Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Hið unga íslenska verktakafyrir- tæki, LNS Saga, nýtur mjög góðs af því að vera dótturfyrir- tæki öflugs norsks verktakafyr- irtækis, Leonhard Nilsen & Søn- ner. Það hefur unnið að fimm stórverkefnum í Noregi sem undirverktaki LNS og baktrygg- ing frá móðurfélaginu hefur gert því kleift að koma sterkt inn á íslenska verktakamark- aðinn. Leonhard Nilsen & Sönner er liðlega hálfrar aldrar gamalt fyrirtæki sem hefur höfuðstöð- var sínar í smábænum Risøy- hamn á Andøy í Norður-Noregi. LNS starfar aðallega í verktaka- iðnaði og námavinnslu en fæst einnig við ýmis önnur verkefni. Það er með verkefni um allan Noreg og víða um lönd en áhersla stjórnenda fyrirtækis- ins hefur þó ávallt verið á löndin við Norður-Atlantshaf. LNS kynntist Íslandi þegar það tók að sér að bora göngin um Al- mannaskarð á Suðausturlandi fyrir tíu árum. Þegar verktakafyrirtæki LNS stofnaði íslenska dótturfyrir- tækið LNS Sögu fyrir tæpum tveimur árum safnaðist þangað hópur reynslubolta frá ýmsum fyrirtækjum. „Við einfaldlega þekkjumst vel og finnst gott að vinna saman,“ segir Guð- mundur Þórðarson verkefna- stjóri. Fyrstu íslensku verkefnin Fyrsta verkefni LNS Sögu á Ís- landi er lagning gufu- og vatns- lagna frá borholum í Hverahlíð að virkjunum á Hellisheiði. Byrj- að var á því í lok september á síðasta ári. Í framhaldi af því tók fyrirtækið að sér byggingu vöruhúss fyrir Haga við Korn- garða í Reykjavík. Bæði þessi verkefni eru stórir bitar á ís- lenskum verktakamarkaði. Starfsmenn eru nú um 350, þar af um 250 í Noregi. Íslendingar eru flestir í starfsmannahópn- um, um helmingur, en 30% frá Póllandi. Starfsmönnum fer ört fjölgandi á næstu vikum. Íslenskir reynsluboltar vinna saman ÖFLUGT MÓÐURFÉLAG HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI 4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár. Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi Veldu vandað – það borgar sig alltaf. Úrval af gæðahátölurum frá Pioneer 4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan Verð: 19.900 15.900* BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP - fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ... 29.900,- 18.300,-Verð: Verð: HEI LJÓMFLUT INGUR BÍLGEISLASPILARI PIDEH-1700UB 4X50 W MOSFET magnari. - Útvarp með 24 stöðva minni. - Spilar MP3, WMA, WAV, FLAC, CD-R/R . AUX og USB tengi á framhlið. BÍLGEISLASPILARI PIDEH-4700BT 4X50 W MOSFET D4Q magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. AUX og USB*. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW, RCA Pre-Out Hleður og spilar Apple og Android í gegnum USB (snúra fylgir ekki) Bluetooth tenging (mic fylgir). Hægt að nota fjarstýringu (fylgir ekki) MIXTRAX EZ, 5-Band Graphic Equaliser, Siri Eyes Free BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verktaki við byggingu Þeista- reykjavirkjunar hefst handa við byggingu stöðvarhúss strax í næsta mánuði og verkefnisstjórinn vonast til að hægt verði að steypa fyrstu steypu í byrjun júní. Ótrygg veður eru á virkjanastaðnum yfir vetr- artímann og því er nauðsynlegt að nýta til hins ýtrasta þau tvö sumur sem verktakinn hefur til að ljúka verkinu. Það var eitt yngsta verktakafyr- irtæki landsins, LNS Saga, sem átti hagstæðustu tilboð í byggingu stöðvarhúss og gufuveitu Þeista- reykjavirkjunar í nýlegu útboði Landsvirkjunar. LNS Saga var stofnuð á árinu 2013 og hóf vinnu við sitt fyrsta verkefni hér á landi, gufu- lagnir að Hellisheiðarvirkjun, í ágúst á síðasta ári. Fyrirtækið hefur stækkað ört á þeim stutta tíma sem saga þess spannar, ekki eingöngu hér á landi því það er með mikla starfsemi í Noregi, og verður með nýja verkinu stærsta eða annað stærsta verktakafyrirtæki Íslands. Spenntir að komast í virkjanir LNS Saga er dótturfyrirtæki norska fyrirtækisins Leonhard Nil- sen & Sønner sem er í hópi stærstu og öflugustu verktakafyrirtækja Noregs. Það kom á óvart að aðeins tvö verktakafyrirtæki buðu í byggingu Þeistareykjavirkjunar. Auk LNS Sögu bauð aðeins ÍAV í byggingu stöðvarhúss en alls buðu þrjú fyr- irtæki í veituhlutann. LNS Saga var með lægstu tilboð í báða verkþætti, sem raunar voru boðnir út hvor í sínu lagi. Tilboð fyrirtækisins sem Landsvirkjun gekk að voru upp á 6,7 milljarða króna samtals. Samn- ingsupphæðin er um 8% yfir kostn- aðaráætlun verkkaupans en ef litið er til næst lægstu tilboða þá voru til- boð LNS Sögu 1,2 milljörðum lægri. Teitur Ingi Valmundsson, aðstoð- arforstjóri fyrirtækisins, segist ekki hafa skýringu á því hvers vegna svona fáir buðu. Nefnir þó að gerðar séu afar strangar kröfur um fjár- hagsstöðu bjóðenda og reynslu. Þetta unga verktakafyrirtæki nýtur þess að hafa norska fyr- irtækið að bakhjarli auk þess sem það hefur safnað að sér fjölda reyndra starfsmanna sem leyst hafa sambærileg verkefni. „Við erum mjög spenntir fyrir þessu. Ég tala bara fyrir mig, en mig hefur lengi langað að komast aftur í virkjanaframkvæmdir,“ segir Guðmundur Þórðarson, verk- efnastjóri við byggingu Þeista- reykjavirkjunar. Ekki hafa verið mörg slík verkefni á undanförnum árum. Byrja strax af krafti LNS Saga á að skila tilbúnu húsi og gufu- og kaldavatnsveitum í lok nóvember á næsta ári. Hægt verður að vinna að lóðarfrágangi sumarið 2017. Það hefur því aðeins eitt og hálft ár til að vinna meginhluta verksins. Þar sem ekki er hægt að treysta á veður til útivinnu yfir vet- urinn verður að nýta vel þau tvö sumur sem framundan eru. Og ekki eftir neinu að bíða með að byrja. Guðmundur segir stefnt að því að steypa sem mest af húsinu fyrir haustið. Það sé heilmikil áskorun. Sumarið 2016 fari í að ljúka við hús- bygginguna. Efnið í gufuveitulagn- irnar kemur til landsins í haust. Sumarið verði því notað til að útbúa undirstöður og þær verði lagðar að ári. Teitur Ingi segir að Landsvirkjun hafi lengi unnið að undirbúningi framkvæmdarinnar og það sé lykill- inn að því að hægt er að byrja af krafti strax í næsta mánuði. Þannig bíði grunnur stöðvarhússins eftir því að mót verði reist og byrjað að steypa. Allar teikningar séu til- búnar. „Samningar eru lausir á vinnu- markaði og verkalýðsfélög eru byrj- uð að boða verkföll. Það er óvissan við þessa framkvæmd,“ segir Teitur og nefnir að verktakinn hafi afar skamman tíma til að vinna verkið og ekki megi mikið út af bera til að tímaáætlanir raskist. 100 manns í lok júní LNS Saga vinnur með heima- mönnum að því að koma upp steypu- stöð á Húsavík og samvinna er um fleiri þjónustuþætti. Þá er verið að ráða starfsfólk. Reiknað er með að í lok júní verði 100 manns á vegum fyrirtækisins á Þeistareykjum. Guðmundur segir að ekki virðist til nægur mannskapur hér á landi. Reiknar hann með að starfsmannahópurinn verði blanda af heimafólki, útlendingum sem ráðnir verði sérstaklega til þessa verks og íslenskum starfsmönnum fyrirtækisins. Um fimmtán manna teymi stjórnenda verður við þetta verkefni og það kemur allt úr hópi núverandi stjórnenda LNS Sögu. Á fulla ferð á Þeistareykjum  Ungt verktakafyrirtæki með reynda stjórnendur tekur að sér byggingu Þeistareykjavirkjunar  Hefur tvö sumur til að vinna verkið  Kemur LNS Sögu í hóp stærstu verktaka landsins Töluveikning/Landsvirkjun Þeistareykjavirkjun Reynt verður að steypa upp stöðvarhúsið í sumar og ljúka smíði þess á næsta ári. Jafnframt verður gufuveita undirbúin og hún lögð á næsta sumri. Virkjunin verður tekin í notkun á árinu 2017. Morgunblaðið/Kristinn Reynsla Teitur Ingi Valmundsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Guð- mundur Þórðarson verkefnastjóri í höfuðstöðvum LNS Sögu í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.