Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2010, Qupperneq 5

Bókasafnið - 01.06.2010, Qupperneq 5
5 bókasafnið 34. árg. 2010 í marga undirkafla, sem gerir hana miklu læsilegri en ella og mikið er af myndum. Satt að segja hefði verið sanngjarnt, þar sem um slíkan bókavin var að ræða, að leggja meira í pappír til að myndaprentun hefði orðið skýrari. Varla hefði nokkur bókamaður annar en Fiske átt það fremur skilið að nokkuð vel væri lagt í bók um hann. Annars hefur umbrot bóka á vegum Háskólaútgáfunnar stundum verið fremur viðvaningslegt. Ekki er nein grein gerð fyrir ættum Fiske, en ekki var hann af norrænum ættum, sem sennilega hefði getað skýrt áhuga hans á Íslandi. Segja má, að mest allt efni bókarinnar frá síðu 36, ef frá eru skildir kaflarnir um árið með konunni og erfðamálið, sé beint tengt Íslandi, en það geta varla kallast óeðlileg hlutföll. Miklu rými er varið í Íslandsferðina, enda vakti hún verulega athygli á sínum tíma, en þá bar meira á slíkum ferðalöngum en nú. Fiske var þekktur áður og því var honum betur tekið en ella hefði verið, en einnig mynduðust tengsl sem urðu honum mikilvæg við bókasöfnunina. Eðlilega er miklu púðri varið í hana, sem vitaskuld er rétt og skylt. Það er eins og að á þessum árum hafi Íslendingum verið gamlar bækur og fornir gripir ótrúlega lausir í hendi, því mikið af slíku var þá selt úr landi. Þess hefur Fiske notið, en sá útflutningur hefur orðið Íslendingum arðbærari en margt annað, því að þótt segja megi að bókasafnið hafi ekki verið notað mikið beint, þá hafa prentaðar skrár um það orðið mörgum að ómældum notum svo að bókasafnið hefur nýst mörgum óbeint. Einnig eru góðir kaflar um skákáhuga hans og velgerðir við Grímseyinga og birtar myndir af bókaskápum sem gefnir voru þangað. Einnig er nokkuð mikið um bókfræðiiðkanir Fiske, sem urðu grundvöllur að skrám um bókasafn hans. Seinasti kaflinn í bókinni er um íslensku deildina í bókasafni Cornell-háskóla og hefur höfundur dregið fram í dagsljósið skjöl um það að bókakassar frá Íslandi sem áttu að fara til Cornell hafi farið í hafið með Titanic 1912. Erfðaskrá Fiskes mælti svo fyrir að við íslenska safnið í Cornell yrði Íslendingur bókavörður og þar yrði gefið út tímarit um íslensk efni. Nefnist það Islandica og kemur út enn. Lengi starfaði þar Halldór Hermannsson og skrifaði sjálfur lengi tímaritið og setti saman og lét prenta vandaðar bókaskrár yfir safnið, sem eru enn í raun íslenskar þjóðbókaskrár, og er það vart skammlaust fyrir bókaþjóðina að hafa ekki gert þær skrár úreltar. Vonandi verður þó útgefin á næstunni heildarskrá um allar kunnar íslenskar bækur til 1844, en langt er þangað til þessar skrár yfir bókasafn Fiske verða alveg úreltar. Ekki er eðlilegt að frekar sé sagt frá störfum Halldórs, en vel hefði verið við hæfi að góð ritgerð væri um bókfræðistörf hans í Ritmennt, tímariti Landsbókasafns, ef út kæmi nú. Ekki rakst ég á neinar stórfelldar misfellur í bókinni, en þó má nefna að Guðbrandur Vigfússon var sagður (s. 14) bókavörður í Oxford, sem hann var ekki heldur prófessor; svo er að skilja (s. 161), að Grallarinn hafi verið gefinn út 1843, en seinasta útgáfa hans kom 1779. Þetta getur ekki kallast mjög alvarleg ónákvæmni. Í heild verður að segja að bókin sé fremur vel heppnuð og með henni sé þessum velgerðarmanni vorum góður sómi sýndur. “…en það borgaði svo að segja enginn“ 1848 tókst eg á hendur að vera bókavörður við stiftsbókasafnið, og átti eg að fá það í laun, sem fengist fyrir lán, því hver, er lánaði, átti að borga 3 mörk um árið, en það borgaði svo að segja enginn. Úr ágripi af sjálfsævisögu Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara og stiftsbókavarðar í Reykjavík. Úr fórum Jóns Árnasonar, fyrra bindi, Hlaðbúð, Reykjavík, 1950, bls. 12.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.