Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stórir árgang-ar þorsks ogýsu mældust í togararalli Haf- rannsóknastofn- unar og almennt virðist ástand helstu botnfiska gott. Stofn- vísitala þorsks mældist sú hæsta frá því að rannsóknirnar hófust 1985. Hún er nú tvöfalt hærri en árin 2002 til 2008 og svipuð og 2012. Þá segir stofn- unin að mælingar bendi til þess að árgangurinn 2014 af ýsu sé stór eftir röð sex lítilla árganga. Mikið veltur á að sókn í auð- lindir sjávar sé stýrt af skyn- semi og yfirvegun. Sjávar- útvegurinn er ein af undir- stöðugreinum íslensks efnahagslífs og tryggja verður jafnvægi helstu fiskistofna til frambúðar. Ríkt hefur sátt um það að fylgja ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar af hálfu helstu hagsmunasamtaka útgerðarmanna, en þó hafa raddir gagnrýni heyrst um að ekki sé að marka niðurstöður hennar og meira sé af fiski í sjónum en hún haldi fram. Eðli málsins samkvæmt geta rannsóknir á stærð fiskistofna í höfunum ekki orðið hárná- kvæm vísindi. Til þess eru breyturnar of margar. Til þess að mark megi taka á slíkum rannsóknum þarf að vera hægt að endurtaka þær með sem líkustu sniði ár eftir ár. Það á við um svæðin, sem eru rannsökuð, veiðarfærin og svo má lengi telja. Aðstæður eru hins vegar ekki þær sömu. Hitastig sjávar breytist sem og hegðun fiskistofna. Hvað sem því líður eru ekki betri leiðir til að meta ástandið í höfunum en vísindin. Sú staðreynd ætti einnig að vera ástæða til þess að hlúa bet- ur að rannsóknum Hafrann- sóknastofnunar en gert hefur verið. Þar hefur verið skorið niður á undanförnum árum eins og víða annars staðar. Í ár hef- ur þó verið tryggt bolmagn til aukins úthalds rannsóknar- skipa, en aftur er útlit fyrir samdrátt á næsta ári. Rekstr- argrundvöllur Hafrannsókna- stofnunar þarf að vera í sam- ræmi við mikilvægi hennar fyrir sjávarútveginn. Þær bráðabirgðaniður- stöður, sem Hafrannsókna- stofnun kynnti í fyrradag, verða notaðar til að móta til- lögur stofnunarinnar um afla- mark fyrir næsta ár. Niðurstöð- urnar bera því vitni að ráðgjöf hennar sé að skila sér. Stofnvísitala þorsks mælist nú sú hæsta frá því að rann- sóknir hófust} Góðar horfur Tæpar þrjárvikur eru til kosninga í Bret- landi. Flest bendir til þess, að mynda verði sam- steypustjórn að þeim loknum. Það væri ekki frétt hér á Íslandi þar sem samsteypustjórnir eru undan- tekningarlaus regla um meiri- hlutastjórnir. En í Bretlandi teljast samsteypustjórnir til undantekninga, því kerfi ein- menningskjördæma gerir stærsta flokki landsins kleift að ná hreinum meirihluta á þingi, þótt mikið vanti upp á meirihluta atkvæða. Aðeins rétt rúmur þriðjungur at- kvæða í landinu getur tryggt meirihluta á þingi. Íhaldsflokkur Camerons forsætisráðherra virðist enn líklegur til að halda sínu í kosningunum, en öðru máli gegnir um hinn stjórnarflokk- inn, Frjálslynda. En jafnvel þótt Verka- mannaflokkurinn kæmi að lok- um stærstur flokka út úr kosningunum, eins og sumar kannanir gefa til kynna, er harla ólíklegt að hann næði hreinum meirihluta á þingi. Þar ræður mestu að flokkurinn virð- ist í frjálsu falli í Skotlandi, á með- an Skoski þjóðar- flokkurinn sópar að sér fylgi. Sá flokkur er þó mun líklegri til að styðja flokk Milibands til valda en flokk Camerons, en sá stuðningur gæti reynst Verkamannaflokknum dýr- keyptur. Fram að þessu hefur fátt gerst í kosningunum sem hef- ur hrært verulega í fylgi við einstaka flokka. Vorið hefur loks sótt Breta heim, eins og okkur, nágranna þeirra í norðri. Skopmyndateiknari lætur veðurfréttamann lýsa veður- breytingunum með hliðsjón af kosningabaráttunni: Íhalds- menn þakka sér sólskinið sem brast á. Skoski þjóðarflokkur- inn bendir hins vegar á að sól- in hafi ekki gert neitt fyrir Skota. Sjálfstæðisflokkur Fa- rage segir að það sé eitthvað voðalega óbreskt við allt þetta sólskin og Verkamannaflokk- urinn krefst þess að þegar í stað verði upplýst hver fjár- magni þetta sólskin. Spennan í bresku kosningunum er af öðrum toga en oft- ast áður} Óviss úrslit í Bretlandi S igmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra kynnti nýverið hug- myndir um hvernig honum finnst fara best á því að fagna 100 ára fullveldisafmælinu sem verður 1. desember 2018. Þær virðast fyrst og fremst felast í því að byggja ný hús eða byggja við þau sem fyrir eru, ekki er verra ef það verður gert eftir áratugagömlum teikningum sem ekki voru nýttar á sínum tíma og enginn hefur haft snefil af áhuga á fyrr en nú. Ein hug- myndin er að byggja ferðaþjónustuhús sem ríkið á að reka á Þingvöllum, önnur að byggja við Alþingishúsið eftir gömlum teikningum af heimavist. Kostnaður við þessi verkefni hefur ekki fengist gefinn upp, en af umfangi þess- arar framkvæmda mætti ætla að þær kosti nokkra milljarða. Það eru miklir peningar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gerði þetta að umfjöllunarefni í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu fyrr í vikunni og sagði þar að nær væri að fagna tímamótunum með því að flytja jáeindaskanna til landsins. Jáeindaskanni er tæki sem m.a. er notað til greininga á ýmsum sjúkdómum, slíkt tæki hefur aldrei verið til hér á landi en er talið nauðsynlegur búnaður á nútímasjúkrahúsum. Reyndar er Ísland eina landið í Norður-Evrópu sem engan jáeindaskanna á og tugir Ís- lendinga fara til Danmerkur á hverju ári í nauðsynlegar rannsóknir og greiningar í tækinu. Við getum sumsé ekki sinnt hér veiku fólki án þess að leita á náðir þessarar fyrrum herraþjóðar okkar. Í Morgunblaðinu í gær var rætt við þrjá lækna sem allir segja jáeindaskanna bráð- nauðsynlegan tækjabúnað á hátæknisjúkra- húsi. Þeir segja m.a. að vöntunin á þessu tæki sé ein ástæða þess að íslenskir læknar hika við að koma heim úr sérnámi erlendis. Mér líst afar vel á þessar hugmyndir Kára og tek heilshugar undir þær. Að fagna afmæli fullveldsisins með þeim hætti sem hann legg- ur til, að búa sjúkrahús landsins þeim tækja- búnaði sem telst nauðsynlegur, hlýtur að vera nær þeim anda sem bjó að baki fullveld- isbaráttunni en að byggja hús. Það er samt ekki nóg að eiga tækin; til að nota þau þarf vel menntað heilbrigðisstarfs- fólk, en stór hluti þess hefur þegar flúið land og það sem eftir er á landinu starfar í skugga BHM-verkfalla á sjúkrahúsum þar sem ástandið versnar dag frá degi. Auk jáeindaskannans er því lagt til að fagna tímamót- unum með því að koma málum þannig fyrir á vinnumark- aði að þar logi ekki allt í illdeilum og verkföllum ár eftir ár. Svo mætti líka fagna tímamótunum með því að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eða bæta þjónustu við fatlað fólk. Af nógu er að taka. Hvernig skyldi fólkið, sem barðist fyrir fullveldi lands- ins, annars hafa séð fyrir sér að því yrði fagnað öld síðar? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Hvað fær fullveldið í afmælisgjöf? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þann 27. febrúar sl. varfrumvarp Vilhjálms Árna-sonar, um að færa áfengis-sölu frá Vínbúðum ÁTVR til matvöruverslana, afgreitt úr alls- herjarnefnd Alþingis. Þrátt fyrir að meirihluti hafi verið fyrir því að af- greiða frumvarpið úr nefndinni stóðu aðeins þrír nefndarmenn af níu að meirihlutaálitinu. Málið er ekki enn komið á dagskrá til ann- arrar umræðu, en Vilhjálmur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann væri bjartsýnn á að málið kæmi á dagskrá á þessu þingi. Sigurbergur Sveinsson, kaup- maður í Fjarðarkaupum, skrifaði grein hér í Morgunblaðið í gær, undir fyrirsögninni „Afnám einka- leyfis á sölu áfengis er háskaleikur“. Í grein sinni rekur Sigurbergur það hver sé hlutdeild helstu mat- vöruverslana á markaðnum hér á landi. Fram kemur að árið 2014 voru Hagar með 48-49% hlutdeild, Kaupás með 19-20% og Samkaup með 15-16%. Sigurbergur færir rök fyrir því að hlutdeild þeirra stærstu í dagvörusölu muni enn aukast, á kostnað þeirra sem minni eru, verði áfengissala flutt í matvöruverslanir. Hann vísar í máli sínu til lagabreyt- inga sem gerðar voru í Washington- ríki í Bandaríkjunum árið 2011 þeg- ar einkaleyfi ríkisins á áfengissölu var afnumið og salan flutt í mat- vöruverslanir. „Ekki hefur sú ferð reynst til fjár fyrir almenna neytendur sam- kvæmt nýlegri grein í Washington Post. Verð á sterku áfengi hefur t.d. hækkað um 15% frá því að breyt- ingin var gerð. Mest hafa stóru verslanakeðjurnar hagnast af „frelsinu“ enda hafa stakar versl- anir ekki getað keppt við þær um úrval og verð,“ segir m.a. í grein Sigurbergs. Vilhjálmur Árnason gefur lítið fyrir röksemdir Sigurbergs og seg- ist í engu hvika frá þeirri sannfær- ingu sinni að áfengissala eigi ekki að vera í höndum hins opinbera og hann sé sannfærður um að málið komist á dagskrá á þessu þingi. „Ég fer að versla í Fjarðar- kaupum af því ég er ánægður með vöruúrvalið og þjónustuna. Þetta hlýtur fyrst og fremst að snúast um það að verslunin veiti góða þjón- ustu, og þá fá þeir sem veita bestu þjónustuna þessa núverandi við- skiptavini Vínbúðanna til sín. Ég skil ekki þá sem segjast trúa á frjáls viðskipti, sem vantreysta svo mark- aðnum og segja að ríkið sé eini að- ilinn sem geti selt áfengi,“ sagði Vil- hjálmur. „Ég lagði frumvarpið fram í október í haust. Málið er búið að fá mikla umræðu. Þetta er grundvall- armál sem hefur mjög mikla fjár- hagslega hagræðingu fyrir ríkið í för með sér, nái það fram að ganga. Þess vegna tel ég mjög eðlilegt að það komist á dagskrá á þessu þingi,“ sagði Vilhjálmur. Góð þjónusta laðar viðskiptavinina að Morgunblaðið/Heiddi Áfengi Tekist er á um áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segist bjartsýnn á að frumvarpið nái í gegn. „Verkefnið núna, a.m.k. fram að mánaðamótum, er að koma mál- um frá ríkisstjórn, sem liggja fyr- ir, til fyrstu umræðu og nefnda,“ sqagði Einar K. Guðfinnsson, for- seti Alþingis, þegar hann var spurður hvort áfengisfrumvarp Vilhjálms kæmist á dagskrá á þessu þingi. „Eftir það förum við í að taka fyrir mál sem komin eru út úr nefndum. Ég geri mér því engan veginn grein fyrir því hvenær þetta mál kemst á dagskrá, en reglan er auðvitað sú, að það eru mál ríkisstjórnar hverju sinni sem hafa forgang, ekki þing- manna- frumvörp.“ Einar sagði jafnframt að það sem gerði áfengis- frumvarpið mjög sér- stakt, væri að samstarfs- flokkur Sjálf- stæðisflokks- ins, Framsóknarflokkurinn, væri mótfallinn frumvarpinu, með ör- fáum undantekningum þó og hefði ályktað gegn málinu á flokksþingi. Frumvörp ríkisstjórnar hafa forgang í málum á Alþingi EINAR K. GUÐFINNSSON FORSETI ALÞINGIS Einar K. Guðfinnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.