Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 27
líkamsrækt í Hreyfingu og gönguferðir með Indy, schaefer- tíkinni okkar. Ég er nýbyrjuð að spreyta mig á golfíþróttinni og hlakka til að bæta mig á því sviði, enda er golfið frábær leið til að sameina útivist og samveru með vinum og fjölskyldu. Auk þess er ég, eins og margir lögfræðingar, mikill bókaormur og veit reyndar fátt betra en gott næði með góða bók. Ég er mjög sátt við að vera komin á svona virðulegan aldur og reyni bara að bera aldurinn vel. Auk þess hlýt ég að leiða hugann að því á svona tímamótum hve þakklát ég má vera fyrir margt í lífinu: Ég á frábæra fjölskyldu og vini, er hraust og lífsglöð, hef feng- ið að sinna skemmtilegum verk- efnum með góðu fólki og ekki síst er ég þakklát fyrir að eiga öll þessi vel lukkuðu börn.“ Fjölskylda Eiginmaður Gunnhildar er Guð- mundur Þórðarson, f. 15.12. 1955, tæknifræðingur og verkefnastjóri hjá LNS Saga. Foreldrar hans voru Þórður Bjarni Guðmundsson, f. 30.7. 1922, d. 2.9. 1978, sjómaður í Bolungarvík, og Guðrún Bene- diktsdóttir, f. 24.5. 1925, d. 22.6. 2014, húsfreyja og verkakona í Bolungarvík. Sonur Gunnhildar og Gylfa Dal- manns Aðalsteinssonar, f. 6.5. 1964, er Gunnar Gylfason, f. 3.9. 1989, viðskiptafræðingur og nemi í tölvustærðfræði. Börn Gunnhildar og Guðmundar eru Agnes Ásta Guðmundsdóttir, f. 20.11. 2001, grunnskólanemi, og Kári Steinn Guðmundsson, f. 7.3. 2004, grunnskólanemi. Stjúpbörn Gunnhildar eru Aron Birkir Guðmundsson, f. 9.9. 1976, verkfræðingur í Svíþjóð, en börn hans eru Davíð Helgi, 7 ára, og Sara Dagbjört, 3ja ára; Þórður Bjarki Guðmundsson, f. 25.1. 1980, flugvirki í Reykjanesbæ en sonur hans er Svavar Örn, 11 ára; Frið- rik Guðmundsson, f. 21.7. 1982, kerfisstjóri í Hafnarfirði en sonur hans er Árni Stefán, 3ja ára, og Gunnar Gaukur Guðmundsson, f. 10.6. 1991, flugvirki í Reykjavík Systkini Gunnhildar eru Ásdís Þórarinsdóttir, f. 6.10. 1957, mynd- listarmaður í Genf; Ragnar Magn- ús Gunnarsson, f. 1.9. 1963, við- skiptafræðingur í Reykjavík, og Dóra Valdís Gunnarsdóttir, f. 15.10. 1967, flugumferðarstjóri í Garðabæ. Foreldrar Gunnhildar eru Ásta Ástvaldsdóttir, f. 5.11. 1938, fyrrv. bankamaður, og Gunnar Guðmannsson, f. 16.7. 1938, fyrrv. stýrimaður í Garðabæ. Gunnar 25 ára Kári Steinn, Gunnar og Agnes Ásta halda upp á afmæli. Úr frændgarði Gunnhildar Gunnarsdóttur Gunnhildur Gunnarsdóttir Halldóra Hallsteinsdóttir matselja á Akranesi Jóhannes Jónsson verkstj. á Akranesi Halldóra Jóhannesdóttir kaupm. á Akranesi Ástvaldur Bjarnason skipstj. á Akranesi Ásta Ástvaldsdóttir bankam. í Garðabæ Sólveig Freysteinsdóttir húsfr. Bjarni Jóhannesson útvegsb. í Neðsta-Sýruparti Ingiríður Jóhannesd. húsfr. á Bergþórshvoli á Akranesi Ingiríður Bergþórsd. húsfr. á Ökrum á Akranesi Þórður Guðjónsson útgerðarm. á Akranesi Magnús Rafn Guðmannsson fyrrv. bæjarverkfr. í Njarðvík Steinþór Sigurðsson náttúru- fræðingur og framkvæmdastj. Rannsóknarráðs ríkisins Anna Margrét Magnúsdóttir kennari í Rvík Dóra Ástvaldsdóttir gjaldkeri hjá sýslumanninum í Rvík Bjarni Hallsteinsson frá Skorholti Sólveig María Magnúsdóttir þýðandi í Frakklandi Guðríður Sveinsdóttir húsfr. í Langholtsparti Kristján Diðriksson b og kennari í Langholtsparti Úlfhildur Kristjánsdóttir b og húsfr. að Dysjum Guðmann Magnússon hreppstj. að Dysjum í Garðahreppi Gunnar Magnús Guðmannsson stýrim. í Garðabæ Ragnheiður Þorbjörnsdóttir húsfr. að Dysjum Magnús Brynjólfsson hreppstj. og dbrm. að Dysjum Sigurður Steinþórsson prófessor í jarðfr. við HÍ Gerður Steinþórsdóttir íslenskukennari Hallbjörg Bjarnad. söngkona Steinunn Bjarnad. söngkona Inga Jóna Þórðardóttir fyrrv. oddviti sjálfstæðismanna í Rvík Guðjón Þórðarson knattspyrnu- þjálfari Bjarni Guðjónsson knattspyrnu- þjálfari KR ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 Agnar fæddist í Reykjavík 10.2.1919. Hann var sonurhjónanna Tryggva Þórhalls- sonar, prests, ritstjóra, forsætisráð- herra og bankastjóra í Reykjavík, og Önnu Guðrúnar Klemensdóttur hús- freyju. Tryggvi var sonur Þórhalls Bjarna- sonar, alþm. og biskups Íslands, og Valgerðar Jónsdóttur húsfreyju, en Anna var dóttir Klemensar Jóns- sonar, amtmanns, alþm . landritara og ráðherra í Reykjavík, og f. k.h., Þor- bjargar Stefánsdóttur Bjarnason hús- freyju. Systkini Agnars: Klemens hag- stofustjóri; Valgerður, skrifstofustjóri Þjóðleikhússins; Þórhallur banka- stjóri; Þorbjörg framkvæmdastjóri; Björn, hrl. og aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, og Anna Guðrún kenn- ari. Kona Agnars var Hildur Sólveig Þorbjarnardóttir frá Geitaskarði í Langadal sem lést árið 2006 en þau eignuðust fimm börn, Guðrúnu Helgu, Önnu, Björn, Sigríði og Tryggva. Agnar ólst upp í Reykjavík, lauk stúdentspróf frá MR 1938 og prófi í viðskiptafræði frá Handelshöjskolen í Kaupmannahöfn 1940. Hann var framkvæmdastjóri danskra fyr- irtækja í Kaupmannahöfn 1942-47. Þá flutti Agnar og fjölskylda hans heim og hann hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga þar sem hann starfaði óslitið síðan. Hjá SÍS var Agnar fyrst fram- kvæmdastjóri véladeildar 1947-49, þá framkvæmdastjóri skrifstofu SÍS í New York til 1953, í Kaupmannahöfn til 1957, í Hamborg til 1962 og var framkvæmdastjóri búvörudeildar SÍS til 1984. Hann var búsettur í Laufási við Laufásveg frá 1998, á æskuheimili sínu, í húsi sem Þórhall- ur afi hans lét reisa og sem Laufás- vegur er kenndur við. Agnar var heiðursfélagi í Lands- sambandi hestamanna og gegndi margháttuðum störfum fyrir opin- bera aðila, sat m.a. í samninga- nefndum vegna viðskipta Íslendinga við erlend ríki, ekki síst gömlu aust- antjaldsríkin. Agnar lést 11.4. 2012. Merkir Íslendingar Agnar Tryggvason 95 ára Sigurbjörg Jónsdóttir 90 ára Guðmundur Jónsson 85 ára Bragi Þór Jósafatsson Kristjana Þorfinnsdóttir Sigurður H. Jóhannsson Unnur Herbertsdóttir Þórunn Þorgeirsdóttir 80 ára Ásdís Sveinsdóttir Sesselja Guðrún Krist- insdóttir 75 ára Dóróthea Einarsdóttir Einar Páll Sigurðsson Rósa Ingibjörg Oddsdóttir Rósa L. Þorsteinsdóttir 70 ára Auður Matthíasdóttir Björg Kristjánsdóttir Dónald Jóhannesson Kristín Einarsdóttir 60 ára Annel Borgar Þorsteinsson Frosti L. Meldal Gunnar Vagn Aðalsteinsson Huldís Þorfinnsdóttir Jón Óskar Valgeirsson Kristjana Ragnarsdóttir Laufey Guðrún Sigurðardóttir Markús Ingason Ólafur Ísleifsson Sólrún Friðriksdóttir Stefanía Hrólfsdóttir Stefán Skjaldarson Sturla Halldórsson Þóranna Jónsdóttir 50 ára Ágúst Baldursson Helga Bergmann Hjördís Guðmundsdóttir Kristjana M. Óskarsdóttir Lilja Guðmundsdóttir Magnús Magnússon Óðinn Jóhannsson Ragnar Emilsson Samúel Þórisson 40 ára Alexei Fadeev Ana Mincheva Radevska Azra Hrustanovic Bjarni Maríus Heimisson Dorota Ewa Dampc Egidijus Cicinskas Elma Finnbogadóttir Ester Guðbrandsdóttir Karen Ingimundardóttir Smári Björnsson 30 ára Auður Geirsdóttir Daníel Páll Snorrason Guðni Heiðar Valentínusson Guðrún Kjartansdóttir Jacek Stanislaw Szumada Jasmin Melanie Schmid Katarina Cakova Kristinn S. Kristinsson Ragnheiður Björnsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Guðmundur ólst upp á Stóra-Ósi í Miðfirði, lauk stúdentsprófi frá FB og er leiðbeinandi við frí- stundaheimilið Bakkasel. Unnusta: Arna Dalrós Guðjónsdóttir, f. 1988, nemi. Dóttir: Þóranna Linda, f. 2012. Foreldrar: Þórunn G. Sveinsdóttir, f. 1962, ræstingakona, og Friðrik Böðvarsson, f. 1952, d. 2009, bóndi á Stóra-Ósi. Guðmundur G. Friðriksson 40 ára Ingmar býr í Kópavogi, lauk MSc-prófi í umhverfisverkfræði frá Berkley University og er aðstoðarforstöðumaður Jarðahitask. Háskóla SÞ. Maki: Silja Ingólfsdóttir, f. 1975, deildarstjóri hjá Rauða krossinum. Dóttir: Halla Dögg, f. 2014. Foreldrar: Haraldur E. Ingimarsson, f. 1946, og Elínborg Angantýsdóttir, f. 1952. Ingimar Guðni Haraldsson 40 ára Vigfús ólst upp í Fossvogi í Reykjavík, býr í Kópavogi, lauk sveinsprófi í rafvirkjun og er rafvirki í Noregi. Maki: Ásdís Kristjáns- dóttir, f. 1972, félagsliði. Börn: Sunna Rut, f. 1990 (stjúpdóttir), Kári Svein- berg, f. 1993 (stjúpson- ur), Freyr, f. 1999. Foreldrar: Þór Vigfússon, f. 1951, leigubílstjóri, og Bára Andersdóttir, f. 1949, vann við umönnun. Vigfús Jóhann Þórsson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is Trjáfelling og stubba- tæting FJARLÆGJUM LÍTIL SEM STÓR TRÉ OG TÆTUM TRJÁSTOFNA. Við búum yfir mikilli reynslu og frábærum tækjakosti þegar kemur að því að fella stór sem smá tré. Stubbatætarinn er svo frábær lausn til þess að losna við trjástofna sem standa eftir í garðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.