísa efnir til tónleika á Húrra í kvöld. Aðgangs- eyrir er 1.500 krónur og húsið verður opnað klukkan 20.00. 22.00 Hljómsveitin Úlfur Úlfur fagnar útgáfu plötu sinnar, Tvær plánetur í Gamla bíói í kvöld. Platan verður leikin í heild sinni í fyrsta skipti. Miðaverð er 2.500 krónur. 22.00 Magnús R. Einarsson, Karl Pétur Smith og Tómas M. Tómasson halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka- stíg 8. Aðgangur er ókeypis. 22.30 Djasshljómsveitin Óregla spilar á Dillon í kvöld. Opnanir 17.00 Útiverk Þórdísar Erlu Zoëga verð- ur afhjúpað á sumargleði Gerðarsafns í Hamraborg. Verkið breytir lautinni á milli menningarhúsanna í Hamraborg í útistofu. DJ Sven Møller þeytir skífum á opnuninni og boðið verður upp á sumardrykk og léttar veitingar. Allir velkomnir. 17.00 Sýning á nýjum og eldri verkum Rúnu Þorkelsdóttur verður opnuð í Iðnó við Tjörnina. 17.00 Sýning Hlífar Ásgrímsdóttur verð- ur opnuð í Grafíksalnum á Tryggvagötu 17 í dag. Verk Hlífar eru undir áhrifum af umhverfislist og málverkum sem máluð eru í einum lit. Sýningar 16.00 Sirkus Íslands sækir Fáskrúðs- fjörð heim á Frönskum dögum og sýnir fjölskyldusýninguna Heima er best sem sérsniðin er fyrir börn á leikskólaaldri án þess að vera á kostnað eldri áhorfenda. Miðaverð er 3.500 krónur. Hátíðir 18.00 Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Kópavogi fer fram í dag. Sextán hópar og einstaklingar sýna afrakstur sumarsins í og við Molann Ungmennahús við Hábraut 2 í Kópavogi. Ýmis verkefni í formi listgjörn- inga, myndlistarsýninga, ljóðlistarinnsetn- inga, tónlistarmyndbanda, ljósmyndunar, forritunar, fatahönnunar og lýkur hátíðinni með frumsýninga fjögra stuttmynda. Opið hús 18.00 Opið hús í tímabundna sýningar- rýminu og vinnustofunni Góðir vinir í húsi Crymogeu á Barónsstíg 27. Uppákomur 15.00 Ljóð eftir Davíð Stefánsson verða flutt í Davíðshúsi. Uppistand 21.00 Uppistand í Stúd- entakjallaranum á vegum GOmobile. Jóhann Alfreð Kristinsson er kynnir kvöldsins og fram koma Bylgja Babýlons, Ragnar Hansson, Leifur Leifsson og Snjólaug Lúðvíks- dóttir. Aðgangur er ókeypis. 21.30 Tilraunauppi- stand á Bar 11 í kvöld. Aðgangur er ókeypis. Tónlist 20.00 Dj Gísli Galdur þeytir skífum á Prikinu í kvöld. 20.00 Dj Megan Horan þeytir skífum á Bravó í kvöld. 21.00 Dj Hrönn þeytir skífum á Frederik- sen Ale House í kvöld. 21.00 Dj Krystal Carma þeytir skífum á Bar Ananas í kvöld. 21.00 Gaukurinn býður öllum sem vilja að stíga upp á svið með Náttmarðar kvartett- inum, á staðnum verður gítar, trommusett og míkrafónar en hægt er að koma með eigin hljóðfæri. Aðgangur og þátttaka er ókeypis. 21.00 Dj Smutty Smiff þeytir skífum á Lebowski Bar í kvöld. 21.00 Trúbadorarnir Eiki og Steini verða á English Pub í kvöld. 22.00 Trúbadorinn Hreimur verður á American Bar í kvöld. 23.00 Trúbadorarnir Vignir og Jógvan verða á B5 í kvöld. Útivist 20.00 Menningarganga um Víðistaðatún í fylgd Þráins Haukssonar landslagsarkitekts. Hugað verður að svæði, listaverkum og skipulagi á túninu. Gangan er hluti af Sumargöngum í Hafnarfirði og hefst frá Skátaheimilinu við Hjallabraut 51. Miðað er við að gangan taki um klukku- stund og sé við allra hæfi. Þátttaka er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabla- did.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. JÓHANN ALFREÐ KRISTINS- SON GRÍNISTI GRÍSALAPPALÍSA Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson sendir frá sér sína aðra sólóplötu og nefnist hún einfaldlega Ásgeir Ásgeirsson tríó. Á plötunni leikur hann sér með þemað tríó, en hann hefur samið tíu lög fyrir fimm tríó sem öll eru starfandi um þessar mundir. „Þetta gefur plötunni öðruvísi blæ því að tríóin eru með mismunandi stíl,“ segir Ásgeir um plötuna. Annað þema sem er á plötunni er að lögin eru öll samin með rödd- inni einni saman. Hann semur lag- línurnar fyrst og gítar og píanó eru víðs fjarri við lagasmíðarn- ar. „Þetta er svolítið eins og popp- tónlist þegar laglínan verður til á undan. Laglínurnar verða oft ein- faldari og meira grípandi þegar þær eru samdar á undan,“ bætir Ásgeir við. Hann hóf upptökur á plötunni í desember og tók vinnan nánast allan síðasta vetur. „Hugmyndin um þessa plötu og þetta þema er samt örugglega þriggja ára.“ Með Ásgeiri á plötunni leika þau Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu, Haukur Gröndal á saxó- fón, Snorri Sigurðarson á flugel- horn, Gunnar Gunnarsson á píanó, Karl Olgeirsson á Hammondorgel, Ólafur Hólm á trommur, Stefanía Svavarsdóttir og Kristbjörn Helga- son sjá um söng og um bassaleik sjá þeir Þórður Högnason, Richard Anderson, Gunnar Hrafnsson og Þorgrímur Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson hefur verið einn mest áberandi gítarleikari þjóðarinnar um árabil. Verið marg- oft tilnefndur til íslensku tónlistar- verðlaunanna í poppi og djassi og flokknum önnur tónlist. Ásgeir kemur reglulega fram með Páli Óskari, Ragnheiði Gröndal og Guð- rúnu Gunnars sem og með alþjóð- legu balkansveitinni sinni Skugga- myndum frá Býsans. Ásgeir ætlar að fagna útgáf- unni með tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 13. ágúst næstkom- andi. - glp Lögin á plötunni samin fyrir fi mm tríó Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson fer nýjar og öðruvísi leiðir á sólóplötu sem nýkomin er út. NÝ PLATA Ásgeir Ásgeirsson hefur verið einn mest áberandi gítarleikari þjóðarinnar um árabil. AÐSEND MYND 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 9 -D C 8 C 1 5 8 9 -D B 5 0 1 5 8 9 -D A 1 4 1 5 8 9 -D 8 D 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.