Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 5

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 5
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 5 frá ritstjórUM Í þessu hefti Uppeldis og menntunar eru þrjár ritrýndar greinar, einn ítardómur um bók og tveir ritdómar. Ritrýndu greinarnar fjalla um ólík efni á sviði menntavísinda: aðdragandann að þemanámi í Kennaraháskóla Íslands, reynslu ættleiddra barna á Íslandi af skóla og samfélagi og unglinga, netnotkun og samskipti við foreldra. Í lok síðasta árs kom í ljós að tímaritið fær ekki skráningu í ISI-gagnagrunninn. Helstu ástæður þess voru þær að tímaritið birtir mikið af greinum þar sem heimilda- skráin er á íslensku og að lítið er vísað í tímaritið í ISI-tímaritum. Að sjálfsögðu voru það veruleg vonbrigði að fá ekki slíka skráningu. Á tímabilinu meðan beðið var eftir því hvort skráning fengist var ákveðið að gera ýmsar breytingar, svo sem að festa útgáfutímann í lok maí og lok nóvember og að taka á móti handritum á ensku. Hvort tveggja styrkir tímaritið í sessi. Frá og með þessum árgangi verður einnig sú breyting að Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur eitt að útgáfunni. Háskólanum á Akureyri er þakkað farsælt samstarf sem staðið hefur um margra ára skeið. Auk útgáfu tímaritsins á prenti birtist það nú í þremur gagnagrunnum: á vefnum timarit.is, í pdf-formi í Skemmunni, eldri hefti frá 2005–2009 og stakar greinar frá og með 2010 og loks í EBSCO-host. Birtingartöfin er frá átta mánuðum upp í eitt ár. Á vef tímaritsins eru svo birt án tafar ágrip greina, bæði á íslensku og ensku. Ritstjórar þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við útgáfu og dreifingu þessa heftis.

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.