Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Þúsundir manna söfnuðust saman í miðborg Kaupmannahafnar í gær þegar haldið var upp á 75 ára afmæli Margrétar II Þórhildar Danadrottn- ingar. Margrét drottning er mjög ástsæl og viðhorfskönnun sem birt var fyrir afmælið bendir til þess að langflestir Danir vilji ekki að hún dragi sig í hlé. Aðeins 18% að- spurðra töldu að tími væri kominn til að drottningin segði af sér og sonur hennar, Friðrik krónprins, yrði krýndur konungur. Danir eru þó einnig ánægðir með prinsinn og í könnuninni sögðust 73% aðspurðra telja að hann væri vel til þess fallinn að verða konungur. „Mikill meirihluti Dana telur að Friðrik myndi standa sig vel tæki hann við krúnunni núna,“ hefur Politiken eftir danska sagnfræð- ingnum Sebastian Olden-Jørgensen. „En meirihlutinn segir þó enn: ekki strax, takk samt kærlega.“ Olden- Jørgensen segir þetta endurspegla mjög sterka stöðu danska konung- dæmisins og hann telur ólíklegt að Friðrik taki við af móður sinni á næstunni. „Þjóðartákn segja ekki af sér vegna aldurs, að minnsta kosti ekki í Danmörku.“ Tilkynnt var að Hinrik drottn- ingarmaður, sem er áttræður, gæti ekki tekið þátt í hátíðarhöldunum vegna þess að hann væri með flensu. Friðrik krónprins og María krón- prinsessa komu fram opinberlega með drottningunni. bogi@mbl.is AFP Vinsæl Margrét drottning í vagni á leið frá Amalíuborg til ráðhússins í Kaupmannahöfn þar sem haldin var veisla. Haldið upp á stórafmæli ástsællar drottningar Kátt í höllinni Drottning og fjölskylda hennar á svölum Amalíuborgar. Viðhorfskannanir benda til þess að flestir Finnar hafi áhyggjur af því að Finnlandi stafi hætta af stjórn Vla- dímírs Pútín Rússaforseta en séu þó andvígir því að landið gangi í Atlants- hafsbandalagið. Aðild að NATO hefur lítið verið til umræðu fyrir þingkosningarnar í Finnlandi á sunnudaginn kemur þótt Finnar hafi áhyggjur af stöðunni í ör- yggismálum vegna átakanna í austur- héruðum Úkraínu og innlimunar Krímskaga í Rússland. „Fólk hefur greinilega áhyggjur af þessu en virð- ist samt styðja afstöðu samsteypu- stjórnarinnar, þ.e. að halda þeirri stefnu innan ESB að auka samstarfið við NATO á grundvelli þeirra samn- inga sem eru nú þegar í gildi,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Juhana Au- nesluoma, prófessor í stjórnmála- sagnfræði við Helsinki-háskóla. „Það er eins og fólk hugsi um þetta til langs tíma. Ef til vill kemur sá dagur að Finnar þurfa að breyta stefnu sinni í öryggismálum en þeir telja ekki slíka breytingu vera í sjónmáli.“ Finnar líta á hlutleysisstefnu sína í öryggismálum sem mikilvægt tæki til að halda góðum tengslum við Rúss- land. Þeir gengu þó í Evrópusam- bandið árið 1995 og hafa færst nær NATO með þátttöku í svonefndu samstarfi í þágu friðar. Finnar hafa t.a.m. tekið þátt í friðargæslu banda- lagsins í Afganistan. Rússneska utanríkisráðuneytið gaf út yfirlýsingu á sunnudaginn var þar sem það kvaðst hafa áhyggjur af auknu samstarfi Finna og Svía við Atlantshafsbandalagið. Yfirlýsingin var álitin svar Rússa við grein sem varnarmálaráðherrar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar og utanríkisráðherra Íslands birtu í vik- unni sem leið. Nefnd meti aðild Alexander Stubb, forsætisráð- herra Finnlands, sagði í viðtali við dagblaðið Helsingin Sanomat eftir yf- irlýsingu rússneska utanríkisráðu- neytisins að mikilvægt væri að Finn- ar ræddu opinskátt um hugsanlega aðild að Atlantshafsbandalaginu og ekkert ríki gæti sagt þeim fyrir verk- um í varnarmálum. Hann lagði til á laugardaginn var að skipuð yrði nefnd sérfræðinga sem fengi það verkefni að meta kosti og galla að- ildar að NATO. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, sagði að mikilvægt væri að tryggja varnir landsins en lagði einnig áherslu á mikilvægi þess að halda góðum tengslum við Rússland. bogi@mbl.is Finnar enn andvígir inngöngu í NATO  Lítil umræða um aðild að NATO í kosningabaráttunni 57% á móti NATO-aðild » Könnun finnska blaðsins Helsingin Sanomat bendir til þess að 61% Finna telji að Finnlandi stafi nú meiri hætta af Rússlandi en áður. » 57% eru andvíg aðild að Atl- antshafsbandalaginu en 27% hlynnt. Þetta er mesti stuðn- ingur við inngöngu Finnlands í bandalagið frá árinu 2002. Ánamöðkum hefur rignt niður til jarðar á stórum svæðum í suðurhluta Noregs undanfarið og standa líffræðingar og veðurfræðingar ráðþrota yfir því hvað sé á seyði. Einn þeirra sem hafa orðið varir við þetta fyrirbæri er líf- fræðikennarinn Karstein Erstad, sem brá sér á skíði í fjalllendi skammt frá Bergen á sunnudag. Þar sá hann þúsundir ánamaðka í snjónum. Hann hélt í fyrstu að þeir væru dauðir en þegar hann tók einn þeirra í lófann fann hann að ormurinn var sprelllifandi. Í fyrstu hélt hann að ánamaðkarnir hefðu skriðið upp úr jörðinni og gegnum snjóinn en svo sá hann að það gæti ekki staðist þar sem snjóþykktin er á milli 50-100 cm á þessum slóðum. Eftir að norska ríkisútvarpið greindi frá þessu hefur bók- staflega rignt inn tilkynningum um ánamaðkana sem eru út um allt í suður- hluta landsins. Meðal annars hafa sjónarvottar lýst ánamaðkaregni í Lindås og Sulda, eins í Fermunder sem er við landamæri Svíþjóðar. Menn velta nú vöngum yfir því hvort sérstakar veðurfarsástæður valdi ormaregninu en á þriðja áratug síðustu aldar var greint frá samskonar fyrirbæri í Svíþjóð. NOREGUR Skýrt frá dularfullu ánamaðkaregni Lóa með feitan maðk í gogginum. VINNINGASKRÁ 50. útdráttur 16. apríl 2015 101 8716 21016 30270 38540 46412 58024 69734 520 8750 21565 30870 38796 48593 58485 70039 663 8898 21571 30907 39076 48644 59787 70117 966 10615 21685 31535 39135 48783 59810 71666 971 10915 21883 31575 39175 49355 60900 71974 1278 11263 21895 31629 39283 49598 60943 72199 2074 11928 22617 31795 39319 50877 61820 72718 2505 12793 22877 31869 39847 51102 61927 73186 2521 13054 23201 32017 39918 51279 62264 73317 3030 13547 23269 32271 40089 51374 62398 73395 3214 13556 23461 32274 40476 51481 62492 74034 3222 13592 23481 32422 40691 51528 62800 74780 3264 14531 23651 32553 40998 51669 62833 75092 3327 14612 23652 32878 41742 51699 63703 75929 3464 14652 23947 33054 41960 51701 63850 76139 3748 14685 24143 33092 42246 52239 64674 76255 3770 15164 24316 33605 42287 52894 65039 77008 3893 15199 24841 33611 43028 53009 65513 78111 3896 16144 25431 33700 43030 53225 65554 78125 4153 16444 25464 33881 43069 53241 66174 78918 4195 16674 25701 34169 43121 53697 66201 78940 4623 16893 25798 34558 43188 54304 66353 79257 5566 17221 26459 34635 43464 54929 66634 79279 6653 17454 26499 34906 44080 55100 66640 79319 6726 18813 26598 35122 44155 55167 66777 79554 6740 19188 26841 35701 44239 55857 67796 79577 7473 19871 27043 36099 44327 55895 68032 7681 19943 28131 36450 44429 55934 68176 7696 20250 28399 36636 46264 55936 68322 7989 20306 28830 36697 46335 56550 68354 8266 20911 28934 37999 46355 56980 68686 8695 21011 29180 38531 46399 57494 69412 153 6366 19653 29411 41383 53752 61326 72818 845 6397 20126 30312 41628 54446 64864 73207 1236 7305 21535 30359 42714 54525 65991 73839 1576 7726 21630 31554 43602 55142 67714 75135 2012 8075 22089 32315 43900 56288 68256 75390 2172 8240 22620 33949 45034 57075 68662 75820 2968 8422 23550 35753 46124 57108 68864 77122 3176 8786 23644 36337 47115 59276 69110 78015 3365 13151 25293 37568 49973 59296 69675 79611 3472 13243 27143 39190 50640 59412 70560 4678 13901 27249 39455 51733 60065 70965 4778 14139 27292 39742 52326 60927 72111 5582 15507 29360 40852 53040 61200 72787 Næstu útdrættir fara fram 24. & 30. apríl 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 11635 14834 17207 56518 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 15747 27550 36166 52373 67050 77653 24280 28148 36188 57397 67903 77878 25679 31998 48126 57590 75861 78131 27399 35099 49235 63973 76290 78155 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 9 8 5 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.