Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 » Stórsveit Reykjavíkur hélttónleika í gær í Norður- ljósasal Hörpu með söngkon- unni Kristjönu Stefánsdóttur, undir stjórn Svíans Daniels Nolgårds. Flutt voru öll lögin sem finna má á plötunni Ella and Basie! frá árinu 1963. Á henni syngur Ellu Fitzgerald með stórsveit Counts Basies. Stórsveit Reykjavíkur flutti lög af Ella and Basie! Blásið Saxófónleikarinn Sigurður Flosason sést hér á milli blásaranna sem skipa Stórsveit Reykjavíkur. Flott Kristjana Stefánsdóttir og stjórnandinn Daniel Nolgård. Stjórnandi Hinn sænski Daniel Nolgård var við stjórnvölinn. Áhorfendur Setið og notið tónlistarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Kvikmyndin Fifty Shades of Grey, þ.e. 50 gráir skuggar, rakaði inn seðlunum í kvikmyndahúsum Norð- ur-Ameríku um helgina. Miðasölu- tekjur af henni námu um 81,7 millj- ónum dollara, jafnvirði um 10,7 milljarða króna. Aðeins ein kvik- mynd, The Passion of the Christ, eða Píslarsaga Krists, hefur skilað hærri miðasölutekjum yfir frumsýn- ingarhelgi í febrúarmánuði en miðasölutekjur af henni námu 83,9 milljónum dollara árið 2004. Fifty Shades of Grey var sýnd í 58 lönd- um utan Norður-Ameríku um helgina og námu miðasölutekjur í þeim samanlagt um 158 milljónum dollara, jafnvirði 20,8 milljarða króna. 50 gráir skuggar nærri meti Krists Skuggaleg Stilla úr 50 Shades of Grey sem var vel sótt um helgina. Tríó gítarleikarans Jochum Juslin frá Álandseyjum leikur í kvöld á djass- kvöldi Kex hostels kl. 20.30. Með Juslin leika Svíarnir Alexander Walldén á bassa og Anton Davidsson á trommur. Þeir Juslin, Walldén og Davidsson kynntust við tónlistarnám í Gautaborg og hafa leikið saman frá árinu 2010. Fyrsti diskur tríósins, Serenity Now, kom út fyrir stuttu og í kvöld mun það flytja tónlist eftir meðlimina þrjá auk þekktra djasslaga. Tríó Jochum Juslin á djasskvöldi Kex Djassgeggjarar Tríó Jochum Juslin verður á Kex hosteli í kvöld. Sópransöngkonan Maria Lyudko, klarínettuleikarinn Georgy Devd- ariani og píanóleikarinn Konstantin Ganshin koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðju- dag, klukkan 20. Listamennirnir eru komnir til landsins frá Pétursborg og hyggjast flytja ljúfa klassíska tónlist. Maria Germanovna Lyudko er þekkt söngkona og hélt hún í liðini viku masterklassa í Söngskóla Sig- urðar Demetz og kenndi einnig í einkatímum. Lyudko hóf tónlist- arnám fjögurra ára gömul og stóð fyrst átta ára á sviði í óperuhlut- verki, sem Næturgalinn í óperu Bryansky, Kvartettinn. Framhalds- nám stundaði Lyudko í Akademíu Mariinsky-leikhússins og útskrif- aðist úr Rimsky Korsakov- tónlistarháskólanum með próf í tón- listarfræðum og söng. Síðar lauk hún einnig doktorsgráðu í tónlist- arfræðum. Hún hefur unnið til ým- issa viðurkenninga og sungið við virt óperuhús eins og Mariinsky leik- húsið í Pétursborg, Bolshoi í Moskvu, Komische Oper í Berlín og Concertgebouw í Amsterdam. Hún hefur farið með yfir 30 óperuhlut- verk. Georgy Devdariani er klarinettu- leikari og stjórnandi. Hann hefur spilað með fjölda hljómsveita, tekið þátt í mörgum tónlistarverkefnum víða um lönd og samið tónverk fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Konstantin Ganshin er þekktur í Rússlandi og vakti mikla athygli hér þegar hann lék fyrir fullu húsi í Norðurljósasal Hörpu árið 2011. Morgunblaðið/Eggert Listamennirnir Maria Lyodko, fyrir miðju, og píanóleikarinn Ganshin ásamt Diddú í Söngskóla Sigurðar Demetz, við kennslu fyrir helgi. Tónar úr austri í Salnum í kvöld 48 RAMMA E.F.I -MBL Spenna, hasar og ótrúlegar tæknibrellur í frábærri ævintýra- mynd með stórleikurunum Jeff Bridges og Julianne Moore 2 VIKUR Á TOPPNUM! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.