Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Finnski fiðluvirtúósinn Pekka Kuus- isto og Davíð Þór Jónsson píanóleik- ari lofa ævintýralegum spuna á tón- leikum sínum í Kaldalóni í Hörpu klukkan 20 í kvöld. Þeir hyggjast gefa því sem þeir kalla „villta fyr- irbærið“ óheft frelsi og sigla leitandi að því sem innsæið kallar á. Kuusisto er einn þekktasti ungi fiðluleikari samtímans. Hann hlaut Norrænu tónlistarverðlaunin 2013 og varð fyrsti Finninn til að sigra í hinni alþjóðlegu Sibeliusar- fiðlukeppni. Davíð Þór er meðal fjöl- hæfustu tónlistarmanna landsins, jafnvígur á píanóleik, tónsmíðar, spuna og hljómsveitarstjórn. Upp á síðkastið hefur hann verið áberandi með hljómsveitinni ADHD og í sam- starfi við myndlistarmanninn Ragn- ar Kjartansson. Kuusisto er á leið til landsins að spila fiðlukonsert Stravinskíjs á fimmtudaginn kemur með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Þeir Davíð Þór hyggjast nota tækifærið til að mæt- ast í annað sinn í spuna. „Fyrir hálfgerða tilviljun lékum við saman í júní í fyrra, á tónlist- arhátíð Víkings Heiðars, Reykjavík Midsummer Music, “ segri Kuusisto þegar hann svarar í símann þar sem hann er staddur við tónleikahald í Hollandi. „Við áttum að halda ör- stutta tónleika saman í beinni í út- varpinu, þar sem Davíð Þór léki í um fimm mínútur og ég kæmi svo inn og við myndum spinna saman í aðrar fimm mínútur eða svo. Ég held að spuninn hafi endað eftir 35 mínútur og þolinmæði útvarpsfólksins var löngu þrotin,“ segir hann og hlær. „Okkur langaði að finna tíma til að leika aftur saman síðar, að finna fleiri sameiginlegar nótur við fyrsta tækifæri. Þegar ljóst var að ég kæmi aftur til Íslands, að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, þá tók- um við aftur upp þráðinn.“ – Þið ætlið að spinna en hvernig byrjið þið? Á því að velta fyrir ykkur hvernig þið hefjið leikinn? „Síðast ræddum við ekki neitt um það. Bara að við ætluðum að hafa skemmtilegt. Okkur langaði að sjá hvað gerðist og tókst að hafa stjórn á umfangsmeiri heimi tónlist- arflæðis en við hreinlega bjuggumst við. Í þetta skipti ætlum við að hitt- ast fyrir tónleikana og ræða málin, mögulega leika eitthvað, en ég get ekki útskýrt ferlið á fyllri hátt.“ Hef spunnið allt mitt líf – Bakgrunnur ykkar er ólíkur, Davíð Þór hefur mikið verið í djass- heimum, þar sem menn spinna meira og minna, en þinn í klassískri tónlist þar sem minna er spunnið. „Í grunninn er það rétt en ég hef alist upp með og þroskast sem lista- maður með því að spinna mikið. Ég hef gert það allt mitt líf. Faðir minn er tónlistarmaður og hann eignar það meira og minna djasstónlist. Hefði hann ekki kynnst djassi ungur að árum hefði hann ekki gerst tón- listarmaður heldur orðið sjómaður eins og til stóð, áður en hann var fenginn til að læra svolítið á orgel og fékk síðan námstyrk til að læra í New York. Fyrir tilviljun rakst hann þar inn á djassklúbb – við er- um að tala um miðjan sjötta áratug- inn þegar djasslífið í New York var í blóma, og þegar við bróðir minn vor- um litlir spunnum við mikið í djass- anda með föður okkar. Það forðaði okkur frá því að verða fangar nótna á blaði. Þegar ég spann með Davíð Þór fannst mér hann alls ekki vera bundinn við tónmál djassins, hann er auðheyranlega einstaklega frjáls og fjölhæfur, hann heyrir allt. Lífið er skemmtilegra fyrir mig sem tónlistarmann þegar ég er op- inn fyrir áhrifum alls staðar að.“ – Eru engin takmörk í tónlist? „Eina takmörkunin sem ég get bent á núna er tímaskortur. Það er ekki nægur tími til að gera allt sem mig langar til að gera. Þess vegna reyni ég að vera sífellt vandlátari þegar ég vel mér verkefni. Og ég vil gera tilraunir með fólki sem mér finnst áhugavert og koma þá von- andi fram með eitthvað sem nær flugi og að lifa.“ – Þú ert mikið á vegum úti og leik- ur þá líka á hefðbundnari tónleikum. „Svo sannarlega, og ég hef gert meira og meira af því á síðustu ár- um. Ég hef til að mynda leikið mikið með kammerhljómsveitum án stjórnanda, eins og ég gerði með Mahler Chamber Orchestra í Reykjavík í fyrra. Heimurinn er líka að verða móttækilegri fyrir fjöl- breytilegri tónlist og þá til að mynda spunaþáttum í tónleikum kamm- ersveita. Nú eru góðir tímar fyrir skapandi tónlist,“ segir Kuusisto. „Góðir tímar fyrir skapandi tónlist“  Pekka Kuusisto og Davíð Þór spinna í Hörpu Ljósmynd/Kaapo Kamu Morgunblaðið/Einar Falur Spunameistarar Fiðluleikarinn Pekka Kuusisto og Davíð Þór Jónsson, sem er hér við leik í strætó á Listahátíð í Reykjavík, spinna í Hörpu í kvöld. Björn Thoroddsen stóð í liðinni viku í þriðja skipti fyrir gítarhátíðinni Guitarama í Winnipeg í Kanada. Húsfyllir var og uppselt í Park Theatre á þessa tveggja tíma skemmtun þar sem Björn hafði boð- ið öðrum slyngum gítarleikurum að stíga á svið með sér og heilla áheyr- endur. Á gestalistanum voru nokkrir kunnir heimamenn, spilararnir og söngvararnir Jason Nowicki, Big Dave MacLean, Romi Mayes og Tim Butler. Að sögn Hjálmars W. Hann- essonar, konsúls í Winnipeg, voru tónleikarnir frábær skemmtun. Stóðu margir gestanna allan tímann og tóku lifandi þátt í því sem fram fór á sviðinu. Björn steig fyrstur á svið og kynnti síðan gesti sína til leiks, hvern af öðrum. Í lokinn samein- uðust gestir og listamenn í flutningi á lagi Bítlanna, „Hey Jude“. Þegar er byrjað að skipuleggja fjórðu Guitarama-hátíðina í Winni- peg að ári. Björn lét ekki þar staðar numið í heimsókn sinni til Kanada að þessu sinni því á sunnudag steig hann á svið ásamt Winnipeg Jazz Orc- hestra, undir stjórn Richard Gillis trompetleikara sem hefur leikið með Birni um árabil. Dag einn í liðinni viku lék Björn einnig á tónleikum með kvartett Gillis sem skipaður er tónlistarmönnum frá Winnipeg. Guitarama Björns fyrir fullu húsi Gítarhljómar Björn Thoroddsen, fyrir miðju, ásamt gestum sínum á sviði Park Theatre í Winnipeg í liðinni viku. Þetta var þriðja Guitarama-hátíðin. Aðeins nokkrum vikum eftir að hafa lýst yfir andstyggð sinni á kvikmyndaleik- urum sem slá um sig í hljóm- sveitum, hefur verið tilkynnt að leikarinn Johnny Depp sé kominn í stjörnuhljómsveit undir heitinu Hollywood Vampires, ásamt Alice Cooper og Joe Perry, gítarleikara Aerosmith. Depp hefur leikið með ýmsum tónlistarmönnum gegnum tíðina en Hollywood Vampires mun troða upp á Rock in Rio-hátíðinni í sept- ember, sama kvöld og hljómsveit- irnar System of a Down og Queens of the Stone Age. Depp í hljómsveit Johnny Depp Ekkert bensín, takk. Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.