Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ egar ég stofnaði Art Tra- vel árið 2010 þá byrjaði ég á því að bjóða Norð- mönnum upp á ferðir til Íslands þar sem mynd- listanámskeið voru hluti af ferðinni. Ég hafði búið í Noregi í tíu ár og ég gerði þetta í samstarfi við norskt fyrirtæki í Osló sem heitir FineArt og stendur meðal annars fyrir myndlistarnámskeiðum um víða veröld,“ segir Valgerður Pálsdóttir sem á og rekur ferðaskrifstofuna Art Travel en hún býður upp á per- sónulegar ferðir bæði til Íslands og til útlanda, þar sem listir og menn- ing eru í forgrunni. „Á myndlistarnámskeiðunum fer ég með hópinn út á land á nám- skeið hjá listamanni en síðan er far- ið í skoðunaferðir þar sem ég er leiðsögumaðurinn og rútubílstjór- inn. Við vitum að þeir ferðamenn sem sækja Ísland heim nefna lang- flestir náttúru Íslands sem ástæðu þess að þeir koma hingað, en við eigum líka gríðarlega áhugaverða menningu og sögu og það er gaman að flétta þetta allt saman. Á þessum myndlistarnámskeiðum er náttúran mikill innblástur fyrir fólkið í list- sköpuninni,“ segir Valgerður sem bæði málar og skrifar og segist á sínum ferðalögum fá innblástur af því að koma í nýtt umhverfi og kynnast nýrri sögu og umhverfi. Vínsmökkun og heimsóknir á bóndabæi Valgerður býður upp á ferðir fyrir Íslendinga til Andalúsíu á Spáni og til Marókkó í Afríku, en það hefur hún gert í samstarfi við Örnu Árnadóttur sem rekur spænskuskólann Al Andalus í bæn- um Tarifa í Andalúsíu og hefur verið búsett á Spáni í tæp 20 ár. „Í þess- um ferðum er hægt að læra Öðruvísi ferðir til Andalúsíu og Marokkó Hún hafði lengi gengið með þann draum í maganum að sameina áhugamálin sín tvö, ferðalög og listsköpun, og einmitt þess vegna stofnaði hún ferðaskrifstof- una Art Travel árið 2010, eftir að hafa setið Brautargenginámskeið fyrir konur hjá Nýsköpunarmiðstöð. Valgerður Pálsdóttir býður upp á öðruvísi og persónu- legri ferðir þar sem m.a er hægt að kynnast því hvernig geitaostur verður til. Íslenskar konur í Andalúsíu Þar eru heillandi götur og hvítkölkuð hús. Nú þegar eldgos og afleiðingar þeirra eru orðin jafn stór hluti af hversdagslífi okkar Íslendinga og raun ber vitni með tilkomu Holu- hraunsgossins er almenningur orð- inn forvitinn um fyrirbærið. Nú er lag til að svala þeirri forvitni því í dag kl. 12.10 ætlar Ármann Hösk- uldsson, eldfjallafræðingur og vís- indamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, að fjalla um eldgosið í Nornahrauni/Holuhrauni og fram- gang þess frá upphafi til dagsins í dag í fyrirlestraröðinni Vísindi á mannamáli. Fyrirlesturinn verður í Hátíðasal Háskóla Íslands og allir velkomnir. Hverju eldgosi fylgja nýjar upp- götvanir og skilningur og í erindi sínu ætlar Ármann að fjalla um hvernig vísindamenn nýta þekkingu sína og viðbótarupplýsingar sem fást við vöktun eldgosa til að skilja betur afleiðingar þeirra. Sjónum verður einnig beint að stórum hraungosum á Íslandi. Ármann er í hópi þekktustu jarð- vísindamanna landsins, en hann hefur ásamt hópi vísindamanna við Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofu Íslands staðið í ströngu frá því að gosið í Nornahrauni hófst í á síðasta ári. Fram hafa farið ít- arlegar rannsóknir, m.a. á aðdrag- anda gossins og útbreiðslu þess og jarðskorpuhreyfingum í tengslum við eldsumbrotin. Gosið er nú þegar orðið stærsta hraungos sem runnið hefur á Íslandi síðan í Skaft- áreldum. Ármann lauk doktorsprófi frá Uni- versité Blaise Pascal í Clermont- Ferrand í Frakklandi árið 1992 og hefur m.a. sérhæft sig í eldfjalla- fræði hafsbotnsins. Hann hefur stundað jarðvísindarannsóknir bæði hér heima og erlendis og kennt eld- fjallafræði við Háskóla Íslands allt frá árinu 1999. Ármann hefur starf- að sem rannsóknasérfræðingur og svo vísindamaður við Jarðvísinda- stofnun Háskólans frá árinu 2004 og var auk þess formaður Jarð- fræðafélags Íslands á árunum 2003-2006. Vefsíðan www.hi.is Morgunblaðið/RAX Holuhraun Þar hefur gosið allt frá því eldsumbrotin hófust í ágúst í fyrra. Eldfjallafræðingur fjallar um jarðelda á mannamáli í dag Kærleiksvikan í Mosfellsbæ fór af stað í fimmta sinn sl. sunnudag og stendur hún fram á næsta sunnudag. Markmið vikunnar er að hver ein- asti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á dagskránni, í dag kl. 13-16 verður til dæmis nudd, markþjálfun, heilun og ráðgjöf á Kærleikssetrinu. Á morgun, miðvikudag, verður nær- andi samvera í Framhaldsskólanum í Mosó og hugleiðsla um kvöldið á Kærleikssetrinu. Á fimmtudag verður heilunarguðþjónusta í Lágafells- kirkju, stjörnuheilun og tarotspá á Kærleikssetrinu sem og skyggnilýs- ing. Á föstudag verður tarotspá og miðlun á Kærleikssetrinu og á laug- aradag verður þar heilun og talna- og stjörnuspeki. Á sunnudag verður guðsþjónusta á konudegi í Mosfells- kirkju, spákaffi á Kaffihúsinu Ála- fossi og konudekur á Kærleikssetr- inu. Nánar um tímasetningar á Face- book: Kærleiksvika í Mosfellsbæ. Kærleiksvika í Mosfellsbæ Tarotspá, nudd, heilunarguð- þjónusta, konudekur og fleira Morgunblaðið/Heiddi Hópknús Á fyrstu kærleiksvikunni árið 2010 föðmuðust hvorki meira né minna en 370 manns í hópknúsi í Mosfellsbæ og settu þar með Íslandsmet. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Gjafir sem gleðja Líttu við og skoðaðu úrva lið Glæsilegir skartgripir á frábæru verði Verð 45.400,- Demantur 6p. Verð 37.900,- Demantur 2p. Verð 69.000,- Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,- Verð 33.900,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.