Reykjalundur - 01.06.1968, Síða 19

Reykjalundur - 01.06.1968, Síða 19
Helgi lngvarsson Að kvöldi dags heimsótti ég þau hjónin, Helga Ingvarsson, fyrrverandi yfirlækni á Vifilsstöð- um og konu hans, frú Guðrúnu Lárusdóttur, að Lynghaga 8 hér í borg. Þar hafa þau komið sér upp nýju, unaðslegu heimili eftir rúmlega 45 ára dvöl og starf á Vífilsslöðum. Eftir ríkulegar veitingar býður læknirinn mér til sætis inni í skrifstofu sinni. Við tökum tal saman og tölum lengi, því að margs er að minn- ast, og ég spyr lækninn: „Hvenær hófst þú starf á Vífilsstaðahæli?*1 „Ég hóf þar starf mitt sem aðstoðarlæknir 1. september árið 1922. Þá hafði Vífilsstaðahæli starfað í 12 ár og allan þann tima aðeins verið einn fastráðinn læknir við hælið, prófessor Sig- urður Magnússon. Hann hafði að vísu haft að- stoð endrum og eins, en þörfin var orðin brýn fyrir fastráðinn aðstoðarlækni“. „Hafðir þú stundað lækningar áður?“ „Að loknu embættisprófi fór ég til Danmerk- ur og starfaði um skeið í dönskum sjúkrahúsum“. „Hafðir þú starf í huga á Vífilsstöðum, þegar þú hélzt utan til framhaldsnáms?“ „Nei, það hafði ég ekki. Ég hafði hugsað mér að gerast héraðslæknir. En orsakir liggja til alls. Meðan ég dvaldi ytra, veiktist ég sjálfur af berklum, eða nánar til tekið í maí 1922. Hafði umgengizt smitandi berklasj úklinga allnáið. Ég var gæddur mikilli meðfæddri hreysti og fékk skjótan bata. Um haustið vildi ég taka til starfa Eftir 45 ár á Vífilsstöðum og var þó vafasamt að hefja vinnu svo fljótt. Faðir minn hafði styrkt mig til náms og eftir veikindi mín bauð hann mér að hirða embættis- laun sín, ef ég vildi eða þyrfti að taka lengri hvíld. Til þess að þurfa ekki að þiggja þetta göfuga boð hans, ákvað ég að hefja vinnu um haustið og sótti um læknisstöðu á Vífilsstöðum, Framhald á bls. 62 REYKJALUNDUR 17

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.