Fréttablaðið - 23.07.2015, Side 12

Fréttablaðið - 23.07.2015, Side 12
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 GRIKKLAND Gríska þingið greiddi í gær atkvæði um lagapakka sem er seinna skrefið í því að tryggja neyðarlán frá Evrópusamband- inu. Lögin innihalda ákvæði um afnám ríkisábyrgðar á viðskipta- bönkum, breytingar á dóms- kerfinu sem heimila skjótari dómsmeðferðir og upptöku á inn- stæðutryggingu á innlánsreikn- ingum upp á 100 þúsund evrur. Upphaflega átti hækkun líf- eyrisaldurs og skattahækkanir á bændur að vera inni í lögunum en þeirri atkvæðagreiðslu hefur verið frestað. Alexis Tsipras forsætisráð- herra þurfti að treysta á stuðn- ing stjórnarandstöðunnar til að ná lögunum í höfn en niður- stöður atkvæðagreiðslunnar lágu ekki fyrir þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Í síðustu atkvæðagreiðslu var gerð upp- reisn í Syriza, flokki Tsipras, en 32 þingmenn í flokknum sneru baki við forsætisráðherranum, þar á meðal Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra. Tsipras eyddi síðustu dögum í að tryggja að önnur uppreisn ætti sér ekki stað. L ögi n sem kosið var um myndu tryggja neyðarlán upp á 86 milljarða evra til að greiða niður skuldir. Næsti stóri frest- ur á endurgreiðslu lána renn- ur út 20. ágúst en þá þurfa Grikkir að greiða 3,2 millj- arða til seðlabanka Evrópu og í september greiða Grikkir Alþjóðagjaldeyris sjóðnum 1,5 milljarða lán. Þrátt fyrir að útlitið sé enn svart á Grikklandi má finna vonarglætu í því að bankar voru aftur opnaðir síðastliðinn mánu- dag og að Standard & Poor’s skuli hafa hækkað lánshæfis- mat Grikklands úr CCC- í CCC+ á þriðjudaginn sem er enn rusl- flokkur en þó töluvert skárri staða. stefanrafn@frettabladid.is Grikkland þokast nær því að fá neyðarlánin Gríska þingið greiddi atkvæði í gærkvöldi um lagapakka sem tryggir Grikkjum aðgang að lánum til niðurgreiðslu skulda og innviðafjárfestinga. Forsætisráðherr- ann treysti aftur á stuðning stjórnarandstöðunnar í atkvæðagreiðslunni. ➜ Hvað felst í sam- komulaginu? €86 milljarða neyðarlán Frá ESB og AGS Endurfjármögnun banka, greiðsla skulda, vaxtagreiðslur og fleira. €50 milljarða fjárfestingasjóður Fjármagnaður með einkavæðingu Niðurgreiðsla skulda og í fjárfestingar. €7.16 milljarða brúarlán Aðkallandi skulda- greiðslur til ESB og AGS. €35 milljarða styrkur frá ESB Innviðafjárfestingar og sköpun starfa. Í HENGLUM Mikið hefur gengið á á Grikklandi undanfarin ár og eru lands- menn vanir vondum fregn- um. Þó birti til í vikunni þegar grískir bankar voru opnaðir aftur og láns- hæfismat landsins var hækkað. Fréttablaðið/AFP ALEXIS TSIPRAS Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ IDO hreinlætistæki! Ido Seven D vegghengt m.hæglokandi setu 75.990 Ido Seven D með setu 49.990 (frá Finnlandi) Ido Trevi vegghengt með setu 20.990 Nýtt HEILBRIGÐISMÁL Hjúkrunarráð Landspítala varar í nýrri álykt- un við því að litið sé á hjúkrunar- leigu sem lausn á mönnunarvanda meðal hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðiskerfisins. „Slíkar lausnir eru neyðarúr- ræði svo hægt sé að veita grunn- neyðarþjónustu, líkt og veitt er í verkfalli. Slík þróun myndi leiða af sér verulega faglega afturför, ógna þeirri uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað og hefta áfram- haldandi uppbyggingu í íslenskri heilbrigðisþjónustu,“ segir í álykt- uninni. Ráðið segir að stofnun hjúkr- unarleiga kunni að vera lausn til að halda hjúkrunarfræðingum og þar af leiðandi reynslu og þekk- ingu innan Landspítala í umönnun sjúklinga. Hins vegar sýni reynsla spítalans og þeirra sem þekkja til erlendis að faglegar skyldur leigðra hjúkrunarfræðinga gagn- vart stofnuninni séu ekki þær sömu og starfsmanna spítalans. „Fagleg framþróun á þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra, hagræðing í rekstri, upp- bygging á starfsemi, efling þver- faglegrar teymisvinnu, kennsla og fræðsla situr á hakanum.“ Hjúkrunarráð segir starfs- ánægju hjúkrunarfræðinga og tryggð þeirra við stofnunina og skjólstæðinga hennar vera það sem ríkisstjórnin eigi að leggja allt sitt kapp í að varðveita. „Ef til hjúkrunarleiga kæmi gæti verið verulega erfitt, jafnvel ógerlegt, að snúa til baka.“ - fbj Hjúkrunarráð LSH varar við hjúkrunarleigum: Telja að starfið yrði ekki eins faglegt MÖNNUNAR- VANDI Yfir 260 hjúkrunarfræð- ingar á Landspít- ala hafa sagt upp störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PAKISTAN Mikil flóð og úrhellisrigning hefur verið í Layyah-héraðinu í suðvestur- hluta Pakistan og gert íbúum þar erfitt fyrir. Fjórir létust í gær þegar flóð hreif með sér bíl sem þeir voru í. NORDICPHOTOS/AFP Vatnavextir gera fólki erfi tt fyrir 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 9 -E 6 6 C 1 5 8 9 -E 5 3 0 1 5 8 9 -E 3 F 4 1 5 8 9 -E 2 B 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.